Yfir sig ástfanginn eftir fjörutíu ára hjónaband Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júní 2020 11:29 Gísli og Jóhanna hafa verið gift í fjörutíu ár og kynntust þau í Versló. Athafnamaðurinn Gísli Gíslason og flugfreyjan Jóhanna Björnsdóttir eru einstök hjón og voru að halda uppá fjörutíu ára brúðkaupsafmælið sitt og ákváðu að gista á Grand Hótel og njóta svo þar veitinga verðlaunakokksins Úlfars Finnbjörnssonar á Grand Brasserie og upplifa ákveðna utanlandsferð bara hér heima í Reykjavík. Vala Matt hitti þessi skemmtilegu hjón í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að heyra hver galdurinn er við svona langt og hamingjusamt hjónaband. „Við vorum bæði í Versló og ég hélt auðvitað að ég væri aðal töffarinn,“ segir Gísli Gíslason um það hvernig hjónin kynntust. „Hún sá mig labba framhjá sjoppunni og fór að veðja við vinkonu sína hvort hún gæti fengið að kyssa mig. Þetta er alveg eins og í bíómyndunum. Ég er síðan kominn í stærðfræðitíma klukkan tíu um morguninn þegar það er bankað á dyrnar og kennarinn segir að það sé verið að spyrja um mig hérna frammi. Þá stendur þar stúlka í lopapeysu og í smekkbuxum og passaði ekki alveg inn í staðalímyndina hjá stelpunum í Versló. Hún segir, heyrðu viltu kyssa mig. Ég horfði á þessa stúlku og hugsaði með mér, þetta er eitthvað skrýtið. Ég sagði nei og fór inn og lokaði,“ segir Gísli léttur. Hann hugsaði um þessa stúlku töluvert eftir þetta og það tók síðan Gísla nokkra mánuði að ná henni til baka. Alltaf gaman hjá Jóhönnu og Gísla. „Mér fannst verst að tapa verðmálinu og þurfa borga samlokurnar sem við höfðum veðjað um,“ segir Jóhanna. „Það tókst að ná henni til baka og við höfum í raun ekki sleppt hvort öðru síðan þá. Maður þurfti heldur betur að leggja á sig og ég byrjaði í kórnum af því að hún var þar. Svo var farið að kela fyrir aftan ísbúðina í Laugalæk og allur pakkinn. Þetta tók sinn tíma og borgaði sig,“ segir Gísli. Í dag eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. Þau héldu upp á fjörutíu ára brúðkaupsafmælið með því að gista á Grand Hótel og líta í raun á það sem utanlandsferð. „Ég er ekkert vanur því að það sé í rauninni hægt að fara til útlanda á Íslandi. Við ákváðum að prufa og þetta var í rauninni betra en að fara til útlanda. Fólk á að nýta sér þetta að vera innanlands. Það er frábært spa hérna og það er allt hérna,“ segir Gísli en bæði eru þau sammála um galdurinn á bakvið það að vera hamingjusamlega gift í fjörutíu ár. „Það er bara alltaf gaman hjá okkur,“ segja þau bæði í kór. „Við komumst í gegnum þetta Covid og vorum saman í nokkra mánuði og þá held ég að þetta sé komið,“ segir Gísli. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira
Athafnamaðurinn Gísli Gíslason og flugfreyjan Jóhanna Björnsdóttir eru einstök hjón og voru að halda uppá fjörutíu ára brúðkaupsafmælið sitt og ákváðu að gista á Grand Hótel og njóta svo þar veitinga verðlaunakokksins Úlfars Finnbjörnssonar á Grand Brasserie og upplifa ákveðna utanlandsferð bara hér heima í Reykjavík. Vala Matt hitti þessi skemmtilegu hjón í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að heyra hver galdurinn er við svona langt og hamingjusamt hjónaband. „Við vorum bæði í Versló og ég hélt auðvitað að ég væri aðal töffarinn,“ segir Gísli Gíslason um það hvernig hjónin kynntust. „Hún sá mig labba framhjá sjoppunni og fór að veðja við vinkonu sína hvort hún gæti fengið að kyssa mig. Þetta er alveg eins og í bíómyndunum. Ég er síðan kominn í stærðfræðitíma klukkan tíu um morguninn þegar það er bankað á dyrnar og kennarinn segir að það sé verið að spyrja um mig hérna frammi. Þá stendur þar stúlka í lopapeysu og í smekkbuxum og passaði ekki alveg inn í staðalímyndina hjá stelpunum í Versló. Hún segir, heyrðu viltu kyssa mig. Ég horfði á þessa stúlku og hugsaði með mér, þetta er eitthvað skrýtið. Ég sagði nei og fór inn og lokaði,“ segir Gísli léttur. Hann hugsaði um þessa stúlku töluvert eftir þetta og það tók síðan Gísla nokkra mánuði að ná henni til baka. Alltaf gaman hjá Jóhönnu og Gísla. „Mér fannst verst að tapa verðmálinu og þurfa borga samlokurnar sem við höfðum veðjað um,“ segir Jóhanna. „Það tókst að ná henni til baka og við höfum í raun ekki sleppt hvort öðru síðan þá. Maður þurfti heldur betur að leggja á sig og ég byrjaði í kórnum af því að hún var þar. Svo var farið að kela fyrir aftan ísbúðina í Laugalæk og allur pakkinn. Þetta tók sinn tíma og borgaði sig,“ segir Gísli. Í dag eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. Þau héldu upp á fjörutíu ára brúðkaupsafmælið með því að gista á Grand Hótel og líta í raun á það sem utanlandsferð. „Ég er ekkert vanur því að það sé í rauninni hægt að fara til útlanda á Íslandi. Við ákváðum að prufa og þetta var í rauninni betra en að fara til útlanda. Fólk á að nýta sér þetta að vera innanlands. Það er frábært spa hérna og það er allt hérna,“ segir Gísli en bæði eru þau sammála um galdurinn á bakvið það að vera hamingjusamlega gift í fjörutíu ár. „Það er bara alltaf gaman hjá okkur,“ segja þau bæði í kór. „Við komumst í gegnum þetta Covid og vorum saman í nokkra mánuði og þá held ég að þetta sé komið,“ segir Gísli. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira