Ástráður, Guðbjörg og Gylfi skipa gerðardóm hjúkrunarfræðinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2020 13:07 Ástráður Haraldsson er formaður gerðardómsins. ríkissáttasemjari Ríkissáttasemjari hefur skipað gerðardóm í deilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Dóminn skipa þau Ástráður Haraldsson, héraðsdómari og aðstoðarríkissáttasemjari sem jafnframt er formaður, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og doktor í sálfræði og Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og doktor í heilsuhagfræði. Skipun gerðardómsins var hluti af miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem var samþykkt af samningsaðilum 27. júní að lokinni atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga. Miðlunartillagan fól í sér að hann skipi gerðardóm til að fjalla um afmörkuð atriði launaliðs sem ágreiningur er um. Gerðardómur skal ljúka störfum sínum fyrir 1. september 2020. „Samningsaðilar náðu samkomulagi um öll meginatriði kjarasamnings utan afmarkaðra atriða launaliðs, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Ágreiningurinn á milli samningsaðila snýst um það hvort laun hjúkrunarfræðinga hjá stofnunum ríkisins séu í samræmi við ábyrgð, álag, menntun og inntak starfa þeirra samanborið við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá ríkinu,“ eins og það er útskýrt í orðsendingu frá embætti ríkissáttasemjara. Þar er ennfremur tekið fram að hann starfi sjálfstætt og skuli við ákvarðanir sínar hafa hliðsjón af „kjörum og launaþróun þeirra starfsstétta sem sambærilegar geta talist í menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð og almennri þróun kjaramála hér á landi.“ Þannig þurfi gerðardómurinn að taka tillit til þeirra launahækkana sem hópurinn myndi fá eftir samþykkt miðlunartillögunnar „og eftir atvikum aðgerða sem stofnanir kunna að grípa til í kjölfar hans.“ Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti rétt í þessu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Fíh og fjármála- og efnahagsráðherra. 27. júní 2020 12:07 Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur skipað gerðardóm í deilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Dóminn skipa þau Ástráður Haraldsson, héraðsdómari og aðstoðarríkissáttasemjari sem jafnframt er formaður, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og doktor í sálfræði og Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og doktor í heilsuhagfræði. Skipun gerðardómsins var hluti af miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem var samþykkt af samningsaðilum 27. júní að lokinni atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga. Miðlunartillagan fól í sér að hann skipi gerðardóm til að fjalla um afmörkuð atriði launaliðs sem ágreiningur er um. Gerðardómur skal ljúka störfum sínum fyrir 1. september 2020. „Samningsaðilar náðu samkomulagi um öll meginatriði kjarasamnings utan afmarkaðra atriða launaliðs, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Ágreiningurinn á milli samningsaðila snýst um það hvort laun hjúkrunarfræðinga hjá stofnunum ríkisins séu í samræmi við ábyrgð, álag, menntun og inntak starfa þeirra samanborið við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá ríkinu,“ eins og það er útskýrt í orðsendingu frá embætti ríkissáttasemjara. Þar er ennfremur tekið fram að hann starfi sjálfstætt og skuli við ákvarðanir sínar hafa hliðsjón af „kjörum og launaþróun þeirra starfsstétta sem sambærilegar geta talist í menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð og almennri þróun kjaramála hér á landi.“ Þannig þurfi gerðardómurinn að taka tillit til þeirra launahækkana sem hópurinn myndi fá eftir samþykkt miðlunartillögunnar „og eftir atvikum aðgerða sem stofnanir kunna að grípa til í kjölfar hans.“
Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti rétt í þessu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Fíh og fjármála- og efnahagsráðherra. 27. júní 2020 12:07 Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti rétt í þessu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Fíh og fjármála- og efnahagsráðherra. 27. júní 2020 12:07
Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39