Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júní 2020 19:00 Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. Húsið hefur verið mannlaust undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar en stofnunin var opnuð árið 2018 við hátíðlega athöfn. Á þessum tíma höfðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, átt fundi um frið og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Framtíðin virtist nokkuð björt, eins og Cho Myong-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, lýsti við athöfnina: „Frá og með deginum í dag munu Suður- og Norður-Kórea geta rætt málefni Kóreuskaga, frið og velmegun allan sólarhringinn, alla daga ársins. Hér munum við hittast til að skiptast á hugmyndum og leysa erfið vandamál.“ Norður-Kóreumenn afar ósáttir En svo fór að halla undan fæti. Pattstaða hefur verið í viðræðunum frá fundi Kim með Bandaríkjaforseta í fyrra og undanfarnar vikur hafa Norður-Kóreumenn gagnrýnt granna sína fyrir að skýla norðurkóreskum flóttamönnum og dreifa áróðri yfir landamærin. „Suðurkóreskum stjórnvöldum verður refsað fyrir glæpi sína. Það er að segja að tala um að þörf sé á viðræðum á meðan þeir brýna sverðin fyrir aftan bak,“ sagði Jon Myong-il, íbúi í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang, við blaðamann AP. Allt Norður-Kóreu að kenna Auk þess að sprengja húsið hafa Norður-Kóreumenn boðað hernaðaraðgerðir nærri landamærum ríkjanna. Suður-Kóreumenn vara við öllu slíku. „Suðurkóreska ríkisstjórnin vill koma því á framfæri að ábyrgðin á versnandi samskiptum er alfarið Norður-Kóreumanna. Við vörum við því að ef Norður-Kórea heldur áfram að spilla samskiptum ríkjanna verður því svarað af hörku,“ sagði Kim You-geun, varaforseti þjóðaröryggisráðs Suður-Kóreu, á blaðamannafundi í dag. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. Húsið hefur verið mannlaust undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar en stofnunin var opnuð árið 2018 við hátíðlega athöfn. Á þessum tíma höfðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, átt fundi um frið og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Framtíðin virtist nokkuð björt, eins og Cho Myong-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, lýsti við athöfnina: „Frá og með deginum í dag munu Suður- og Norður-Kórea geta rætt málefni Kóreuskaga, frið og velmegun allan sólarhringinn, alla daga ársins. Hér munum við hittast til að skiptast á hugmyndum og leysa erfið vandamál.“ Norður-Kóreumenn afar ósáttir En svo fór að halla undan fæti. Pattstaða hefur verið í viðræðunum frá fundi Kim með Bandaríkjaforseta í fyrra og undanfarnar vikur hafa Norður-Kóreumenn gagnrýnt granna sína fyrir að skýla norðurkóreskum flóttamönnum og dreifa áróðri yfir landamærin. „Suðurkóreskum stjórnvöldum verður refsað fyrir glæpi sína. Það er að segja að tala um að þörf sé á viðræðum á meðan þeir brýna sverðin fyrir aftan bak,“ sagði Jon Myong-il, íbúi í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang, við blaðamann AP. Allt Norður-Kóreu að kenna Auk þess að sprengja húsið hafa Norður-Kóreumenn boðað hernaðaraðgerðir nærri landamærum ríkjanna. Suður-Kóreumenn vara við öllu slíku. „Suðurkóreska ríkisstjórnin vill koma því á framfæri að ábyrgðin á versnandi samskiptum er alfarið Norður-Kóreumanna. Við vörum við því að ef Norður-Kórea heldur áfram að spilla samskiptum ríkjanna verður því svarað af hörku,“ sagði Kim You-geun, varaforseti þjóðaröryggisráðs Suður-Kóreu, á blaðamannafundi í dag.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira