Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 23:57 Bolton hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi í fússi í fyrra. Bók hans er ekki talin sýna Trump forseta í fögru ljósi. Vísir/Getty Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. Bolton lét vita af því að hann gæti haft nýjar upplýsingar um atvik sem leiddu til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í vetur en bar ekki vitni í réttarhöldunum. Bolton hætti eða var rekinn, allt eftir því hvort honum eða Trump er trúað, í september eftir að þeim forsetanum hafði greint verulega á um stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Norður-Kóreu, Íran, Afganistan og Rússlandi. Lögfræðingar hafa haft bók sem Bolton skrifaði um reynslu sína sem þjóðaröryggisráðgjafi til umsagnar undanfarið. Charles Cooper, lögmaður Bolton, segir að verulegar breytingar hafi verið gerðar til að tryggja að leynilegar upplýsingar verði ekki birtar, að sögn Reuters. Hvíta húsið hafi nýlega skrifað honum bréf um að leynilega upplýsingar séu í bókinni og að útgáfa hennar myndi brjóta gegn samningi sem Bolton gerði um þagmælsku. Cooper segir þetta tilraun Hvíta hússins til þess að notfæra sér þjóðaröryggi til þess að ritskoða Bolton. Bókin verði birt eftir sem áður síðar í þessum mánuði. Bolton var gagnrýndur fyrir að greina ekki frá því sem hann vissi um tilraunir Trump til að þrýsta á Úkraínu um að rannsaka pólitískan keppinaut hans í vetur. Hann lét þingið vita af því að hann kynni að hafa upplýsingar sem hefðu þýðingu fyrir réttarhöld yfir Trump en bar hvorki vitni né greindi opinberlega frá því sem hann vissi. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. Bolton lét vita af því að hann gæti haft nýjar upplýsingar um atvik sem leiddu til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í vetur en bar ekki vitni í réttarhöldunum. Bolton hætti eða var rekinn, allt eftir því hvort honum eða Trump er trúað, í september eftir að þeim forsetanum hafði greint verulega á um stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Norður-Kóreu, Íran, Afganistan og Rússlandi. Lögfræðingar hafa haft bók sem Bolton skrifaði um reynslu sína sem þjóðaröryggisráðgjafi til umsagnar undanfarið. Charles Cooper, lögmaður Bolton, segir að verulegar breytingar hafi verið gerðar til að tryggja að leynilegar upplýsingar verði ekki birtar, að sögn Reuters. Hvíta húsið hafi nýlega skrifað honum bréf um að leynilega upplýsingar séu í bókinni og að útgáfa hennar myndi brjóta gegn samningi sem Bolton gerði um þagmælsku. Cooper segir þetta tilraun Hvíta hússins til þess að notfæra sér þjóðaröryggi til þess að ritskoða Bolton. Bókin verði birt eftir sem áður síðar í þessum mánuði. Bolton var gagnrýndur fyrir að greina ekki frá því sem hann vissi um tilraunir Trump til að þrýsta á Úkraínu um að rannsaka pólitískan keppinaut hans í vetur. Hann lét þingið vita af því að hann kynni að hafa upplýsingar sem hefðu þýðingu fyrir réttarhöld yfir Trump en bar hvorki vitni né greindi opinberlega frá því sem hann vissi.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira