Eitt tap í viðbót og draumar um Íslandsmeistaratitil eru úr sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2020 12:00 Hvorki Hólmfríður Magnúsdóttir né Dagný Brynjarsdóttir hafa komið knettinum í netið það sem af er Íslandsmóti. Vísir/Haraldur Guðjónsson Breiðablik heimsótti Selfoss í Pepsi deild kvenna í fótbolta í gærkvöld. Selfoss eru ríkjandi bikarmeistarar ásamt því að hafa unnið Meistarakeppni KSÍ á dögunum og stefna á Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Sjá einnig: „Ég veit að við verðum í toppbaráttunni“ Breiðablik – sem hefur verið í efstu tveimur sætum deildarinnar frá 2014 – stefnir einnig á þann stóra og því var ljóst að það var mikið undir strax í stórleik 2. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Selfoss tapaði 0-1 fyrir Fylki í Árbænum í 1. umferð á meðan Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á FH á Kópavogsvelli og því máttu heimastúlkur ekki misstíga sig í leiknum í gær. Það tók gestina úr Kópavogi aðeins þrjár mínútur að koma boltanum í netið en það gerði Agla María Albertsdóttir eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Eftir það var leikurinn í járnum eða allt þangað til Blikar fengu aftur innkast ofarlega á vellinum þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Aftur grýtti Sveindís Jane boltanum inn á teig og að þessu sinni var það Alexandra Jóhannsdóttir sem kom honum yfir línuna. Lokatölur 2-0 og vonir Selfyssinga á því að verða Íslandsmeistarar hafa dvínað töluvert. Klippa: Selfoss 0-2 Breiðablik „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías eftir leik í gær. „Við verðum bara að skapa meira fyrir framan markið, það vantaði svolítið upp á það hjá okkur. Ég get ekkert sett út á vinnuframlag leikmanna, þær lögðu sig allar 100% fram en núll stig,“ bætti Alfreð við. Eftir að hafa skorað tvívegis gegn Val í Meistarakeppni KSÍ þá hefur liðið nú leikið 180 mínútur án þess að skora. Ekkert lið tapað þremur leikjum og unnið Íslandsmeistaratitilinn Á þessari öld hefur ekkert lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað meira en tveimur leikjum. Þá tapaði Breiðablik aðeins einum leik sumarið 2016 en lenti samt í öðru sæti deildarinnar. Aðeins fimm sinnum á síðustu tuttugu árum hefur lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað tveimur leikjum en aldrei eftir að hafa tapað þremur. Það er því ljóst að ef Selfyssingar ætla að standa við stóru orðin má liðið ekki tapa öðrum leik það sem eftir lifir sumars. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Alfreð: Við þurfum bara að vera aðeins graðari „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. 18. júní 2020 22:45 Sjáðu mörkin úr leik Selfoss og Breiðabliks Mörk úr leik Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. 18. júní 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikasigur í kaflaskiptum leik Breiðablik sigraði Selfoss með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 18. júní 2020 22:10 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Sjá meira
Breiðablik heimsótti Selfoss í Pepsi deild kvenna í fótbolta í gærkvöld. Selfoss eru ríkjandi bikarmeistarar ásamt því að hafa unnið Meistarakeppni KSÍ á dögunum og stefna á Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Sjá einnig: „Ég veit að við verðum í toppbaráttunni“ Breiðablik – sem hefur verið í efstu tveimur sætum deildarinnar frá 2014 – stefnir einnig á þann stóra og því var ljóst að það var mikið undir strax í stórleik 2. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Selfoss tapaði 0-1 fyrir Fylki í Árbænum í 1. umferð á meðan Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á FH á Kópavogsvelli og því máttu heimastúlkur ekki misstíga sig í leiknum í gær. Það tók gestina úr Kópavogi aðeins þrjár mínútur að koma boltanum í netið en það gerði Agla María Albertsdóttir eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Eftir það var leikurinn í járnum eða allt þangað til Blikar fengu aftur innkast ofarlega á vellinum þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Aftur grýtti Sveindís Jane boltanum inn á teig og að þessu sinni var það Alexandra Jóhannsdóttir sem kom honum yfir línuna. Lokatölur 2-0 og vonir Selfyssinga á því að verða Íslandsmeistarar hafa dvínað töluvert. Klippa: Selfoss 0-2 Breiðablik „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías eftir leik í gær. „Við verðum bara að skapa meira fyrir framan markið, það vantaði svolítið upp á það hjá okkur. Ég get ekkert sett út á vinnuframlag leikmanna, þær lögðu sig allar 100% fram en núll stig,“ bætti Alfreð við. Eftir að hafa skorað tvívegis gegn Val í Meistarakeppni KSÍ þá hefur liðið nú leikið 180 mínútur án þess að skora. Ekkert lið tapað þremur leikjum og unnið Íslandsmeistaratitilinn Á þessari öld hefur ekkert lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað meira en tveimur leikjum. Þá tapaði Breiðablik aðeins einum leik sumarið 2016 en lenti samt í öðru sæti deildarinnar. Aðeins fimm sinnum á síðustu tuttugu árum hefur lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað tveimur leikjum en aldrei eftir að hafa tapað þremur. Það er því ljóst að ef Selfyssingar ætla að standa við stóru orðin má liðið ekki tapa öðrum leik það sem eftir lifir sumars.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Alfreð: Við þurfum bara að vera aðeins graðari „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. 18. júní 2020 22:45 Sjáðu mörkin úr leik Selfoss og Breiðabliks Mörk úr leik Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. 18. júní 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikasigur í kaflaskiptum leik Breiðablik sigraði Selfoss með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 18. júní 2020 22:10 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Sjá meira
Alfreð: Við þurfum bara að vera aðeins graðari „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. 18. júní 2020 22:45
Sjáðu mörkin úr leik Selfoss og Breiðabliks Mörk úr leik Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. 18. júní 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikasigur í kaflaskiptum leik Breiðablik sigraði Selfoss með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 18. júní 2020 22:10
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn