Spyr hvort ríkisstjórnin sé sátt við áherslur Lilju í jafnréttismálum Sylvía Hall skrifar 25. júní 2020 13:48 Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kallar eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til dómsmáls sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra hefur höfðað til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Hönnu Katrínar á Facebook. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði í lok maí að Lilja hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, kærði ráðninguna og taldi kærunefndin að ráðherra hefði vanmetið hana í samanburði við Pál. Til þess að hægt verði að ógilda úrskurðinn þarf ráðherra að höfða mál gegn Hafdísi sjálfri, sem kærði ráðninguna. Hanna Katrín segir það tíðindi að menntamálaráðherra kjósi að fara þessa leið og spyr hver afstaða forsætisráðherra sé. „Ég velti því fyrir mér hvort þessi ákvörðun hafi verið rædd í ríkisstjórn og hver sé afstaða Katrínar Jakobsdóttur til dómsmálsins. Forsætisráðherra fer með jafnréttismál eftir að hafa tekið málaflokkinn til sín í upphafi kjörtímabilsins, vafalítið til að gera jafnréttismálum sérstaklega hátt undir höfði,“ skrifar Hanna Katrín. Segir Lilju ekki hafa mætt í fyrirspurnatíma eftir að málið kom upp Hanna Katrín spurði forsætisráðherra um málið daginn sem það kom upp, eða 2. júní síðastliðinn. Menntamálaráðherra hafi ekki verið í þingsal þann daginn en forsætisráðherra sagði hana þurfa að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum í málinu, og að hún myndi að öllum líkindum svara í þingsal síðar. „Sú spá forsætisráðherra hefur því miður ekki gengið eftir,“ skrifar Hanna Katrín og segir Lilju ekki hafa mætt í fyrirspurnatíma þingmanna eftir að málið kom upp. „Menntamálaráðherra hefur síðustu vikurnar vissulega verið að störfum í ráðuneyti sínu. Hún situr ríkisstjórnarfundi og fréttir eru af störfum hennar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Menntamálaráðherra sést jafnframt í þinghúsinu, t.d. á þingflokksfundum Framsóknar. Hún hefur bara ekki mætt í þingsal í fyrirspurnatíma þingmanna eftir að þetta mál kom upp.“ Hún segir enn mörgum spurningum ósvarað í málinu. Þó sé stærsta spurningin hvort þetta samræmist stefnu ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. „Ríkir sátt í ríkisstjórninni um þessar áherslur í jafnréttismálum?“ spyr Hanna Katrín að lokum. Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kallar eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til dómsmáls sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra hefur höfðað til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Hönnu Katrínar á Facebook. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði í lok maí að Lilja hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, kærði ráðninguna og taldi kærunefndin að ráðherra hefði vanmetið hana í samanburði við Pál. Til þess að hægt verði að ógilda úrskurðinn þarf ráðherra að höfða mál gegn Hafdísi sjálfri, sem kærði ráðninguna. Hanna Katrín segir það tíðindi að menntamálaráðherra kjósi að fara þessa leið og spyr hver afstaða forsætisráðherra sé. „Ég velti því fyrir mér hvort þessi ákvörðun hafi verið rædd í ríkisstjórn og hver sé afstaða Katrínar Jakobsdóttur til dómsmálsins. Forsætisráðherra fer með jafnréttismál eftir að hafa tekið málaflokkinn til sín í upphafi kjörtímabilsins, vafalítið til að gera jafnréttismálum sérstaklega hátt undir höfði,“ skrifar Hanna Katrín. Segir Lilju ekki hafa mætt í fyrirspurnatíma eftir að málið kom upp Hanna Katrín spurði forsætisráðherra um málið daginn sem það kom upp, eða 2. júní síðastliðinn. Menntamálaráðherra hafi ekki verið í þingsal þann daginn en forsætisráðherra sagði hana þurfa að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum í málinu, og að hún myndi að öllum líkindum svara í þingsal síðar. „Sú spá forsætisráðherra hefur því miður ekki gengið eftir,“ skrifar Hanna Katrín og segir Lilju ekki hafa mætt í fyrirspurnatíma þingmanna eftir að málið kom upp. „Menntamálaráðherra hefur síðustu vikurnar vissulega verið að störfum í ráðuneyti sínu. Hún situr ríkisstjórnarfundi og fréttir eru af störfum hennar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Menntamálaráðherra sést jafnframt í þinghúsinu, t.d. á þingflokksfundum Framsóknar. Hún hefur bara ekki mætt í þingsal í fyrirspurnatíma þingmanna eftir að þetta mál kom upp.“ Hún segir enn mörgum spurningum ósvarað í málinu. Þó sé stærsta spurningin hvort þetta samræmist stefnu ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. „Ríkir sátt í ríkisstjórninni um þessar áherslur í jafnréttismálum?“ spyr Hanna Katrín að lokum.
Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira
Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42
Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21