Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 07:47 25 ára maður var handtekinn á vettvangi. Vísir/getty 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens í bænum Reading í Englandi. Þrír eru látnir og þrír eru alvarlega slasaðir eftir árásina. Árásin átti sér stað um sjöleytið í gærkvöld að staðartíma. Árásarmaðurinn stakk nokkra sem voru staddir í garðinum og lýsir sjónarvottur því hvernig maðurinn gekk á milli hópa í garðinum og reyndi að stinga fólk. Maðurinn sem var handtekinn á vettvangi en samkvæmt heimildarmönnum BBC er um líbanskan mann að ræða sem hefur áður setið í fangelsi í Englandi fyrir minniháttarbrot. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Frá vettvangi.Vísir/Getty Lögregla segist ekki leita annarra í tengslum við árásina en rannsaka nú hvað lá að baki henni. Þá hefur lögregla hvatt fólk sem kann að eiga myndbandsupptökur af árásinni að setja sig í samband við sig en deila þeim ekki á samfélagsmiðlum í virðingarskyni við fjölskyldur fórnarlambanna. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir árásina hræðilega. Fólk hafi verið að njóta laugardagskvöldsins í garðinum með vinum og ættingjum og árásin sé með öllu óskiljanleg. My full statement on the incident in Reading, following the latest update from @ThamesVP https://t.co/K9xMHnkZSt pic.twitter.com/y4olaEgMfr— Priti Patel (@pritipatel) June 21, 2020 Boris Johnson forsætisráðherra tók í sama streng á Twitter-síðu sinni í gær. Þakkaði hann jafnframt viðbragðsaðilum á vettvangi fyrir sín störf. My thoughts are with all of those affected by the appalling incident in Reading and my thanks to the emergency services on the scene.— Boris Johnson #StayAlert (@BorisJohnson) June 20, 2020 Bretland Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens í bænum Reading í Englandi. Þrír eru látnir og þrír eru alvarlega slasaðir eftir árásina. Árásin átti sér stað um sjöleytið í gærkvöld að staðartíma. Árásarmaðurinn stakk nokkra sem voru staddir í garðinum og lýsir sjónarvottur því hvernig maðurinn gekk á milli hópa í garðinum og reyndi að stinga fólk. Maðurinn sem var handtekinn á vettvangi en samkvæmt heimildarmönnum BBC er um líbanskan mann að ræða sem hefur áður setið í fangelsi í Englandi fyrir minniháttarbrot. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Frá vettvangi.Vísir/Getty Lögregla segist ekki leita annarra í tengslum við árásina en rannsaka nú hvað lá að baki henni. Þá hefur lögregla hvatt fólk sem kann að eiga myndbandsupptökur af árásinni að setja sig í samband við sig en deila þeim ekki á samfélagsmiðlum í virðingarskyni við fjölskyldur fórnarlambanna. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir árásina hræðilega. Fólk hafi verið að njóta laugardagskvöldsins í garðinum með vinum og ættingjum og árásin sé með öllu óskiljanleg. My full statement on the incident in Reading, following the latest update from @ThamesVP https://t.co/K9xMHnkZSt pic.twitter.com/y4olaEgMfr— Priti Patel (@pritipatel) June 21, 2020 Boris Johnson forsætisráðherra tók í sama streng á Twitter-síðu sinni í gær. Þakkaði hann jafnframt viðbragðsaðilum á vettvangi fyrir sín störf. My thoughts are with all of those affected by the appalling incident in Reading and my thanks to the emergency services on the scene.— Boris Johnson #StayAlert (@BorisJohnson) June 20, 2020
Bretland Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira