Aldrei fleiri horft á leik í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 17:45 Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Liverpool mennina Jordan Henderson og Alex Oxlade-Chamberlain í leiknum á Goodison Park í gær. Getty/Tony McArdle Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton náðu að taka stig á móti nágrönnum sínum og verðandi Englandsmeisturum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær en þrátt fyrir markaleysið þá fór leikurinn í sögubækurnar. Leikur Everton og Liverpool setti nýtt met í gær því aldrei hafa fleiri horft á sjónvarpsútsendingu frá leik í ensku úrvalsdeildinni. Alls horfðu 5,5 milljónir á leikinn hjá Sky Sports og Pick TV en mikill áhugi á leikjum helgarinnar varð til þess að gamla metið féll. Metið var orðið átta ára gamalt. Merseyside derby breaks viewing figures on Sky Sports as 5.5m people tune inhttps://t.co/W1hGrpEBHu pic.twitter.com/d89uaDUsc6— Mirror Football (@MirrorFootball) June 22, 2020 Fyrir þessa helgi höfðu mest 4,2 milljónir horft á einn leik í sjónvarpi í Bretlandi en það voru þeir sem horfðu á nágrannaslag Manchester City og Manchester United árið 2012. Vincent Kompany skoraði þá sigurmarkið fyrir Manchester City í 1-0 sigri. Auðvitað hjálpar til að leikur Everton og Liverpool var ekki aðeins sýndur á Sky Sports heldur einnig í opinni dagskrá hjá Pick TV. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir kórónuveirufaraldurinn og svo auðvitað mikill nágrannaslagur milli liða frá sömu borg. Stuðningsmenn félaganna og aðrir þyrstir í fótbolta og ekki gátu þeir mætt á Goodison Park þar sem engir áhorfendur voru leyfðir á leikvöngunum. Liverpool hefði með sigri í leiknum í gær getað séð til þess að liðið ætti möguleika á því að tryggja sér enska meistaratitilinn á Anfield á miðvikudagskvöldið. Eftir þetta jafntefli þá þurfa stuðningsmenn Liverpool þurfa nú að bíða aðeins lengur. Það er mikill áhugi á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að engir áhorfendur séu leyfðir á völlunum sjálfum. 4,5 milljónir horfðu þannig á leik Crystal Palace og Bournemouth á BBC One og iPlayer. Sá leikur fór fram á laugardaginn og var því í raun eigandi metsins í sólarhring eða þangað til að það svo féll með leik Liverpool og Everton. Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton náðu að taka stig á móti nágrönnum sínum og verðandi Englandsmeisturum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær en þrátt fyrir markaleysið þá fór leikurinn í sögubækurnar. Leikur Everton og Liverpool setti nýtt met í gær því aldrei hafa fleiri horft á sjónvarpsútsendingu frá leik í ensku úrvalsdeildinni. Alls horfðu 5,5 milljónir á leikinn hjá Sky Sports og Pick TV en mikill áhugi á leikjum helgarinnar varð til þess að gamla metið féll. Metið var orðið átta ára gamalt. Merseyside derby breaks viewing figures on Sky Sports as 5.5m people tune inhttps://t.co/W1hGrpEBHu pic.twitter.com/d89uaDUsc6— Mirror Football (@MirrorFootball) June 22, 2020 Fyrir þessa helgi höfðu mest 4,2 milljónir horft á einn leik í sjónvarpi í Bretlandi en það voru þeir sem horfðu á nágrannaslag Manchester City og Manchester United árið 2012. Vincent Kompany skoraði þá sigurmarkið fyrir Manchester City í 1-0 sigri. Auðvitað hjálpar til að leikur Everton og Liverpool var ekki aðeins sýndur á Sky Sports heldur einnig í opinni dagskrá hjá Pick TV. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir kórónuveirufaraldurinn og svo auðvitað mikill nágrannaslagur milli liða frá sömu borg. Stuðningsmenn félaganna og aðrir þyrstir í fótbolta og ekki gátu þeir mætt á Goodison Park þar sem engir áhorfendur voru leyfðir á leikvöngunum. Liverpool hefði með sigri í leiknum í gær getað séð til þess að liðið ætti möguleika á því að tryggja sér enska meistaratitilinn á Anfield á miðvikudagskvöldið. Eftir þetta jafntefli þá þurfa stuðningsmenn Liverpool þurfa nú að bíða aðeins lengur. Það er mikill áhugi á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að engir áhorfendur séu leyfðir á völlunum sjálfum. 4,5 milljónir horfðu þannig á leik Crystal Palace og Bournemouth á BBC One og iPlayer. Sá leikur fór fram á laugardaginn og var því í raun eigandi metsins í sólarhring eða þangað til að það svo féll með leik Liverpool og Everton.
Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira