Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 27. júní 2020 08:47 Bandarískur hermaður á flugi yfir Kabúl, höfuðborg Afganistan. Getty/Jonathan Ernst Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Leyniþjónustur Bandaríkjanna komust á snoðir um verðlaunin fyrir nokkrum mánuðum síðan og mun mikil umræða um möguleg viðbrögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Nokkrar tillögur hafa verið lagðar fram, eins og að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að senda erindreka til landsins sem eiga að krefjast þess að Rússar hætti þessum verðlaunaveitingum. Ríkisstjórnin hefur þó ekki tekið ákvörðun enn. Vendingarnar voru þó kynntar Trump og þjóðaröryggisráðinu í mars. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Samkvæmt frétt New York Times, sem sagði fyrst frá verðlaununum, er þetta í mögulega í fyrsta sinn sem vitað er að rússneskir njósnarar hafi skipulagt eða ýtt undir árásir á hermenn vestrænna ríkja. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði NYT að ríkisstjórn Pútín hefði ekki borist þessar ásakanir. Brugðist yrði við þeim ef og þegar þær berast. Zabihullah Mujahid, einn talsmanna Talibana, sagði ekkert til í þessum ásökunum og sagði frétt NYT tilraun til að varpa rýrð á Talibana. „Það er ekkert til í að við eigum í slíku sambandi við rússneska leyniþjónustu. Launmorð okkar hafa staðið yfir um árabil og við höfum framið þau af eigin burðum. Það breyttist eftir samkomulag okkar við Bandaríkin og líf þeirra eru örugg. Við ráðumst ekki á þá,“ sagði Mujahid. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Blaðamenn Washington Post hafa einnig staðfest frétt NYT um þessa niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Í frétt miðilsins segir að fregnirnar muni án efa valda usla í þinghúsi Bandaríkjanna og þingmenn muni krefjast upplýsinga um af hverju ekkert hafi verið aðhafst vegna þessa. Bandaríkin Rússland Afganistan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Leyniþjónustur Bandaríkjanna komust á snoðir um verðlaunin fyrir nokkrum mánuðum síðan og mun mikil umræða um möguleg viðbrögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Nokkrar tillögur hafa verið lagðar fram, eins og að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að senda erindreka til landsins sem eiga að krefjast þess að Rússar hætti þessum verðlaunaveitingum. Ríkisstjórnin hefur þó ekki tekið ákvörðun enn. Vendingarnar voru þó kynntar Trump og þjóðaröryggisráðinu í mars. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Samkvæmt frétt New York Times, sem sagði fyrst frá verðlaununum, er þetta í mögulega í fyrsta sinn sem vitað er að rússneskir njósnarar hafi skipulagt eða ýtt undir árásir á hermenn vestrænna ríkja. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði NYT að ríkisstjórn Pútín hefði ekki borist þessar ásakanir. Brugðist yrði við þeim ef og þegar þær berast. Zabihullah Mujahid, einn talsmanna Talibana, sagði ekkert til í þessum ásökunum og sagði frétt NYT tilraun til að varpa rýrð á Talibana. „Það er ekkert til í að við eigum í slíku sambandi við rússneska leyniþjónustu. Launmorð okkar hafa staðið yfir um árabil og við höfum framið þau af eigin burðum. Það breyttist eftir samkomulag okkar við Bandaríkin og líf þeirra eru örugg. Við ráðumst ekki á þá,“ sagði Mujahid. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Blaðamenn Washington Post hafa einnig staðfest frétt NYT um þessa niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Í frétt miðilsins segir að fregnirnar muni án efa valda usla í þinghúsi Bandaríkjanna og þingmenn muni krefjast upplýsinga um af hverju ekkert hafi verið aðhafst vegna þessa.
Bandaríkin Rússland Afganistan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira