Sjáðu glæsimörkin þrjú sem Juventus skoraði gegn Genoa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2020 17:30 Paulo Dybala fagnar eftir að hafa komið Juventus í 0-1 gegn Genoa í gær. getty/Daniele Badolato Juventus vann 1-3 sigur á Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Paulo Dybala, Cristiano Ronaldo og Douglas Costa skoruðu mörkin sem voru öll í glæsilegri kantinum. Talsverð pressa var á Juventus fyrir leikinn í gær því fyrr um kvöldið minnkaði Lazio forskot liðsins á toppi deildarinnar niður í eitt stig með 1-2 sigri á Torino. Leikmönnum Juventus tókst ekki að koma boltanum framhjá Mattia Perin, markverði Genoa, í fyrri hálfleiknum í gær. En á 50. mínútu braut Dybala ísinn. Argentínumaðurinn dansaði þá framhjá varnarmönnum Genoa og skaut boltanum í fjærhornið. Perrin var með hönd á bolta en það dugði ekki til. Sex mínútum síðar kom Ronaldo Juventus tveimur mörkum yfir með frábæru skoti af löngu færi. Þetta var 24. mark Portúgalans í 25 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Ciro Immobile, framherji Lazio, hefur skorað fleiri mörk (29). Douglas Costa kom inn á sem varamaður í liði Juventus á 66. mínútu. Sjö mínútum síðar mundaði hann vinstri fótinn fyrir utan vítateig og sneri boltann upp í fjærhornið. Andrea Pinamonti minnkaði muninn í 1-3 á 76. mínútu en nær komst Genoa ekki. Liðið er í 17. sæti deildarinnar með 29 stig, einu stigi frá fallsæti. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppnum. Bæði lið eiga níu leiki eftir. Þau mætast innbyrðis á Allianz vellinum í Tórínó 20. júlí. Mörkin úr leik Genoa og Juventus má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sigurganga Juventus heldur áfram Ítalski boltinn Tengdar fréttir Toppliðin unnu bæði á Ítalíu Juventus vann leik sinn gegn Genoa og heldur því fjögurra stiga forystu sinni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. 30. júní 2020 21:50 Pirlo snýr aftur til Juventus Eftir að hafa verið fyrir utan fótboltann í tæp þrjú ár snýr Andrea Pirlo aftur. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni. 30. júní 2020 16:30 Buffon og Chiellini neita einfaldlega að hætta Svo virðist sem Gianluigi Buffon neiti að leggja hanskana á hilluna fyrr en hann vinnur Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af gamla brýninu Georgio Chiellini 29. júní 2020 20:00 Barcelona og Juventus að klára leikmannaskipti Brasilíski miðjumaðurinn Arthur gekkst undir læknisskoðun hjá ítalska meistaraliðinu Juventus í gær. Á sama tíma var Miralem Pjanic að gera nákvæmlega það sama í Barcelona. 29. júní 2020 07:00 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Juventus vann 1-3 sigur á Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Paulo Dybala, Cristiano Ronaldo og Douglas Costa skoruðu mörkin sem voru öll í glæsilegri kantinum. Talsverð pressa var á Juventus fyrir leikinn í gær því fyrr um kvöldið minnkaði Lazio forskot liðsins á toppi deildarinnar niður í eitt stig með 1-2 sigri á Torino. Leikmönnum Juventus tókst ekki að koma boltanum framhjá Mattia Perin, markverði Genoa, í fyrri hálfleiknum í gær. En á 50. mínútu braut Dybala ísinn. Argentínumaðurinn dansaði þá framhjá varnarmönnum Genoa og skaut boltanum í fjærhornið. Perrin var með hönd á bolta en það dugði ekki til. Sex mínútum síðar kom Ronaldo Juventus tveimur mörkum yfir með frábæru skoti af löngu færi. Þetta var 24. mark Portúgalans í 25 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Ciro Immobile, framherji Lazio, hefur skorað fleiri mörk (29). Douglas Costa kom inn á sem varamaður í liði Juventus á 66. mínútu. Sjö mínútum síðar mundaði hann vinstri fótinn fyrir utan vítateig og sneri boltann upp í fjærhornið. Andrea Pinamonti minnkaði muninn í 1-3 á 76. mínútu en nær komst Genoa ekki. Liðið er í 17. sæti deildarinnar með 29 stig, einu stigi frá fallsæti. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppnum. Bæði lið eiga níu leiki eftir. Þau mætast innbyrðis á Allianz vellinum í Tórínó 20. júlí. Mörkin úr leik Genoa og Juventus má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sigurganga Juventus heldur áfram
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Toppliðin unnu bæði á Ítalíu Juventus vann leik sinn gegn Genoa og heldur því fjögurra stiga forystu sinni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. 30. júní 2020 21:50 Pirlo snýr aftur til Juventus Eftir að hafa verið fyrir utan fótboltann í tæp þrjú ár snýr Andrea Pirlo aftur. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni. 30. júní 2020 16:30 Buffon og Chiellini neita einfaldlega að hætta Svo virðist sem Gianluigi Buffon neiti að leggja hanskana á hilluna fyrr en hann vinnur Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af gamla brýninu Georgio Chiellini 29. júní 2020 20:00 Barcelona og Juventus að klára leikmannaskipti Brasilíski miðjumaðurinn Arthur gekkst undir læknisskoðun hjá ítalska meistaraliðinu Juventus í gær. Á sama tíma var Miralem Pjanic að gera nákvæmlega það sama í Barcelona. 29. júní 2020 07:00 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Toppliðin unnu bæði á Ítalíu Juventus vann leik sinn gegn Genoa og heldur því fjögurra stiga forystu sinni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. 30. júní 2020 21:50
Pirlo snýr aftur til Juventus Eftir að hafa verið fyrir utan fótboltann í tæp þrjú ár snýr Andrea Pirlo aftur. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni. 30. júní 2020 16:30
Buffon og Chiellini neita einfaldlega að hætta Svo virðist sem Gianluigi Buffon neiti að leggja hanskana á hilluna fyrr en hann vinnur Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af gamla brýninu Georgio Chiellini 29. júní 2020 20:00
Barcelona og Juventus að klára leikmannaskipti Brasilíski miðjumaðurinn Arthur gekkst undir læknisskoðun hjá ítalska meistaraliðinu Juventus í gær. Á sama tíma var Miralem Pjanic að gera nákvæmlega það sama í Barcelona. 29. júní 2020 07:00