Pogba vill ólmur bæta upp fyrir tímann án fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 11:30 Paul Pogba heilsar upp á landa sinn Moussa Sissoko eftir jafntefli Man. Utd og Tottenham í gær. Allir leikmenn báru áletrunina Black Lives Matter aftan á treyjum sínum til stuðnings þeirri réttindabaráttu. VÍSIR/GETTY Franski miðjumaðurinn Paul Pogba átti góða innkomu inn í lið Manchester United í gær þegar hann lék sinn fyrsta leik síðan um jólin. Pogba kom inn á sem varamaður og nældi í vítaspyrnu í 1-1 jafntefli United við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum um jólin en hefur annars ekki spilað fyrir United síðan í desember, vegna meiðsla. „Pogba er stórkostlegur leikmaður og loksins orðinn heill heilsu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, við BBC. Sautján af átján sendingum Pogba í leiknum í gær heppnuðust, hann vann boltann fjórum sinnum af Tottenham-mönnum og sólaði framhjá þeim í bæði skiptin sem hann reyndi það. „Það er frábært að sjá hann aftur sýna hæfileikana sína og hann lagði mikið af mörkum með því að ná í vítaspyrnuna. Hann hefur átt skelfilegt meiðslatímabil og er staðráðinn í að bæta upp fyrir tímann án fótbolta. Paul hefur alltaf viljað spila. Hann elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Vill byggja ofan á samstarf Pogba og Fernandes „Það hefur verið frábært að fá hann aftur til æfinga hjá okkur. Hvort sem er innan eða utan vallar þá er hann svo ákafur og ástríðufullur strákur. Það sjá svo allir hæfileikana sem hann hefur. Paul vill alltaf vera að sanna sig fyrir sjálfum sér og okkur. Hann krefst mikils af sjálfum sér og vill vera sá besti. Hann leggur hart að sér við æfingar og elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Paul Pogba Bruno FernandesMan Utd's new midfield duo#TOTMUN pic.twitter.com/5yRCaUvjF7— Goal (@goal) June 19, 2020 Pogba og Bruno Fernandes léku í fyrsta sinn saman í gær, en Fernandes kom til United frá Sporting Lissabon í janúar. „Þetta er samstarf sem við viljum svo sannarlega byggja á. Þeir hafa æft saman og núna hafa þeir náð hálftíma saman inni á vellinum. Við viljum auðvitað hafa okkar bestu menn inni á vellinum og hafa gott jafnvægi í liðinu,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Tengdar fréttir Fernandes: Ekki víti fyrst að VAR segir það „Við stóðum okkur mjög vel. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Bruno Fernandes sem skoraði úr víti fyrir Manchester United í 1-1 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 19. júní 2020 21:44 Man. Utd tryggði sér stig úr víti en fékk ekki annað Tottenham og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í kvöld þegar liðin hófu keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 19. júní 2020 21:10 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba átti góða innkomu inn í lið Manchester United í gær þegar hann lék sinn fyrsta leik síðan um jólin. Pogba kom inn á sem varamaður og nældi í vítaspyrnu í 1-1 jafntefli United við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum um jólin en hefur annars ekki spilað fyrir United síðan í desember, vegna meiðsla. „Pogba er stórkostlegur leikmaður og loksins orðinn heill heilsu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, við BBC. Sautján af átján sendingum Pogba í leiknum í gær heppnuðust, hann vann boltann fjórum sinnum af Tottenham-mönnum og sólaði framhjá þeim í bæði skiptin sem hann reyndi það. „Það er frábært að sjá hann aftur sýna hæfileikana sína og hann lagði mikið af mörkum með því að ná í vítaspyrnuna. Hann hefur átt skelfilegt meiðslatímabil og er staðráðinn í að bæta upp fyrir tímann án fótbolta. Paul hefur alltaf viljað spila. Hann elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Vill byggja ofan á samstarf Pogba og Fernandes „Það hefur verið frábært að fá hann aftur til æfinga hjá okkur. Hvort sem er innan eða utan vallar þá er hann svo ákafur og ástríðufullur strákur. Það sjá svo allir hæfileikana sem hann hefur. Paul vill alltaf vera að sanna sig fyrir sjálfum sér og okkur. Hann krefst mikils af sjálfum sér og vill vera sá besti. Hann leggur hart að sér við æfingar og elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Paul Pogba Bruno FernandesMan Utd's new midfield duo#TOTMUN pic.twitter.com/5yRCaUvjF7— Goal (@goal) June 19, 2020 Pogba og Bruno Fernandes léku í fyrsta sinn saman í gær, en Fernandes kom til United frá Sporting Lissabon í janúar. „Þetta er samstarf sem við viljum svo sannarlega byggja á. Þeir hafa æft saman og núna hafa þeir náð hálftíma saman inni á vellinum. Við viljum auðvitað hafa okkar bestu menn inni á vellinum og hafa gott jafnvægi í liðinu,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fernandes: Ekki víti fyrst að VAR segir það „Við stóðum okkur mjög vel. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Bruno Fernandes sem skoraði úr víti fyrir Manchester United í 1-1 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 19. júní 2020 21:44 Man. Utd tryggði sér stig úr víti en fékk ekki annað Tottenham og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í kvöld þegar liðin hófu keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 19. júní 2020 21:10 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Fernandes: Ekki víti fyrst að VAR segir það „Við stóðum okkur mjög vel. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Bruno Fernandes sem skoraði úr víti fyrir Manchester United í 1-1 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 19. júní 2020 21:44
Man. Utd tryggði sér stig úr víti en fékk ekki annað Tottenham og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í kvöld þegar liðin hófu keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 19. júní 2020 21:10