Rúmlega 20.000 hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2020 12:30 Á höfuðborgarsvæðinu er nú hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar á þremur stöðum – á 1. og 2. hæð í Smáralind í Kópavogi og undir stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Vísir/Jóhann k. Forsetakosningar fara fram eftir viku. Tveir eru í framboði til forseta Íslands. Þeir eru Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson. Alls hafa rúmlega tuttugu þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar þegar þessi frétt er skrifuð. Fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu kjöri enn sem komið er, er umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið árið 2016. Þá greiddu í heildina 27 þúsund manns atkvæði utan kjörfundar og þar af um 15 þúsund síðustu þrjá daga fyrir kjördag. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson eru í framboði.Vísir/Sigurjón Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi og í stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir ýmsa þætti valda því að margir kjósi nú utan kjörfundar. „Faraldur kórónuveirunnar hefur sjálfsagt eitthvað um þetta að segja. Einnig virðist vera að landinn ætli að vera úti á landi um kosningahelgina,“ sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning utan kjörfunar atkvæðagreiðslu hafi eflaust áhrif, en hún fer meðal annars fram í Smáralind líkt og áður hefur komið fram. „Það er staður sem margir koma á og það virðist vera að fólki líti svo á að auðvelt sé að koma við og ljúka þessu af,“ sagði Bergþóra. Fram að föstudeginum 26. júní er hægt að kjósa utan kjörfundar frá klukkan tíu til 22. „Á laugardeginum þann 27. júní geta þeir sem búa utan Höfuðborgarsvæðisins komið og kosið í Smáralind á fyrstu hæð frá klukkan 10-17,“ sagði Bergþóra. Sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu. Hún brýnir þó fyrir þeim sem búa í Norðaustur kjördæmi og ætla að kjósa utan kjörfundar að koma fyrir klukkan hálf þrjú á kjördag þar sem síðasta flug norður er um klukkan 17. Samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið styðja alls um 92 prósent Guðna Th. Jóhannesson en um átta prósent Guðmund Franklín Jónsson. Í könnuninni var einnig spurt hversu ólíklegt eða líklegt fólk væri til að kjósa. 92 prósent svarenda telja líklegt að öruggt að þeir kjósi. Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 18. júní. Í úrtakinu voru 2.500 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 50,5 prósent samkvæmt Fréttablaðinu. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Forsetakosningar fara fram eftir viku. Tveir eru í framboði til forseta Íslands. Þeir eru Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson. Alls hafa rúmlega tuttugu þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar þegar þessi frétt er skrifuð. Fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu kjöri enn sem komið er, er umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið árið 2016. Þá greiddu í heildina 27 þúsund manns atkvæði utan kjörfundar og þar af um 15 þúsund síðustu þrjá daga fyrir kjördag. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson eru í framboði.Vísir/Sigurjón Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi og í stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir ýmsa þætti valda því að margir kjósi nú utan kjörfundar. „Faraldur kórónuveirunnar hefur sjálfsagt eitthvað um þetta að segja. Einnig virðist vera að landinn ætli að vera úti á landi um kosningahelgina,“ sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning utan kjörfunar atkvæðagreiðslu hafi eflaust áhrif, en hún fer meðal annars fram í Smáralind líkt og áður hefur komið fram. „Það er staður sem margir koma á og það virðist vera að fólki líti svo á að auðvelt sé að koma við og ljúka þessu af,“ sagði Bergþóra. Fram að föstudeginum 26. júní er hægt að kjósa utan kjörfundar frá klukkan tíu til 22. „Á laugardeginum þann 27. júní geta þeir sem búa utan Höfuðborgarsvæðisins komið og kosið í Smáralind á fyrstu hæð frá klukkan 10-17,“ sagði Bergþóra. Sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu. Hún brýnir þó fyrir þeim sem búa í Norðaustur kjördæmi og ætla að kjósa utan kjörfundar að koma fyrir klukkan hálf þrjú á kjördag þar sem síðasta flug norður er um klukkan 17. Samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið styðja alls um 92 prósent Guðna Th. Jóhannesson en um átta prósent Guðmund Franklín Jónsson. Í könnuninni var einnig spurt hversu ólíklegt eða líklegt fólk væri til að kjósa. 92 prósent svarenda telja líklegt að öruggt að þeir kjósi. Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 18. júní. Í úrtakinu voru 2.500 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 50,5 prósent samkvæmt Fréttablaðinu.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54