Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2020 13:14 Áslaug Arna með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sér til hægri handar en í forgrunni, ekki í fókus, er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn hafa nú tekið höndum saman og verjast harðri gagnrýni vegna afdrifa frumvarps um „afglæpavæðingu“. visir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, fjallar um afar umdeilt frumvarp sem fellt var á lokadögum þingsins á síðu sinni; frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snerist um að ekki væri lengur refsivert að vera með neysluskammta fíknefna á sér. Dómsmálaráðherra segir frumvarpið gallað og það sem meira er: Frumvörp séu ekki ályktun félagasamtaka. Frumvarpið var fellt á þinginu og hefur geisað hatröm umræða um það síðan. Áslaug Arna segist efnislega sammála málinu, það séu flestir og stríðið gegn fíknefnum eins og það hefur verið háð hafi leitt meiri hörmungar yfir okkur en neyslan. „En það er ekki nóg að gera bara eitthvað og kalla það afglæpavæðingu,“ segir Áslaug Arna í grein sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. Botnlaus sjálfhverfa og skortur á samkennd Áslaug Arna var ein þeirra sem ekki greiddi atkvæði um frumvarpið. Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur átt í vök að verjast í málinu.visir/vilhelm Ýmsir hafa fjallað um málið. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna hefur legið undir ámæli að hafa svikið lit, en hann sagði „nei“ í atkvæðagreiðslunni, ritaði grein sem hann birti á Vísi og hefur hún fengið afar blendnar viðtökur meðal stuðningsmanna frumvarpsins eins og til að mynda má sjá í athugasemdum við greinina. Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur, formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi svarar Kolbeini í grein sem var að birtast á Vísi. Þar segir hún, og er afdráttarlaus: „Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei?“ Ekki hægt að afnema refsiramma um matskennd atriði Áslaug Arna telur hins vegar, eins og áður sagði, frumvarpið hálfkarað. „Þetta er ekki ályktun félagssamtaka eða stjórnmálaflokks, heldur landslög sem fela í sér refsiheimild. Því er enn meiri ástæða til að vanda sig þegar gera á breytingar á þeim. Það voru ýmsir alvarlegir gallar á frumvarpi Pírata. Í stað þess að greiða atkvæði um gallað frumvarp hefði verið réttara að vanda til verka og halda vinnunni áfram,“ segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra nefnir sem dæmi að það sem ýmsir sem hafa talið vert að setja sig á móti því að málið fái framgang; ekkert er í frumvarpinu sem skilgreinir neysluskammt. „Það er ekki hægt að búa til eða afnema refsiramma um einhver matskennd atriði sem ekki eru skilgreind í lögum. Hér er um að ræða líf fólks, viðkvæmt málefni og flókin sjúkdóm. Þess heldur er mikilvægt að lögin séu skýr. Ef ráðast á í sambærilegar breytingar og gerðar voru í Portúgal þarf að líta á þær aðgerðir í heild, t.d varðandi aðstoð við fíkla, meðferðarúrræði, félagsráðgjöf og fleira. Þetta þarf að fara saman.“ Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. 2. júlí 2020 12:30 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Þingmaður fær hvítt duft inn um lúgu til sín Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður harmar að stjórnmálin séu komin á þennan stað. 30. júní 2020 14:26 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, fjallar um afar umdeilt frumvarp sem fellt var á lokadögum þingsins á síðu sinni; frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snerist um að ekki væri lengur refsivert að vera með neysluskammta fíknefna á sér. Dómsmálaráðherra segir frumvarpið gallað og það sem meira er: Frumvörp séu ekki ályktun félagasamtaka. Frumvarpið var fellt á þinginu og hefur geisað hatröm umræða um það síðan. Áslaug Arna segist efnislega sammála málinu, það séu flestir og stríðið gegn fíknefnum eins og það hefur verið háð hafi leitt meiri hörmungar yfir okkur en neyslan. „En það er ekki nóg að gera bara eitthvað og kalla það afglæpavæðingu,“ segir Áslaug Arna í grein sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. Botnlaus sjálfhverfa og skortur á samkennd Áslaug Arna var ein þeirra sem ekki greiddi atkvæði um frumvarpið. Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur átt í vök að verjast í málinu.visir/vilhelm Ýmsir hafa fjallað um málið. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna hefur legið undir ámæli að hafa svikið lit, en hann sagði „nei“ í atkvæðagreiðslunni, ritaði grein sem hann birti á Vísi og hefur hún fengið afar blendnar viðtökur meðal stuðningsmanna frumvarpsins eins og til að mynda má sjá í athugasemdum við greinina. Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur, formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi svarar Kolbeini í grein sem var að birtast á Vísi. Þar segir hún, og er afdráttarlaus: „Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei?“ Ekki hægt að afnema refsiramma um matskennd atriði Áslaug Arna telur hins vegar, eins og áður sagði, frumvarpið hálfkarað. „Þetta er ekki ályktun félagssamtaka eða stjórnmálaflokks, heldur landslög sem fela í sér refsiheimild. Því er enn meiri ástæða til að vanda sig þegar gera á breytingar á þeim. Það voru ýmsir alvarlegir gallar á frumvarpi Pírata. Í stað þess að greiða atkvæði um gallað frumvarp hefði verið réttara að vanda til verka og halda vinnunni áfram,“ segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra nefnir sem dæmi að það sem ýmsir sem hafa talið vert að setja sig á móti því að málið fái framgang; ekkert er í frumvarpinu sem skilgreinir neysluskammt. „Það er ekki hægt að búa til eða afnema refsiramma um einhver matskennd atriði sem ekki eru skilgreind í lögum. Hér er um að ræða líf fólks, viðkvæmt málefni og flókin sjúkdóm. Þess heldur er mikilvægt að lögin séu skýr. Ef ráðast á í sambærilegar breytingar og gerðar voru í Portúgal þarf að líta á þær aðgerðir í heild, t.d varðandi aðstoð við fíkla, meðferðarúrræði, félagsráðgjöf og fleira. Þetta þarf að fara saman.“
Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. 2. júlí 2020 12:30 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Þingmaður fær hvítt duft inn um lúgu til sín Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður harmar að stjórnmálin séu komin á þennan stað. 30. júní 2020 14:26 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. 2. júlí 2020 12:30
Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30
Þingmaður fær hvítt duft inn um lúgu til sín Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður harmar að stjórnmálin séu komin á þennan stað. 30. júní 2020 14:26