Hallgrímur mögulega með slitið krossband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 14:50 Hallgrímur mun að öllum líkindum ekki spila meira með KA á þessu ári. Vísir/Kaffið Í gær mættust KA og Leiknir Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. KA vann leikinn örugglega 6-0 en Leiknismenn fengu tvö rauð spjöld á sömu mínútunni þegar hálftími var liðinn. Eftir það var þetta leikur kattarins að músinni. KA menn eru þó ekki hoppandi kátir með sigurinn enda slasaðist Hallgrímur Jónasson þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og óttast þessi sterki varnarmaður að krossband í hné sé slitið. „Ég stóð í fótinn þegar hann lendir á mér og hnéið fór í yfirréttu. Hann rann á mig og straujaði mig mig svona ofarlega. Það eru allar líkur á því að krossbandið sé slitið en ég fæ það staðfest eftir að ég kemst í segulómun,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Mbl.is. Leikmaðurinn sem lenti á Hallgrími var Sólon Breki Leifsson. Hann fékk gult spjald fyrir brotið og svo annað fyrir samskonar brot tæpum tíu mínútum síðar. Þá rann hann einnig er hann ætlaði að pressa Kristijan Jajalo, markvörð KA. Einkar klaufaleg brot hjá Sóloni Breka og svo virðist sem tímabilinu sé lokið hjá Hallgrími. Hallgrímur Jónasson kom heim úr atvinnumennsku síðla árs 2017 og hefur leikið með KA síðan. Hefur hann glímt við meiðsli frá því hann kom heim en sumarið 2018 lék hann 14 deildarleiki og á síðasta tímabili náði hann aðeins 12 leikjum. Ef Hallgrímur hefur rétt fyrir sér með krossbandið er ljóst að leikirnir verða aðeins tveir á þessu tímabili. Hinn 34 ára gamli Hallgrímur var atvinnumaður til fjölda ára. Alls hefur hann leikið 16 leiki með A-landsliði Íslands og gert í þeim þrjú mörk. Þar á meðal tvö í frægu 5-3 tapi Íslands í Portúgal árið 2011. Íslenski boltinn Fótbolti Mjólkurbikarinn KA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Í gær mættust KA og Leiknir Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. KA vann leikinn örugglega 6-0 en Leiknismenn fengu tvö rauð spjöld á sömu mínútunni þegar hálftími var liðinn. Eftir það var þetta leikur kattarins að músinni. KA menn eru þó ekki hoppandi kátir með sigurinn enda slasaðist Hallgrímur Jónasson þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og óttast þessi sterki varnarmaður að krossband í hné sé slitið. „Ég stóð í fótinn þegar hann lendir á mér og hnéið fór í yfirréttu. Hann rann á mig og straujaði mig mig svona ofarlega. Það eru allar líkur á því að krossbandið sé slitið en ég fæ það staðfest eftir að ég kemst í segulómun,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Mbl.is. Leikmaðurinn sem lenti á Hallgrími var Sólon Breki Leifsson. Hann fékk gult spjald fyrir brotið og svo annað fyrir samskonar brot tæpum tíu mínútum síðar. Þá rann hann einnig er hann ætlaði að pressa Kristijan Jajalo, markvörð KA. Einkar klaufaleg brot hjá Sóloni Breka og svo virðist sem tímabilinu sé lokið hjá Hallgrími. Hallgrímur Jónasson kom heim úr atvinnumennsku síðla árs 2017 og hefur leikið með KA síðan. Hefur hann glímt við meiðsli frá því hann kom heim en sumarið 2018 lék hann 14 deildarleiki og á síðasta tímabili náði hann aðeins 12 leikjum. Ef Hallgrímur hefur rétt fyrir sér með krossbandið er ljóst að leikirnir verða aðeins tveir á þessu tímabili. Hinn 34 ára gamli Hallgrímur var atvinnumaður til fjölda ára. Alls hefur hann leikið 16 leiki með A-landsliði Íslands og gert í þeim þrjú mörk. Þar á meðal tvö í frægu 5-3 tapi Íslands í Portúgal árið 2011.
Íslenski boltinn Fótbolti Mjólkurbikarinn KA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00