Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2020 21:35 Helgi Valur var borinn af velli í kvöld. Vísir/Vilhelm Helgi Valur Daníelsson – elsti útispilandi leikmaður Pepsi Max deildarinnar – meiddist mjög illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. Hinn 39 ára gamli Helgi Valur fór í návígi við Bjarka Leósson í upphafi síðari hálfleiks. Boltinn var á milli þeirra en strax var ljóst að Helgi var sárþjáður og þurft að bera miðjumanninn margreynda af velli. Ef meiðslin eru jafn slæm og við fyrstu sýn má reikna með að Helgi spili ekki meira á þessu tímabili. „Þetta er bara alveg skelfilegt og miðað við fréttirnar virðist hann vera brotinn og bara hræðilegt að missa hann. Þetta er bara tækling sem þeir fara í, svona gerist stundum, þetta var ekkert viljaverk eða neitt þannig. En bara hræðilegt. Hann verður væntanlega frá í langan tíma en vonandi kemur hann sterkur til baka,“ sagði Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis, eftir leik. Helgi Valur snéri aftur í íslenska boltann fyrir síðasta sumar eftir að hafa lagt skóna á hilluna nokkrum árum áður. Tók hann slaginn með sínu gamla félagi Fylki og lék alls 20 deildarleiki síðasta sumar. Hann byrjaði þessa leiktíð einnig af krafti og því mikill missir fyrir Fylki og Pepsi Max deildina ef Helgi verður ekki meira með á þessari leiktíð. Hvort þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum verður ósagt látið en við vonum að Helgi snúi aftur eins fljótt og auðið er. Inn á fyrir Helga Val kom Ólafur Ingi Skúlason og hjálpaði hann Fylki að vinna sinn fyrsta sigur í sumar. Lokatölur 2-0 í Árbænum þökk sé mörkum og Fylkismenn komnir á blað í Pepsi Max deildinni. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Helgi Valur Daníelsson – elsti útispilandi leikmaður Pepsi Max deildarinnar – meiddist mjög illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. Hinn 39 ára gamli Helgi Valur fór í návígi við Bjarka Leósson í upphafi síðari hálfleiks. Boltinn var á milli þeirra en strax var ljóst að Helgi var sárþjáður og þurft að bera miðjumanninn margreynda af velli. Ef meiðslin eru jafn slæm og við fyrstu sýn má reikna með að Helgi spili ekki meira á þessu tímabili. „Þetta er bara alveg skelfilegt og miðað við fréttirnar virðist hann vera brotinn og bara hræðilegt að missa hann. Þetta er bara tækling sem þeir fara í, svona gerist stundum, þetta var ekkert viljaverk eða neitt þannig. En bara hræðilegt. Hann verður væntanlega frá í langan tíma en vonandi kemur hann sterkur til baka,“ sagði Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis, eftir leik. Helgi Valur snéri aftur í íslenska boltann fyrir síðasta sumar eftir að hafa lagt skóna á hilluna nokkrum árum áður. Tók hann slaginn með sínu gamla félagi Fylki og lék alls 20 deildarleiki síðasta sumar. Hann byrjaði þessa leiktíð einnig af krafti og því mikill missir fyrir Fylki og Pepsi Max deildina ef Helgi verður ekki meira með á þessari leiktíð. Hvort þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum verður ósagt látið en við vonum að Helgi snúi aftur eins fljótt og auðið er. Inn á fyrir Helga Val kom Ólafur Ingi Skúlason og hjálpaði hann Fylki að vinna sinn fyrsta sigur í sumar. Lokatölur 2-0 í Árbænum þökk sé mörkum og Fylkismenn komnir á blað í Pepsi Max deildinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira