Segir aðferðirnar rangar og þær muni ekki standast lög Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2020 13:21 Stöðin hefur verið reist í Álfsnesi. Vísir/vilhelm Ekki verður hægt að treysta því að molta sem unnin er úr úrgangi í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verði nothæf vegna þeirra aðferða sem notaðar eru í stöðinni segir umhverfisstjórnunarfræðingur sem segir margt athugavert í því hvernig hugmyndin um gas- og jarðgerðarstöð hefur verið framkvæmd. „Það sem stingur mest í augun frá umhverfislegu sjónarmiði er það hvað menn ætla að taka inn í þessa stöð. Það hefur frá upphafi verið ætlun Sorpu að taka inn grófflokkaðan úrgang, þannig að heimilissorp fari á staðinn og þar sé flokkað úr því sem ekki má fara inn í stöðina með vélum,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og bætir við að með þessari aðferð náist ekki fram jafn hreinn straumur og með öðrum aðferðum. Rafhlöður eða raftæki gætu fylgt með í moltugerðina. „Það er ekkert hægt að segja fyrir fram um hvernig afurðin verður þegar þessi leið er farin. Aðferðin hefur þó þann kost að með henni er hægt að ná í meira lífrænt efni en afurðin verður óhjákvæmilega lakari,“ segir Stefán og segir þetta vera stóra gallann við stöðina. Annar galli hafi þó bæst við sem er ekki bara galli af umhverfissjónarmiðum heldur einnig vegna lagalegra sjónarmiða. „Það að taka inn lítið flokkaðan úrgang það stangast á við löggjöf sem er um það bil að verða innleidd á Íslandi. Þetta eru tilskipanir sem Ísland verður að innleiða,“ sagði Stefán og benti á að í frumvarpi umhverfisráðherra sem ekki er komið fyrir þingið sé gengið lengra en gert er ráð fyrir tilskipunum frá Evrópusambandinu. „Til þess að aðferðin sem sveitarfélagið notar til þess að taka úrganginn frá þér uppfylli ákvæði tilskipunarinnar þarf að vera sérstök söfnun á lífrænum úrgangi. Það má velta fyrir sér hvernig megi framkvæma hana, hvort það þurfi að vera tunna við hvert heimili, hvort það megi vera á grenndarstöð en það liggur fyrir því að það má ekki koma með þetta óflokkað,“ sagði Stefán. Þá sé tilskipun, sem snýr að því að sé unnið úr úrgangi sem ekki hefur verið sérsafnaður teljist það ekki endurvinnsla í bígerð. Stefán segir það hafa áhrif á getu Íslands og Sveitarfélaganna á því að uppfylla markmið tilskipana um endurvinnsluhlutfall. „Það minnkar verulega líkurnar á því að menn uppfylli það ef þeir geta ekki talið svona framleiðslu eða framkvæmd með. Ákvörðun hefur verið tekin í Reykjavík að gera heimilum ekki skylt að flokka lífrænan úrgang sérstaklega og treysta frekar á vélræna flokkun. „Þessi vélræni háttur er að mínu mati eitthvað sem gengur ekki upp gagnvart löggjöfinni,“ segir Stefán. „Þetta eru engar nýjungar, þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Tilskipanirnar voru samþykktar árið 2018.“ „Ákvarðanir virðast byggðar á gömlum eða úreltum forsendum en það segir ekkert um ágæti stöðvarinnar en aðferðin er röng. Það er ekki bara mín skoðun heldur er það eitthvað sem stenst ekki lög innan skamms,“ sagði Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur á Sprengisandi í morgun. Umhverfismál Sprengisandur Sorpa Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Ekki verður hægt að treysta því að molta sem unnin er úr úrgangi í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verði nothæf vegna þeirra aðferða sem notaðar eru í stöðinni segir umhverfisstjórnunarfræðingur sem segir margt athugavert í því hvernig hugmyndin um gas- og jarðgerðarstöð hefur verið framkvæmd. „Það sem stingur mest í augun frá umhverfislegu sjónarmiði er það hvað menn ætla að taka inn í þessa stöð. Það hefur frá upphafi verið ætlun Sorpu að taka inn grófflokkaðan úrgang, þannig að heimilissorp fari á staðinn og þar sé flokkað úr því sem ekki má fara inn í stöðina með vélum,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og bætir við að með þessari aðferð náist ekki fram jafn hreinn straumur og með öðrum aðferðum. Rafhlöður eða raftæki gætu fylgt með í moltugerðina. „Það er ekkert hægt að segja fyrir fram um hvernig afurðin verður þegar þessi leið er farin. Aðferðin hefur þó þann kost að með henni er hægt að ná í meira lífrænt efni en afurðin verður óhjákvæmilega lakari,“ segir Stefán og segir þetta vera stóra gallann við stöðina. Annar galli hafi þó bæst við sem er ekki bara galli af umhverfissjónarmiðum heldur einnig vegna lagalegra sjónarmiða. „Það að taka inn lítið flokkaðan úrgang það stangast á við löggjöf sem er um það bil að verða innleidd á Íslandi. Þetta eru tilskipanir sem Ísland verður að innleiða,“ sagði Stefán og benti á að í frumvarpi umhverfisráðherra sem ekki er komið fyrir þingið sé gengið lengra en gert er ráð fyrir tilskipunum frá Evrópusambandinu. „Til þess að aðferðin sem sveitarfélagið notar til þess að taka úrganginn frá þér uppfylli ákvæði tilskipunarinnar þarf að vera sérstök söfnun á lífrænum úrgangi. Það má velta fyrir sér hvernig megi framkvæma hana, hvort það þurfi að vera tunna við hvert heimili, hvort það megi vera á grenndarstöð en það liggur fyrir því að það má ekki koma með þetta óflokkað,“ sagði Stefán. Þá sé tilskipun, sem snýr að því að sé unnið úr úrgangi sem ekki hefur verið sérsafnaður teljist það ekki endurvinnsla í bígerð. Stefán segir það hafa áhrif á getu Íslands og Sveitarfélaganna á því að uppfylla markmið tilskipana um endurvinnsluhlutfall. „Það minnkar verulega líkurnar á því að menn uppfylli það ef þeir geta ekki talið svona framleiðslu eða framkvæmd með. Ákvörðun hefur verið tekin í Reykjavík að gera heimilum ekki skylt að flokka lífrænan úrgang sérstaklega og treysta frekar á vélræna flokkun. „Þessi vélræni háttur er að mínu mati eitthvað sem gengur ekki upp gagnvart löggjöfinni,“ segir Stefán. „Þetta eru engar nýjungar, þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Tilskipanirnar voru samþykktar árið 2018.“ „Ákvarðanir virðast byggðar á gömlum eða úreltum forsendum en það segir ekkert um ágæti stöðvarinnar en aðferðin er röng. Það er ekki bara mín skoðun heldur er það eitthvað sem stenst ekki lög innan skamms,“ sagði Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur á Sprengisandi í morgun.
Umhverfismál Sprengisandur Sorpa Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira