Byrja að fljúga Íslendingum til Alicante og Tenerife í júlí Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2020 13:08 Alicante á Spáni hefur löngum verið einn vinsælasti áfangastaðurinn meðal íslenskra ferðalanga. Vísir/getty Beint áætlunarflug frá Íslandi til Alicante og Tenerife á Spáni hefst á ný í júlí. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita bjóða upp á ferðir til umræddra áfangastaða en engar slíkar ferðir eru enn í boði hjá Heimsferðum. Þegar er uppselt í fyrstu ferð Vita til Alicante. Spánn opnaði landamæri sín fyrir ferðamönnum innan Evrópu 21. júní síðastliðinn og þurfa þeir sem þangað koma ekki að sæta sóttkví við komuna til landsins. Þá hafa fyrirtæki víða byrjað að opna dyr sínar á ný eftir faraldur kórónuveiru. Sama þróun hefur verið uppi á teningnum í öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar flykkjast iðulega til Spánar yfir sumartímann, og raunar allt árið um kring, en ekki hefur verið flogið þangað síðustu mánuði vegna faraldursins. Viðskiptavinir íslensku ferðaskrifstofanna hafa þannig fjölmargir orðið af ferðum sem voru á dagskrá nú á vormánuðum. Þegar fullt í fyrstu ferð til Alicante En biðin er senn á enda. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita munu bjóða upp á vikulegar ferðir til Alicante og Tenerife með beinu flugi Icelandair frá því um miðjan júlí. Fyrsta ferð til Tenerife hjá báðum ferðaskrifstofum verður farin 11. júlí og flogið verður til Alicante tveimur dögum síðar hjá báðum, 13. júlí. Fyrst um sinn verður flogið einu sinni í viku til hvors áfangastaðar um sig og verður sá háttur hafður á hjá bæði Úrval útsýn og Vita. „Viðtökur hafa nú þegar verið góðar og höfum við verið að vinna hörðum höndum við að bjóða viðskiptavinum okkar tilboð í draumaferðina sína í sumar og haust,“ segir í tilkynningu Úrvals útsýnar um málið. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA.Vísir Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri Vita segir í samtali við Vísi að þegar sé orðið uppbókað í fyrstu ferð til Alicante. Margir sem hafi átt bókaðar ferðir sem aflýst var í faraldrinum hafi valið að fara í sínar ferðir nú þegar áætlunarflug hefjist á ný. „Við höfum boðið fólki að færa sig og ef það vill ekki fara höfum við líka boðið upp á endurgreiðslu, en margir voru að reyna að komast út strax,“ segir Þráinn. Þá er áætlað að hefja frekara flug í haust, til að mynda til Kanarí í október. Einhver bið verður þó á utanlandsferðum hjá Heimsferðum en samkvæmt heimasíðu ferðaskrifstofunnar eru engar ferðir á dagskrá hjá henni fyrr en í september. Jón Karl Ólafsson stjórnarformaður Heimsferða segir í samtali við Túrista, sem greindi frá Spánarfluginu á vef sínum í dag, að eftirspurn sé ekki mikil nú á meðan óvissa ríkir vegna faraldursins. Möguleiki sé þó á að bæta við ferðum með stuttum fyrirvara, að því gefnu að eftirspurn aukist á næstu dögum og vikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Spánn Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Beint áætlunarflug frá Íslandi til Alicante og Tenerife á Spáni hefst á ný í júlí. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita bjóða upp á ferðir til umræddra áfangastaða en engar slíkar ferðir eru enn í boði hjá Heimsferðum. Þegar er uppselt í fyrstu ferð Vita til Alicante. Spánn opnaði landamæri sín fyrir ferðamönnum innan Evrópu 21. júní síðastliðinn og þurfa þeir sem þangað koma ekki að sæta sóttkví við komuna til landsins. Þá hafa fyrirtæki víða byrjað að opna dyr sínar á ný eftir faraldur kórónuveiru. Sama þróun hefur verið uppi á teningnum í öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar flykkjast iðulega til Spánar yfir sumartímann, og raunar allt árið um kring, en ekki hefur verið flogið þangað síðustu mánuði vegna faraldursins. Viðskiptavinir íslensku ferðaskrifstofanna hafa þannig fjölmargir orðið af ferðum sem voru á dagskrá nú á vormánuðum. Þegar fullt í fyrstu ferð til Alicante En biðin er senn á enda. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita munu bjóða upp á vikulegar ferðir til Alicante og Tenerife með beinu flugi Icelandair frá því um miðjan júlí. Fyrsta ferð til Tenerife hjá báðum ferðaskrifstofum verður farin 11. júlí og flogið verður til Alicante tveimur dögum síðar hjá báðum, 13. júlí. Fyrst um sinn verður flogið einu sinni í viku til hvors áfangastaðar um sig og verður sá háttur hafður á hjá bæði Úrval útsýn og Vita. „Viðtökur hafa nú þegar verið góðar og höfum við verið að vinna hörðum höndum við að bjóða viðskiptavinum okkar tilboð í draumaferðina sína í sumar og haust,“ segir í tilkynningu Úrvals útsýnar um málið. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA.Vísir Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri Vita segir í samtali við Vísi að þegar sé orðið uppbókað í fyrstu ferð til Alicante. Margir sem hafi átt bókaðar ferðir sem aflýst var í faraldrinum hafi valið að fara í sínar ferðir nú þegar áætlunarflug hefjist á ný. „Við höfum boðið fólki að færa sig og ef það vill ekki fara höfum við líka boðið upp á endurgreiðslu, en margir voru að reyna að komast út strax,“ segir Þráinn. Þá er áætlað að hefja frekara flug í haust, til að mynda til Kanarí í október. Einhver bið verður þó á utanlandsferðum hjá Heimsferðum en samkvæmt heimasíðu ferðaskrifstofunnar eru engar ferðir á dagskrá hjá henni fyrr en í september. Jón Karl Ólafsson stjórnarformaður Heimsferða segir í samtali við Túrista, sem greindi frá Spánarfluginu á vef sínum í dag, að eftirspurn sé ekki mikil nú á meðan óvissa ríkir vegna faraldursins. Möguleiki sé þó á að bæta við ferðum með stuttum fyrirvara, að því gefnu að eftirspurn aukist á næstu dögum og vikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Spánn Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira