Klopp ber ómælda virðingu fyrir Rashford Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 09:14 Jürgen Klopp á æfingu Liverpool. Liðið snýr aftur til keppni í dag. VÍSIR/GETTY Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Marcus Rashford, framherja Manchester United, hafa sýnt að fótboltamenn geti nýtt sína stöðu til að knýja fram afar mikilvægar breytingar. Rashford barðist fyrir því, og hafði loks í gegn í nýliðinni viku, að bresk stjórnvöld myndu draga til baka ákvörðun sína um að hætta með fríar skólamáltíðir. Barátta Rashford gagnast 1,3 milljón skólakrakka. „Marcus Rashford, ég verð að segja að ég ber ómælda virðingu fyrir því sem þú gerðir. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Klopp við Sky Sports í aðdraganda grannaslagsins við Everton í dag. „Það er svolítil synd að þú skulir hafa þurft að gera þetta en samt ótrúlegt að þú skyldir gera það. Þetta sýnir svo vel hvað ein manneskja, með nafni sínu og eljusemi, getur breytt mikilvægum hlutum. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og tökum öll þátt í því,“ sagði Klopp. Ekki hægt að bera saman leiki með og án stuðningsmanna Klopp var einnig spurður út í það að snúa nú aftur til keppni en án stuðningsmanna á vellinum. Hann kvaðst vonast til að fótboltasamfélagið hefði lært ýmislegt af síðustu mánuðum, í kórónuveirufaraldrinum, og það mikilvægasta væri að „við viljum aldrei aftur þurfa að spila fyrir luktum dyrum.“ Hann vonast til að leikmenn láti það sem minnst á sig fá á Goodison Park í dag. „Það ætti enginn að bera saman frammistöðu manna með eða án stuðningsmanna, því ekkert af þessum frægu Meistaradeildarkvöldum á Anfield hefði orðið til án stuðningsmannanna,“ sagði Klopp. „Menn geta ekki snúið leik við, eða jú þeir geta það, en það er ekki eins líklegt þegar það eru ekki stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að þetta hefur oft tekist á Anfield eru lætin í stuðningsmönnum. Það er ekki nokkur vafi á því,“ sagði Klopp. Enski boltinn Tengdar fréttir Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Marcus Rashford, framherja Manchester United, hafa sýnt að fótboltamenn geti nýtt sína stöðu til að knýja fram afar mikilvægar breytingar. Rashford barðist fyrir því, og hafði loks í gegn í nýliðinni viku, að bresk stjórnvöld myndu draga til baka ákvörðun sína um að hætta með fríar skólamáltíðir. Barátta Rashford gagnast 1,3 milljón skólakrakka. „Marcus Rashford, ég verð að segja að ég ber ómælda virðingu fyrir því sem þú gerðir. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Klopp við Sky Sports í aðdraganda grannaslagsins við Everton í dag. „Það er svolítil synd að þú skulir hafa þurft að gera þetta en samt ótrúlegt að þú skyldir gera það. Þetta sýnir svo vel hvað ein manneskja, með nafni sínu og eljusemi, getur breytt mikilvægum hlutum. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og tökum öll þátt í því,“ sagði Klopp. Ekki hægt að bera saman leiki með og án stuðningsmanna Klopp var einnig spurður út í það að snúa nú aftur til keppni en án stuðningsmanna á vellinum. Hann kvaðst vonast til að fótboltasamfélagið hefði lært ýmislegt af síðustu mánuðum, í kórónuveirufaraldrinum, og það mikilvægasta væri að „við viljum aldrei aftur þurfa að spila fyrir luktum dyrum.“ Hann vonast til að leikmenn láti það sem minnst á sig fá á Goodison Park í dag. „Það ætti enginn að bera saman frammistöðu manna með eða án stuðningsmanna, því ekkert af þessum frægu Meistaradeildarkvöldum á Anfield hefði orðið til án stuðningsmannanna,“ sagði Klopp. „Menn geta ekki snúið leik við, eða jú þeir geta það, en það er ekki eins líklegt þegar það eru ekki stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að þetta hefur oft tekist á Anfield eru lætin í stuðningsmönnum. Það er ekki nokkur vafi á því,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15