Katla hefur misst sjötíu kíló eftir magaermisaðgerð: „Maður þarf að taka hausinn í gegn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júní 2020 10:29 Rætt var við Kötlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Árið 2018 fór Katla Snorradóttir í magaermisaðgerð og hefur síðan þá misst rúmlega 70 kíló eða helming þyngdar sinnar. Hún segir að það eina sem hún sjái eftir í dag er að hafa ekki farið fyrr í aðgerðina. Sindri Sindrason hitti Kötlu á dögunum og ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var lögð mikið í einelti sem krakki og gert mikið grín af því hvað ég væri stór,“ segir Katla. „Það var mikið talað um það af fólki í kringum mig að ég þyrfti nú að fara grennast og þá bara borðaði ég meira. Sem krakki vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera í þessu. Á unglingsárunum varð þetta verra og verra og maður borðaði bara til þess að bæla niður tilfinningar. Ég missi mömmu mína árið 2008 og þá gerðist það aftur að ég borðaði tilfinningar mínar í burtu. Og alltaf þegar það kom upp eitthvað áfall þá byrjaði ég aftur á því. Þetta er mikil matarfíkn og maður þarf að taka á henni eins og annarri fíkn.“ Katla hefur þurft að kljást við annarskonar fíkn á lífsleiðinni en segir að matarfíkn sé sú erfiðasta að ráða við. „Ég hef verið mikið jójó alla mína ævi. Náð að grennast og tók alla þessa kúra sem til voru. Það virkaði aldrei neitt. Ég fitnaði alltaf meira en það sem ég var áður en ég fór að grennast. Þetta var alltaf stigvaxandi.“ Árið 2017 missti hún síðan góðan vin sinn og tók því illa og leitaði huggunar í mat og þegar hún var þyngst var hún 152 kíló. Það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig „Þarna bætti ég á mig einhverjum þrjátíu kílóum á þremur mánuðum. Þá kom upp umræða á Facebook um magaermisaðgerð. Ég fór að skoða þetta og hugsa um þetta en sagði alltaf við mig að ég gæti þetta alveg sjálf og mig langaði ekki að fara einhverja auðvelda leið út.“ Hún tók þó ákvörðun um að fara þessa leið að lokum og segist hafa verið komin á hættulegan stað. Katla segir að þetta hafi síður en svo verið auðveld leið að fara en góð fyrir hana. „Þetta gerðist snöggt en ég vissi áður en ég fór í aðgerðina að maður þarf að taka hausinn í gegn. Ég var byrjuð að undirbúa mig og þetta er í raun það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig.“ Katla segir að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni enda var hún hætt að geta gert hluti sem flestum finnst sjálfsagt að geta gert. „Ég átti heima á þriðju hæð og gat varla labbað upp stigann án þess að vera að andast. Það var erfitt að fara í sokka og ég gat ekki lengur naglalakkað á mér táneglurnar. Það var alltaf erfitt að setjast í sæti og sérstaklega ef það voru svona hliðarkarmar og flugvélar voru alltaf erfiðar. Þessir litlu hlutir sem fólk pælir ekkert í. Ég var hætt að geta krosslagt á mér fæturnar.“ Hún segir að viðbrögð fólks eftir að hún léttist hafi verið mikil og fólk almennt mun kurteisara við hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Árið 2018 fór Katla Snorradóttir í magaermisaðgerð og hefur síðan þá misst rúmlega 70 kíló eða helming þyngdar sinnar. Hún segir að það eina sem hún sjái eftir í dag er að hafa ekki farið fyrr í aðgerðina. Sindri Sindrason hitti Kötlu á dögunum og ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var lögð mikið í einelti sem krakki og gert mikið grín af því hvað ég væri stór,“ segir Katla. „Það var mikið talað um það af fólki í kringum mig að ég þyrfti nú að fara grennast og þá bara borðaði ég meira. Sem krakki vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera í þessu. Á unglingsárunum varð þetta verra og verra og maður borðaði bara til þess að bæla niður tilfinningar. Ég missi mömmu mína árið 2008 og þá gerðist það aftur að ég borðaði tilfinningar mínar í burtu. Og alltaf þegar það kom upp eitthvað áfall þá byrjaði ég aftur á því. Þetta er mikil matarfíkn og maður þarf að taka á henni eins og annarri fíkn.“ Katla hefur þurft að kljást við annarskonar fíkn á lífsleiðinni en segir að matarfíkn sé sú erfiðasta að ráða við. „Ég hef verið mikið jójó alla mína ævi. Náð að grennast og tók alla þessa kúra sem til voru. Það virkaði aldrei neitt. Ég fitnaði alltaf meira en það sem ég var áður en ég fór að grennast. Þetta var alltaf stigvaxandi.“ Árið 2017 missti hún síðan góðan vin sinn og tók því illa og leitaði huggunar í mat og þegar hún var þyngst var hún 152 kíló. Það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig „Þarna bætti ég á mig einhverjum þrjátíu kílóum á þremur mánuðum. Þá kom upp umræða á Facebook um magaermisaðgerð. Ég fór að skoða þetta og hugsa um þetta en sagði alltaf við mig að ég gæti þetta alveg sjálf og mig langaði ekki að fara einhverja auðvelda leið út.“ Hún tók þó ákvörðun um að fara þessa leið að lokum og segist hafa verið komin á hættulegan stað. Katla segir að þetta hafi síður en svo verið auðveld leið að fara en góð fyrir hana. „Þetta gerðist snöggt en ég vissi áður en ég fór í aðgerðina að maður þarf að taka hausinn í gegn. Ég var byrjuð að undirbúa mig og þetta er í raun það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig.“ Katla segir að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni enda var hún hætt að geta gert hluti sem flestum finnst sjálfsagt að geta gert. „Ég átti heima á þriðju hæð og gat varla labbað upp stigann án þess að vera að andast. Það var erfitt að fara í sokka og ég gat ekki lengur naglalakkað á mér táneglurnar. Það var alltaf erfitt að setjast í sæti og sérstaklega ef það voru svona hliðarkarmar og flugvélar voru alltaf erfiðar. Þessir litlu hlutir sem fólk pælir ekkert í. Ég var hætt að geta krosslagt á mér fæturnar.“ Hún segir að viðbrögð fólks eftir að hún léttist hafi verið mikil og fólk almennt mun kurteisara við hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira