Ekki lengur varað við ferðum til opinna Evrópuríkja Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 16:48 Ríkisstjórnin gaf út ferðaráðleggingar til Íslendinga vegna kórónuveirunnar þann 14. mars síðastliðinn. Lítil umferð hefur verið um Keflavíkurflugvöll vegna faraldursins síðustu mánuði. Vísir/Vilhelm Íslendingum er ekki lengur ráðið frá ónauðsynlegum ferðum til þeirra ríkja Evrópu sem þeir mega ferðast til án sérstakra skilyrða. Áfram er Íslendingum þó ráðið frá ónauðsynlegum ferðum utan Evrópu vegna ferðatakmarkana og sóttvarnaákvæða sem þar kunna að vera í gildi. Þetta kemur fram í uppfærðum ferðaráðum til Íslendinga sem gefin voru út í dag. Ríkisstjórnin gaf út ferðaráðleggingar til Íslendinga vegna kórónuveirunnar þann 14. mars síðastliðinn. Þar var Íslendingum ráðið frá ónauðsynlegum ferðalögum til útlanda og þeir sem voru á ferðalagi erlendis voru hvattir til að íhuga að snúa heim. Í kjölfarið aðstoðaði borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins þúsundir Íslendinga á leið þeirra heim til Íslands. Nú þegar faraldurinn er í rénun í Evrópu og landamæri flestra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins hafa opnast Íslendingum hafa þessar ráðleggingar verið endurskoðaðar, með áðurgreindri niðurstöðu. Þá er vakin athygli á því að skilgreining sóttvarnarlæknis á áhættusvæðum vegna smithættu er áfram í gildi, þ.e. öll lönd utan Færeyja og Grænlands eru enn skilgreind sem áhættusvæði. Öllum þeim sem hafa dvalið á áhættusvæðum er skylt að sæta sóttvarnaraðgerðum á landamærum, þ.e. undirgangast skimun við komuna til landsins eða sæta tveggja vikna sóttkví. Í tilkynningu eru Íslendingar beðnir að hafa í huga að aðstæður geta breyst hratt. Flest samstarfsríki Íslands hafi varað við því að ekki verði um heimflutninga að ræða líkt og þegar heimsfaraldurinn skall á snemma árs 2020. Ekki sé gert ráð fyrir að utanríkisþjónustan geti aðstoðað Íslendinga með sama hætti og þá ef aðstæður breytast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Íslendingum er ekki lengur ráðið frá ónauðsynlegum ferðum til þeirra ríkja Evrópu sem þeir mega ferðast til án sérstakra skilyrða. Áfram er Íslendingum þó ráðið frá ónauðsynlegum ferðum utan Evrópu vegna ferðatakmarkana og sóttvarnaákvæða sem þar kunna að vera í gildi. Þetta kemur fram í uppfærðum ferðaráðum til Íslendinga sem gefin voru út í dag. Ríkisstjórnin gaf út ferðaráðleggingar til Íslendinga vegna kórónuveirunnar þann 14. mars síðastliðinn. Þar var Íslendingum ráðið frá ónauðsynlegum ferðalögum til útlanda og þeir sem voru á ferðalagi erlendis voru hvattir til að íhuga að snúa heim. Í kjölfarið aðstoðaði borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins þúsundir Íslendinga á leið þeirra heim til Íslands. Nú þegar faraldurinn er í rénun í Evrópu og landamæri flestra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins hafa opnast Íslendingum hafa þessar ráðleggingar verið endurskoðaðar, með áðurgreindri niðurstöðu. Þá er vakin athygli á því að skilgreining sóttvarnarlæknis á áhættusvæðum vegna smithættu er áfram í gildi, þ.e. öll lönd utan Færeyja og Grænlands eru enn skilgreind sem áhættusvæði. Öllum þeim sem hafa dvalið á áhættusvæðum er skylt að sæta sóttvarnaraðgerðum á landamærum, þ.e. undirgangast skimun við komuna til landsins eða sæta tveggja vikna sóttkví. Í tilkynningu eru Íslendingar beðnir að hafa í huga að aðstæður geta breyst hratt. Flest samstarfsríki Íslands hafi varað við því að ekki verði um heimflutninga að ræða líkt og þegar heimsfaraldurinn skall á snemma árs 2020. Ekki sé gert ráð fyrir að utanríkisþjónustan geti aðstoðað Íslendinga með sama hætti og þá ef aðstæður breytast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira