„Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2020 22:15 „Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt,” segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri um sjónvarpskappræður Guðna Th. Jóhannessonar forseta og frambjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar á Stöð 2 fyrr í kvöld. Í seinni hluta þáttarins færðist mikill hiti í leikinn þar sem Guðmundur Franklín gagnrýndi meðal annars framkomu forsetahjónanna í sjónvarpsauglýsingu Ferðamálastofu þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands. Þar að auki sagðist Guðmundur Franklín vilja forseta sem „ekki þyrfti að skammast sín fyrir" á erlendri grundu án þess að útskýra það neitt nánar. „Ert þú stoltur af framgöngu þinni hér í kvöld?“ spurði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mótframbjóðanda sinn Guðmund Franklín Jónsson. Guðmundur svaraði því játandi. Kom ekki málefnanlega frá þessu Grétar Þór sagði það ekki til sóma hvernig frambjóðandi til forsetaembættisins skyldi vinkla ákveðna hluti í þættinum. „Guðmundur Franklín kom ekki mjög málefnanlega frá þessu. Það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu.” Grétar segir að Guðmundur Franklín hefði mátt hemja málflutning sinn betur en hann gerði. „Ég þekki Guðna. Ég hef aldrei séð Guðna reiðan áður. Hann reiddist á einum tímapunkti þegar Guðmundur fór að draga eitthvað upp úr forsetakosningum 2016.” Grétar Þór segir að oft megi hafa gaman af Guðmundi Franklín. „Hann getur verið skemmtilegur á köflum og geðþekkur en sýndi á sér hliðar sem eru svolítið hæpnar. Hann fór oft yfir strikið enda voru þáttastjórnendur mjög mikið í því að leiðrétta hann og árétta að hann væri að grípa fram í.” Breytir ekki fylgi Guðmundar Franklíns Greint var frá niðurstöðum nýrrar könnunar í þættinum í kvöld sem benda til að Guðni Th. Jóhannesson myndi fara með öruggan sigur ef kosið yrði um forseta Íslands. Guðni fengi 92,4 prósent atkvæða samkvæmt könnun Maskínu og Stöðvar 2 og Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks og kjósenda flokka til hægri, sér í lagi Miðflokksins. Grétar Þór segist halda að fylgi Guðmundar Franklíns verði á svipuðum stað eftir þessa frammistöðu og verið hefur. Þeir sem hafi lýst yfir stuðningi við Guðmund í könnunum muni gera það áfram. „Þeir muni ekkert bakka með það. Maður veit ekki á hverju sá stuðningur byggir en virðist tengjast viðhorfum til þriðja orkupakkans þó að ég skilji ekki alveg þá tengingu. En þessar tvær úrtakskannanir sýna að þeir sem styðja Guðmund tengjast helst flokki sem stóð fyrir málþófi í umræðu um þriðja orkupakkann. Fylgið verði einhvers staðar á bilinu fimm til tíu prósent,” segir Grétar Þór. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir „Ertu stoltur af framgöngu þinni hér í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58 Deildu um þriðja orkupakkann og valdsvið forseta Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson mótframbjóðandi hans tókust á í kappræðum í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Farið var um víðan völl og kom meðal annars upp sú spurning hvenær forseti skyldi beita synjunarvaldi sínu, eða 26. grein stjórnarskrárinnar. 11. júní 2020 21:16 Guðmundur Franklín sækir fylgi til Miðflokksins, eldra fólks og karla Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fengi yfirburðarfylgi ef kosið yrði til forseta nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2. Forsetinn er með yfir 90 prósenta fylgi í öllum aldurshópum nema hjá fólki sem komið er yfir sextugt þar sem fylgið er 84 prósent. 11. júní 2020 18:37 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
„Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt,” segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri um sjónvarpskappræður Guðna Th. Jóhannessonar forseta og frambjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar á Stöð 2 fyrr í kvöld. Í seinni hluta þáttarins færðist mikill hiti í leikinn þar sem Guðmundur Franklín gagnrýndi meðal annars framkomu forsetahjónanna í sjónvarpsauglýsingu Ferðamálastofu þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands. Þar að auki sagðist Guðmundur Franklín vilja forseta sem „ekki þyrfti að skammast sín fyrir" á erlendri grundu án þess að útskýra það neitt nánar. „Ert þú stoltur af framgöngu þinni hér í kvöld?“ spurði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mótframbjóðanda sinn Guðmund Franklín Jónsson. Guðmundur svaraði því játandi. Kom ekki málefnanlega frá þessu Grétar Þór sagði það ekki til sóma hvernig frambjóðandi til forsetaembættisins skyldi vinkla ákveðna hluti í þættinum. „Guðmundur Franklín kom ekki mjög málefnanlega frá þessu. Það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu.” Grétar segir að Guðmundur Franklín hefði mátt hemja málflutning sinn betur en hann gerði. „Ég þekki Guðna. Ég hef aldrei séð Guðna reiðan áður. Hann reiddist á einum tímapunkti þegar Guðmundur fór að draga eitthvað upp úr forsetakosningum 2016.” Grétar Þór segir að oft megi hafa gaman af Guðmundi Franklín. „Hann getur verið skemmtilegur á köflum og geðþekkur en sýndi á sér hliðar sem eru svolítið hæpnar. Hann fór oft yfir strikið enda voru þáttastjórnendur mjög mikið í því að leiðrétta hann og árétta að hann væri að grípa fram í.” Breytir ekki fylgi Guðmundar Franklíns Greint var frá niðurstöðum nýrrar könnunar í þættinum í kvöld sem benda til að Guðni Th. Jóhannesson myndi fara með öruggan sigur ef kosið yrði um forseta Íslands. Guðni fengi 92,4 prósent atkvæða samkvæmt könnun Maskínu og Stöðvar 2 og Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks og kjósenda flokka til hægri, sér í lagi Miðflokksins. Grétar Þór segist halda að fylgi Guðmundar Franklíns verði á svipuðum stað eftir þessa frammistöðu og verið hefur. Þeir sem hafi lýst yfir stuðningi við Guðmund í könnunum muni gera það áfram. „Þeir muni ekkert bakka með það. Maður veit ekki á hverju sá stuðningur byggir en virðist tengjast viðhorfum til þriðja orkupakkans þó að ég skilji ekki alveg þá tengingu. En þessar tvær úrtakskannanir sýna að þeir sem styðja Guðmund tengjast helst flokki sem stóð fyrir málþófi í umræðu um þriðja orkupakkann. Fylgið verði einhvers staðar á bilinu fimm til tíu prósent,” segir Grétar Þór.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir „Ertu stoltur af framgöngu þinni hér í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58 Deildu um þriðja orkupakkann og valdsvið forseta Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson mótframbjóðandi hans tókust á í kappræðum í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Farið var um víðan völl og kom meðal annars upp sú spurning hvenær forseti skyldi beita synjunarvaldi sínu, eða 26. grein stjórnarskrárinnar. 11. júní 2020 21:16 Guðmundur Franklín sækir fylgi til Miðflokksins, eldra fólks og karla Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fengi yfirburðarfylgi ef kosið yrði til forseta nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2. Forsetinn er með yfir 90 prósenta fylgi í öllum aldurshópum nema hjá fólki sem komið er yfir sextugt þar sem fylgið er 84 prósent. 11. júní 2020 18:37 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
„Ertu stoltur af framgöngu þinni hér í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58
Deildu um þriðja orkupakkann og valdsvið forseta Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson mótframbjóðandi hans tókust á í kappræðum í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Farið var um víðan völl og kom meðal annars upp sú spurning hvenær forseti skyldi beita synjunarvaldi sínu, eða 26. grein stjórnarskrárinnar. 11. júní 2020 21:16
Guðmundur Franklín sækir fylgi til Miðflokksins, eldra fólks og karla Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fengi yfirburðarfylgi ef kosið yrði til forseta nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2. Forsetinn er með yfir 90 prósenta fylgi í öllum aldurshópum nema hjá fólki sem komið er yfir sextugt þar sem fylgið er 84 prósent. 11. júní 2020 18:37