Ótrúlegur Jón Dagur fékk 10 í einkunn | „Besti leikurinn á ferlinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 07:30 Jón Dagur átti leik lífs síns í gær. Vísir/Århus Stiftstidende Ótrúleg frammistaða íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar skilaði honum 10 í einkunn hjá danska vefmiðlinum Århus Stiftstidende í gær. Jón Dagur skoraði þrennu í ótrúlegum 4-3 útisigri AGF á toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Ekki nóg með það heldur lagði Jón Dagur upp sigurmark AGF þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Godmorgen #aarhus. Så' der højdepunkter klar - og mangler du sukker til morgenkaffen, så får her du lige Grønbæks aflevering til Jon ved vores sejrsmål i #fcmagf to gange Alle mål på AGF TV #ksdh https://t.co/venv3QCxzl pic.twitter.com/0ZYVdPOCMp— AGF (@AGFFodbold) June 22, 2020 Jón Dagur fékk eðlilega mikið lof fyrir frammistöðu sína í leiknum enda ekki oft sem menn skora þrennu og hvað þá þegar þeir spila ekki sem framherjar. Lék Jón Dagur á hægri vængnum í 4-3-3 leikkerfi AGF. Á meðan Jón Dagur fékk 10 í einkunn þá voru samherjar hans með á bilinu fjóra til sjö. Jón Dagur var því ekki aðeins besti leikmaður AGF á vellinum í gær, hann var langbesti maðurinn á vellinum. „Það er óhætt að segja að þetta sé minn besti leikur á ferlinum. Annars hefði ég átt að skora fjögur mörk í leiknum, hélt eitt augnablik að ég hefði skorað úr aukaspyrnu,“ sagði Jón Dagur við Århus Stiftstidende eftir leik. „Sigurinn skiptir okkur miklu máli og við sýndum hvað í okkur býr. Við erum með frábæran hóp og sýndum að við gætum unnið alla,“ sagði hann einnig. Mikael Anderson, samherji Jóns í íslenska U21 árs landsliðinu, var fjarri góðu gamni í leiknum en hann hefur spilað stórt hlutverk í liði Midtjylland á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Jón Dagur lék með enska liðinu Fulham áður en hann flutti sig um set til Danmörkur. Hann hefur verið fyrirliði U-21 árs lið Íslands undanfarin ár og á alls 39 leiki fyrir yngri landslið Íslands ásamt þremur A-landsleikjum. Þeir verða eflaust fleiri þegar fram líða stundir. AGF er í góðum málum er varðar möguleika á Evrópusæti en liðið er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 54 stig. Þó töluvert á eftir FC Kaupmannahöfn sem situr í öðru sæti með 61 stig en nokkuð á undan liðunum í fjórða og fimmta sæti. Það eru Nordsjælland og Bröndby, bæði með 45 stig. Midtjylland trónir svo á toppi deildarinnar með 69 stig. Það má til gamans geta að það eru Íslendingar á mála hjá fjórum efstu liðum dönsku úrvalsdeildarinnar en ásamt þeim Jón Degi og Mikael eru varnarmennirnir Ragnar Sigurðsson í FC Kaupmannahöfn og Hjörtur Hermannsson í Bröndby. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland. 21. júní 2020 20:12 Mikael Anderson hluti af Midtjylland-liði sem setti met í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson lék allan leikinn er Midtjylland setti met í dönsku úrvalsdeildinni. 15. júní 2020 11:00 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira
Ótrúleg frammistaða íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar skilaði honum 10 í einkunn hjá danska vefmiðlinum Århus Stiftstidende í gær. Jón Dagur skoraði þrennu í ótrúlegum 4-3 útisigri AGF á toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Ekki nóg með það heldur lagði Jón Dagur upp sigurmark AGF þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Godmorgen #aarhus. Så' der højdepunkter klar - og mangler du sukker til morgenkaffen, så får her du lige Grønbæks aflevering til Jon ved vores sejrsmål i #fcmagf to gange Alle mål på AGF TV #ksdh https://t.co/venv3QCxzl pic.twitter.com/0ZYVdPOCMp— AGF (@AGFFodbold) June 22, 2020 Jón Dagur fékk eðlilega mikið lof fyrir frammistöðu sína í leiknum enda ekki oft sem menn skora þrennu og hvað þá þegar þeir spila ekki sem framherjar. Lék Jón Dagur á hægri vængnum í 4-3-3 leikkerfi AGF. Á meðan Jón Dagur fékk 10 í einkunn þá voru samherjar hans með á bilinu fjóra til sjö. Jón Dagur var því ekki aðeins besti leikmaður AGF á vellinum í gær, hann var langbesti maðurinn á vellinum. „Það er óhætt að segja að þetta sé minn besti leikur á ferlinum. Annars hefði ég átt að skora fjögur mörk í leiknum, hélt eitt augnablik að ég hefði skorað úr aukaspyrnu,“ sagði Jón Dagur við Århus Stiftstidende eftir leik. „Sigurinn skiptir okkur miklu máli og við sýndum hvað í okkur býr. Við erum með frábæran hóp og sýndum að við gætum unnið alla,“ sagði hann einnig. Mikael Anderson, samherji Jóns í íslenska U21 árs landsliðinu, var fjarri góðu gamni í leiknum en hann hefur spilað stórt hlutverk í liði Midtjylland á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Jón Dagur lék með enska liðinu Fulham áður en hann flutti sig um set til Danmörkur. Hann hefur verið fyrirliði U-21 árs lið Íslands undanfarin ár og á alls 39 leiki fyrir yngri landslið Íslands ásamt þremur A-landsleikjum. Þeir verða eflaust fleiri þegar fram líða stundir. AGF er í góðum málum er varðar möguleika á Evrópusæti en liðið er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 54 stig. Þó töluvert á eftir FC Kaupmannahöfn sem situr í öðru sæti með 61 stig en nokkuð á undan liðunum í fjórða og fimmta sæti. Það eru Nordsjælland og Bröndby, bæði með 45 stig. Midtjylland trónir svo á toppi deildarinnar með 69 stig. Það má til gamans geta að það eru Íslendingar á mála hjá fjórum efstu liðum dönsku úrvalsdeildarinnar en ásamt þeim Jón Degi og Mikael eru varnarmennirnir Ragnar Sigurðsson í FC Kaupmannahöfn og Hjörtur Hermannsson í Bröndby.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland. 21. júní 2020 20:12 Mikael Anderson hluti af Midtjylland-liði sem setti met í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson lék allan leikinn er Midtjylland setti met í dönsku úrvalsdeildinni. 15. júní 2020 11:00 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira
Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland. 21. júní 2020 20:12
Mikael Anderson hluti af Midtjylland-liði sem setti met í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson lék allan leikinn er Midtjylland setti met í dönsku úrvalsdeildinni. 15. júní 2020 11:00