Ætla að senda eigin áróðursbæklinga suður Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2020 07:11 Verkamenn í Norður-Kóreu undirbúa áróðursbæklingana sem einræðsstjórn Kim Jong Un hefur heitið að senda yfir landamærin til suðurs. AP/KCNA Yfirvöld Suður-Kóreu hafa beðið einræðisstjórn Norður-Kóreu um að senda ekki um tólf milljónir áróðursbæklinga yfir landamærin, eins og til stendur að gera. Í norðri er unnið að undirbúningi þess að senda bæklingana með um þrjú þúsund blöðrum yfir landamærin. Á að gera það í hefndarskyni fyrir það að hópur fólks sem hefur flúið frá Norður-Kóreu og aðrir aðgerðasinnar hafa lengi sent áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni norður yfir landamærin með blöðrum. Ekki liggur fyrir hvenær Norður-Kórea ætlar að senda sínar blöðrur á loft en samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja sérfræðingar að það verði gert í tengslum við 70 ára afmæli Kóreustríðsins á fimmtudaginn. Veðrið er þó ekki þeim í hag og er talið mögulegt að Norður-Kórea gæti beitt drónum til að dreifa bæklingunum, sem myndi án efa valda miklu fjaðrafoki í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Ríkin tvö komust að samkomulagi árið 2018 um að hætta þessum sendingum bæklinga og hafa yfirvöld Norður-Kóreu brugðist reið við því að ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur ekki tekist að stöðva áðurnefndan hóp aðgerðasinna undanfarin ár. Nú stendur til að senda um milljón bæklinga norður en ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur heitið því að stöðva það. Mikil spenna er á svæðinu og hefur hún aukist til muna á undanförnum tveimur vikum. Meðal annars hafa yfirvöld Norður-Kóreu sprengt samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum í loft upp og hætt beinum samskiptum við nágranna sína í suðri. Stofnun þessi var opnuð árið 2018, eftir fund Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae In, forseta Suður-Kóreu. Eftir þann fund var einnig ákveðið að fjarlægja hermenn frá landamærum ríkjanna en Norður-Kórea hefur heitið því að manna eftirlitsstöðvar á nýjan leik og hefja heræfingar á landamærunum aftur. Það hefur ekki gerst enn en verið er að senda smáa hópa hermanna að landamærunum þar sem þeir hafa verið að vinna einhverja viðhaldsvinnu. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00 Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu hafa beðið einræðisstjórn Norður-Kóreu um að senda ekki um tólf milljónir áróðursbæklinga yfir landamærin, eins og til stendur að gera. Í norðri er unnið að undirbúningi þess að senda bæklingana með um þrjú þúsund blöðrum yfir landamærin. Á að gera það í hefndarskyni fyrir það að hópur fólks sem hefur flúið frá Norður-Kóreu og aðrir aðgerðasinnar hafa lengi sent áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni norður yfir landamærin með blöðrum. Ekki liggur fyrir hvenær Norður-Kórea ætlar að senda sínar blöðrur á loft en samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja sérfræðingar að það verði gert í tengslum við 70 ára afmæli Kóreustríðsins á fimmtudaginn. Veðrið er þó ekki þeim í hag og er talið mögulegt að Norður-Kórea gæti beitt drónum til að dreifa bæklingunum, sem myndi án efa valda miklu fjaðrafoki í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Ríkin tvö komust að samkomulagi árið 2018 um að hætta þessum sendingum bæklinga og hafa yfirvöld Norður-Kóreu brugðist reið við því að ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur ekki tekist að stöðva áðurnefndan hóp aðgerðasinna undanfarin ár. Nú stendur til að senda um milljón bæklinga norður en ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur heitið því að stöðva það. Mikil spenna er á svæðinu og hefur hún aukist til muna á undanförnum tveimur vikum. Meðal annars hafa yfirvöld Norður-Kóreu sprengt samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum í loft upp og hætt beinum samskiptum við nágranna sína í suðri. Stofnun þessi var opnuð árið 2018, eftir fund Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae In, forseta Suður-Kóreu. Eftir þann fund var einnig ákveðið að fjarlægja hermenn frá landamærum ríkjanna en Norður-Kórea hefur heitið því að manna eftirlitsstöðvar á nýjan leik og hefja heræfingar á landamærunum aftur. Það hefur ekki gerst enn en verið er að senda smáa hópa hermanna að landamærunum þar sem þeir hafa verið að vinna einhverja viðhaldsvinnu.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00 Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00
Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00
Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21