Eldsvoði á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2020 15:28 Mikill eldur logaði enn í húsinu nú skömmu eftir fjögur. Vísir/vilhelm Íbúðarhús á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs varð alelda nú á fjórða tímanum í dag. Fjórir voru fluttir á slysadeild. Þá voru að minnsta kosti þrír handteknir við húsið og leiddir upp í lögreglubíla. Enn lagði mikinn reyk frá húsinu nú skömmu fyrir klukkan fimm en enginn sjáanlegur eldur logaði. Tilkynning barst um eldinn á fjórða tímanum og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sent á vettvang. Húsið varð fljótt alelda og steig mikill reykur upp frá því og yfir nærliggjandi hverfi. Eldtungur stigu jafnframt út um glugga og gera má ráð fyrir að húsið sé alveg ónýtt. Allt tiltækt lið slökkvliðsins er á vettvangi.Vísir/vilhelm Líkt og áður segir voru fjórir fluttir á slysadeild frá vettvangi brunans en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra. Samkvæmt frásögnum sjónarvotta á vettvangi hafa jafnframt einhverjir verið handteknir. Að minnsta kosti einn maður var settur í handjárn og leiddur brott af lögreglu nú á fjórða tímanum, samkvæmt myndum sem fréttastofu hafa borist. Í frétt RÚV segir að í það minnsta þrír hafi verið leiddir út úr húsinu í handjárnum um klukkan hálf fjögur. Lögregla leiðir mann upp í lögreglubíl á vettvangi brunans.Hlynur Helgi Sjónarvottur sem fréttastofa ræddi við lýsti því að kona hefði stokkið út um glugga á húsinu og virðist hafa lent í ruslagámi sem þar var. Ljósmyndari Vísis á vettvangi nú skömmu fyrir fimm segir að enn leggi mikinn reyk frá húsinu en enginn eldur sé lengur sjáanlegur. Þá eru slökkviliðsmenn nú byrjaðir að rjúfa veggi og fara í gegnum rústirnar. Lögregla segir í tilkynningu að nágrannar séu hvattir til að loka gluggum vegna reyks sem berst frá húsinu. Þá er fólk beðið um að halda sig fjarri meðan slökkvilið og lögregla eru að störfum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:00. Sprautað á eldglæringar.Vísir/vilhelm Enn rauk úr glugga í risinu nú á fimmta tímanum.Vísir/vilhelm Allt tiltækt lið slökkviliðsins er á vettvangi.Vísir/Frikki Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira
Íbúðarhús á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs varð alelda nú á fjórða tímanum í dag. Fjórir voru fluttir á slysadeild. Þá voru að minnsta kosti þrír handteknir við húsið og leiddir upp í lögreglubíla. Enn lagði mikinn reyk frá húsinu nú skömmu fyrir klukkan fimm en enginn sjáanlegur eldur logaði. Tilkynning barst um eldinn á fjórða tímanum og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sent á vettvang. Húsið varð fljótt alelda og steig mikill reykur upp frá því og yfir nærliggjandi hverfi. Eldtungur stigu jafnframt út um glugga og gera má ráð fyrir að húsið sé alveg ónýtt. Allt tiltækt lið slökkvliðsins er á vettvangi.Vísir/vilhelm Líkt og áður segir voru fjórir fluttir á slysadeild frá vettvangi brunans en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra. Samkvæmt frásögnum sjónarvotta á vettvangi hafa jafnframt einhverjir verið handteknir. Að minnsta kosti einn maður var settur í handjárn og leiddur brott af lögreglu nú á fjórða tímanum, samkvæmt myndum sem fréttastofu hafa borist. Í frétt RÚV segir að í það minnsta þrír hafi verið leiddir út úr húsinu í handjárnum um klukkan hálf fjögur. Lögregla leiðir mann upp í lögreglubíl á vettvangi brunans.Hlynur Helgi Sjónarvottur sem fréttastofa ræddi við lýsti því að kona hefði stokkið út um glugga á húsinu og virðist hafa lent í ruslagámi sem þar var. Ljósmyndari Vísis á vettvangi nú skömmu fyrir fimm segir að enn leggi mikinn reyk frá húsinu en enginn eldur sé lengur sjáanlegur. Þá eru slökkviliðsmenn nú byrjaðir að rjúfa veggi og fara í gegnum rústirnar. Lögregla segir í tilkynningu að nágrannar séu hvattir til að loka gluggum vegna reyks sem berst frá húsinu. Þá er fólk beðið um að halda sig fjarri meðan slökkvilið og lögregla eru að störfum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:00. Sprautað á eldglæringar.Vísir/vilhelm Enn rauk úr glugga í risinu nú á fimmta tímanum.Vísir/vilhelm Allt tiltækt lið slökkviliðsins er á vettvangi.Vísir/Frikki
Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira