Mun Sergio Ramos færa sig um set í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 13:30 Sergio Ramos fagnar hér markinu sem hann skoraði í fyrsta leik Real Madrid eftir hlé. Getty/Oscar J. Barroso Mikil óvissa er um framtíð Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid, en óvíst er hvar fyrirliði Real Madrid mun spila á næstu leiktíð. Ramos var þó á sínum stað í byrjunarliði Real Madrid sem vann Eibar í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins. Skoraði Ramos meðal annars í 3-1 sigri. Hann vann boltann í stöðunni 1-0 og rauk upp völlinn. Ekki sniðugt fyrir miðvörð í stöðunni 1-0 en að þessu sinni endaði það vel þar sem boltinn endaði aftur hjá Ramos eftir frábæran samleik Karim Benzema og Eden Hazard og gat miðvörðurinn ekki annað en skorað. Ramos endaði leikinn – sem fram fór á æfingasvæði Real - þó á bekknum þar sem hann var tekinn út af vegna smávægilegra meiðsla í læri. The Athletic veltir því fyrir sér hvort Ramos eigi eftir að spila aftur á Bernabéu. Hinn 34 ára gamli fyrirliði á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum við spænska stórveldið. Svo virðist sem hvorki félagið né leikmaðurinn sjálfur hafi áhuga á framlengingu þar sem engar samræður hafa átt sér stað þar á milli. Síðasta sumar var Ramos nálægt því að yfirgefa félagið og samkvæmt forseta félagsins, Florentino Perez, bað leikmaðurinn um að fá að rifta samningi sínum svo hann kæmist til Kína. Skömmu síðar boðaði Ramos til blaðamannafundar og sagði að ekkert væri til í þessu og að hann myndi meira að segja spila frítt fyrir Real. Svo virðist sem sambandið milli forseta og fyrirliða hafi aldrei jafnað sig. Ramos var spurður um málið fyrir leik Real og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Þar sagði hann að enginn væri að flýta sér og það myndi bara koma í ljós hvað framtíðin bæri í skauti í sér. Ramos fékk svo rautt spjald í leiknum er Real tapaði 2-1 á heimavelli. Ekki hans fyrsta á ferlinum en leikmaðurinn á met í fjölda spjalda í spænsku deildinni, Meistaradeild Evrópu, El Clásico og hjá spænska landsliðinu. Alls hefur Ramos fengið 187 spjöld sem leikmaður í spænsku úrvalsdeildinni. Gulu spjöldin eru 167 talsins og þá hefur hann tuttugu sinnum verið rekinn af velli. Ekki eru mörg ár síðan Ramos nýtti sér orðróma þess efnis að Manchester United hefði áhuga á sér til að fá nýjan og endurbættan samning hjá Real. Nú virðist hins vegar sem Real sé ekki tilbúið að framlengja samning leikmanns sem verður orðinn 35 ára þegar núverandi samningur rennur út. Möguleg vinátta Ramos og David Beckham þýðir að leikmaðurinn gæti endað hjá Inter Miami í Bandaríkjunum þar sem Beckham ræður ríkjum. Ef Ramos vill meiri pening en hann þénar í dag er nær öruggt að hann endi í Kína. Hvað varðar lífstíl þá heillar það eflaust að skipta Madríd út fyrir Miami. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Af hverju spilar Real Madrid á æfingasvæðinu? Real Madrid berst við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta í sumar en mun leika sína heimaleiki við fábrotnar aðstæður, miðað við Santiago Bernabeu leikvanginn, á æfingasvæði félagsins. 15. júní 2020 13:30 Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. 14. júní 2020 19:30 Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid. 14. júní 2020 16:50 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Mikil óvissa er um framtíð Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid, en óvíst er hvar fyrirliði Real Madrid mun spila á næstu leiktíð. Ramos var þó á sínum stað í byrjunarliði Real Madrid sem vann Eibar í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins. Skoraði Ramos meðal annars í 3-1 sigri. Hann vann boltann í stöðunni 1-0 og rauk upp völlinn. Ekki sniðugt fyrir miðvörð í stöðunni 1-0 en að þessu sinni endaði það vel þar sem boltinn endaði aftur hjá Ramos eftir frábæran samleik Karim Benzema og Eden Hazard og gat miðvörðurinn ekki annað en skorað. Ramos endaði leikinn – sem fram fór á æfingasvæði Real - þó á bekknum þar sem hann var tekinn út af vegna smávægilegra meiðsla í læri. The Athletic veltir því fyrir sér hvort Ramos eigi eftir að spila aftur á Bernabéu. Hinn 34 ára gamli fyrirliði á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum við spænska stórveldið. Svo virðist sem hvorki félagið né leikmaðurinn sjálfur hafi áhuga á framlengingu þar sem engar samræður hafa átt sér stað þar á milli. Síðasta sumar var Ramos nálægt því að yfirgefa félagið og samkvæmt forseta félagsins, Florentino Perez, bað leikmaðurinn um að fá að rifta samningi sínum svo hann kæmist til Kína. Skömmu síðar boðaði Ramos til blaðamannafundar og sagði að ekkert væri til í þessu og að hann myndi meira að segja spila frítt fyrir Real. Svo virðist sem sambandið milli forseta og fyrirliða hafi aldrei jafnað sig. Ramos var spurður um málið fyrir leik Real og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Þar sagði hann að enginn væri að flýta sér og það myndi bara koma í ljós hvað framtíðin bæri í skauti í sér. Ramos fékk svo rautt spjald í leiknum er Real tapaði 2-1 á heimavelli. Ekki hans fyrsta á ferlinum en leikmaðurinn á met í fjölda spjalda í spænsku deildinni, Meistaradeild Evrópu, El Clásico og hjá spænska landsliðinu. Alls hefur Ramos fengið 187 spjöld sem leikmaður í spænsku úrvalsdeildinni. Gulu spjöldin eru 167 talsins og þá hefur hann tuttugu sinnum verið rekinn af velli. Ekki eru mörg ár síðan Ramos nýtti sér orðróma þess efnis að Manchester United hefði áhuga á sér til að fá nýjan og endurbættan samning hjá Real. Nú virðist hins vegar sem Real sé ekki tilbúið að framlengja samning leikmanns sem verður orðinn 35 ára þegar núverandi samningur rennur út. Möguleg vinátta Ramos og David Beckham þýðir að leikmaðurinn gæti endað hjá Inter Miami í Bandaríkjunum þar sem Beckham ræður ríkjum. Ef Ramos vill meiri pening en hann þénar í dag er nær öruggt að hann endi í Kína. Hvað varðar lífstíl þá heillar það eflaust að skipta Madríd út fyrir Miami.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Af hverju spilar Real Madrid á æfingasvæðinu? Real Madrid berst við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta í sumar en mun leika sína heimaleiki við fábrotnar aðstæður, miðað við Santiago Bernabeu leikvanginn, á æfingasvæði félagsins. 15. júní 2020 13:30 Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. 14. júní 2020 19:30 Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid. 14. júní 2020 16:50 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Af hverju spilar Real Madrid á æfingasvæðinu? Real Madrid berst við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta í sumar en mun leika sína heimaleiki við fábrotnar aðstæður, miðað við Santiago Bernabeu leikvanginn, á æfingasvæði félagsins. 15. júní 2020 13:30
Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. 14. júní 2020 19:30
Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid. 14. júní 2020 16:50