Tuttugu ár síðan Hollendingar klúðruðu fimm vítum í undanúrslitum á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2020 19:30 Francesco Toldo varði hvorki fleiri né færri en þrjár vítaspyrnur í leik Ítalíu og Hollands í undanúrslitum EM 2000. vísir/getty Í dag, 29. júní, eru 20 ár frá frægum leik Ítalíu og Hollands í undanúrslitum Evrópumótsins 2000. Hollendingar féllu úr leik eftir að hafa klúðrað fimm vítaspyrnum í leiknum, tveimur í venjulegum leiktíma og þremur í vítakeppninni sem Ítalir unnu, 3-1. Fyrri undanúrslitaleikurinn fór fram í Brussel daginn áður. Þar unnu Frakkar Portúgali, 2-1, á dramatískan hátt í framlengingu. Seinni undanúrslitaleikurinn fór fram í Amsterdam og þóttu Hollendingar sigurstranglegri. Þeir höfðu unnið alla fjóra leiki sína á EM með markatölunni 13-3 og voru á heimavelli. Hollendingar sóttu linnulítið í leiknum. Dennis Bergkamp skaut í stöng áður en Gianluca Zambrotta fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann fékk bæði spjöldin fyrir að brjóta á Boudewijn Zenden. Francesco Totti skoraði á eftirminnilegan hátt í vítakeppninni.vísir/getty Skömmu fyrir hálfleik fékk Holland vítaspyrnu eftir að Alessandro Nesta togaði í treyju Patricks Kluivert. Frank de Boer, fyrirliði Hollendinga, fór á punktinn en Francesco Toldo varði spyrnu hans. Eftir klukkutíma leik fékk Holland annað víti eftir Mark Iuliano felldi Edgar Davids. Að þessu sinni steig Kluivert fram en skaut í stöng. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og staðan var enn markalaus eftir framlengingu. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Þar héldu ófarir Hollands áfram. watch on YouTube Luigi Di Biagio og Gianluca Pessotto skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum Ítala en tvær fyrstu spyrnur Hollendinga fóru forgörðum. Toldo varði aftur frá De Boer og Jaap Stam sendi boltann á sporbaug um jörðu. Í þriðja víti Ítalíu vippaði Francesco Totti boltanum á mitt markið og kom Ítalíu í 3-0. Kluivert varð því að skora úr næsta víti Hollands sem og hann gerði. Edwin van der Sar hélt vonum Hollendinga á lífi þegar hann varði fjórðu spyrnu Ítala frá fyrirliðanum Paolo Maldini. Paul Bosvelt fór næstur á punktinn en Toldo varði og tryggði Ítalíu sæti í úrslitaleiknum. Hann varði alls þrjú víti í leiknum sem var sá eftirminnilegasti á hans ferli. Toldo ver frá Bosveldt.vísir/getty Toldo, sem var á þessum tíma markvörður Fiorentina, hefði að öllu eðlilegu ekki spilað á EM en fékk tækifæri vegna meiðsla Gianluigis Buffon og greip það með báðum höndum. Ítalía var hársbreidd frá því að verða Evrópumeistari en þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegum leiktíma í úrslitaleiknum þegar Sylvain Wiltord jafnaði fyrir Frakkland. David Trezeguet skoraði svo sigurmarkið í framlengingu. Fótbolti Einu sinni var... Holland Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Í dag, 29. júní, eru 20 ár frá frægum leik Ítalíu og Hollands í undanúrslitum Evrópumótsins 2000. Hollendingar féllu úr leik eftir að hafa klúðrað fimm vítaspyrnum í leiknum, tveimur í venjulegum leiktíma og þremur í vítakeppninni sem Ítalir unnu, 3-1. Fyrri undanúrslitaleikurinn fór fram í Brussel daginn áður. Þar unnu Frakkar Portúgali, 2-1, á dramatískan hátt í framlengingu. Seinni undanúrslitaleikurinn fór fram í Amsterdam og þóttu Hollendingar sigurstranglegri. Þeir höfðu unnið alla fjóra leiki sína á EM með markatölunni 13-3 og voru á heimavelli. Hollendingar sóttu linnulítið í leiknum. Dennis Bergkamp skaut í stöng áður en Gianluca Zambrotta fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann fékk bæði spjöldin fyrir að brjóta á Boudewijn Zenden. Francesco Totti skoraði á eftirminnilegan hátt í vítakeppninni.vísir/getty Skömmu fyrir hálfleik fékk Holland vítaspyrnu eftir að Alessandro Nesta togaði í treyju Patricks Kluivert. Frank de Boer, fyrirliði Hollendinga, fór á punktinn en Francesco Toldo varði spyrnu hans. Eftir klukkutíma leik fékk Holland annað víti eftir Mark Iuliano felldi Edgar Davids. Að þessu sinni steig Kluivert fram en skaut í stöng. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og staðan var enn markalaus eftir framlengingu. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Þar héldu ófarir Hollands áfram. watch on YouTube Luigi Di Biagio og Gianluca Pessotto skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum Ítala en tvær fyrstu spyrnur Hollendinga fóru forgörðum. Toldo varði aftur frá De Boer og Jaap Stam sendi boltann á sporbaug um jörðu. Í þriðja víti Ítalíu vippaði Francesco Totti boltanum á mitt markið og kom Ítalíu í 3-0. Kluivert varð því að skora úr næsta víti Hollands sem og hann gerði. Edwin van der Sar hélt vonum Hollendinga á lífi þegar hann varði fjórðu spyrnu Ítala frá fyrirliðanum Paolo Maldini. Paul Bosvelt fór næstur á punktinn en Toldo varði og tryggði Ítalíu sæti í úrslitaleiknum. Hann varði alls þrjú víti í leiknum sem var sá eftirminnilegasti á hans ferli. Toldo ver frá Bosveldt.vísir/getty Toldo, sem var á þessum tíma markvörður Fiorentina, hefði að öllu eðlilegu ekki spilað á EM en fékk tækifæri vegna meiðsla Gianluigis Buffon og greip það með báðum höndum. Ítalía var hársbreidd frá því að verða Evrópumeistari en þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegum leiktíma í úrslitaleiknum þegar Sylvain Wiltord jafnaði fyrir Frakkland. David Trezeguet skoraði svo sigurmarkið í framlengingu.
Fótbolti Einu sinni var... Holland Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn