Sleppur við að reyta arfa í Hveragerði í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júní 2020 20:26 Hann þarf ekki að reyta arfa í Hveragerði sumar, ekki að kantskera, ekki að stinga upp njóla og ekki að sópa gangstéttar. Hér eru við að tala um Pétur Nóa Stefánsson, 16 ára Hvergerðing sem ætlar að spila á launum á orgel og píanó í sumar í Hveragerðiskirkju fyrir gesti og gangandi í stað þess að vera í unglingavinnunni. Pétur Nói hefur verið að æfa sig síðustu daga og vikur í kirkjunni á orgelið og píanóið en hann er mjög efnilegur hljóðfæraleikari enda búin að vera að læra á píanói frá því að hann var í fyrsta bekk. Sumarvinnan hans verður ekki með krökkunum í bæjarvinnunni heldur ætlar hann að vinna í kirkjunni á vegum Hveragerðisbæjar og vera þar með hádegistónleika þrisvar í viku fyrir alla sem vilja koma og hlusta en það er ókeypis á allan tónleikana, sem verða í hádeginu á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum í júní og júlí. „Við ræddum þetta heima hvað ég ætti að gera í sumar, ég nennti ekki beint að fara að reita arfa. Þetta var hugmynd um að nýta hæfileikana mína að spila og ég sótti um hjá bænum, mér fannst þetta bara mjög sniðugt og frábær hugmynd“, segir Pétur Nói. Pétur Nói, sem er aðeins 16 ára gamall og verður með hádegistónleika þrisvar í viku í Hveragerðiskirkju í júní og júlí í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Pétur Nói segist ætla að hafa lagavalið fjölbreytt og skemmtilegt á tónleikunum. „Já, ég mun spila líka eitthvað sem fólk þekkir og kannski einhver íslensk dægurlög, sem allir þekkja“. Anna Jórunn Stefánsdóttir, amma Péturs Nóa hefur verið hans hægri hönd í gegnum tónlistarnámið hans enda er hún mjög stolt af stráknum. „Hann byrjaði á píanó sem Suzuki-nemandi og ég fékk það hlutverk að vera Suzuki-amma, og það þótti mér mjög vænt um.“ Hvernig myndir þú lýsa Pétri Nóa? „Hann er duglegur og þægilegur í umgengni, svolítið ýtin, platar ömmu og afa á meðan það var, dálítið góður í því en hann er frábær strákur“, segir Anna Jórunn. Hádegistónleikar Péturs Nóa verður í Hveragerðiskirkju í júní og júlí. Tónleikarnir verða á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá klukkan 12:30 til 13:30 þar sem hann mun spila ýmist á orgelið eða flygilinn. Tónleikarnir eru í boði Hveragerðisbæjar. Allir hjartanlega velkomnir, frítt inn. Hveragerði Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Hann þarf ekki að reyta arfa í Hveragerði sumar, ekki að kantskera, ekki að stinga upp njóla og ekki að sópa gangstéttar. Hér eru við að tala um Pétur Nóa Stefánsson, 16 ára Hvergerðing sem ætlar að spila á launum á orgel og píanó í sumar í Hveragerðiskirkju fyrir gesti og gangandi í stað þess að vera í unglingavinnunni. Pétur Nói hefur verið að æfa sig síðustu daga og vikur í kirkjunni á orgelið og píanóið en hann er mjög efnilegur hljóðfæraleikari enda búin að vera að læra á píanói frá því að hann var í fyrsta bekk. Sumarvinnan hans verður ekki með krökkunum í bæjarvinnunni heldur ætlar hann að vinna í kirkjunni á vegum Hveragerðisbæjar og vera þar með hádegistónleika þrisvar í viku fyrir alla sem vilja koma og hlusta en það er ókeypis á allan tónleikana, sem verða í hádeginu á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum í júní og júlí. „Við ræddum þetta heima hvað ég ætti að gera í sumar, ég nennti ekki beint að fara að reita arfa. Þetta var hugmynd um að nýta hæfileikana mína að spila og ég sótti um hjá bænum, mér fannst þetta bara mjög sniðugt og frábær hugmynd“, segir Pétur Nói. Pétur Nói, sem er aðeins 16 ára gamall og verður með hádegistónleika þrisvar í viku í Hveragerðiskirkju í júní og júlí í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Pétur Nói segist ætla að hafa lagavalið fjölbreytt og skemmtilegt á tónleikunum. „Já, ég mun spila líka eitthvað sem fólk þekkir og kannski einhver íslensk dægurlög, sem allir þekkja“. Anna Jórunn Stefánsdóttir, amma Péturs Nóa hefur verið hans hægri hönd í gegnum tónlistarnámið hans enda er hún mjög stolt af stráknum. „Hann byrjaði á píanó sem Suzuki-nemandi og ég fékk það hlutverk að vera Suzuki-amma, og það þótti mér mjög vænt um.“ Hvernig myndir þú lýsa Pétri Nóa? „Hann er duglegur og þægilegur í umgengni, svolítið ýtin, platar ömmu og afa á meðan það var, dálítið góður í því en hann er frábær strákur“, segir Anna Jórunn. Hádegistónleikar Péturs Nóa verður í Hveragerðiskirkju í júní og júlí. Tónleikarnir verða á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá klukkan 12:30 til 13:30 þar sem hann mun spila ýmist á orgelið eða flygilinn. Tónleikarnir eru í boði Hveragerðisbæjar. Allir hjartanlega velkomnir, frítt inn.
Hveragerði Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira