Lyfjafíkn Rybaks lagði næstum líf hans í rúst Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 23:42 Alexander Rybak á Eurovision-sviðinu í Moskvu árið 2009. Vísir/getty Norski tónlistarmaðurinn Alexander Rybak, sem sigraði Eurovision árið 2009 með laginu Fairytale, greindi í dag frá áratugaglímu sinni við lyfjafíkn. Rybak, sem fór í meðferð í byrjun árs, segir fíknisjúkdóminn hafa nær eyðilagt líf sitt. „Ég hef lifað með leyndarmáli. Ég hef verið háður svefn- og þunglyndislyfjum í ellefu ár. Það var meinlaust til að byrja með en að lokum eyðilagði það næstum líf mitt,“ skrifar Rybak í færslu á Instagram í dag, þar sem hann greinir í fyrsta sinn frá baráttu sinni við fíknina. View this post on Instagram I ve been living with a secret. For 11 years I have been addicted to sleep medications and antidepressants. It started out harmless, but in the end it almost ruined my life. This January I started rehab (with good help from my doctors) and little by little I m starting to feel like myself again. During the past years the pills made me weak and scared. It affected not only my brain but also my muscles and stomach. It destroyed my relationships to people, but most importantly it almost destroyed my will to live. I know there are many out there who are struggling with the same problems, so over the next weeks I will be sharing my experiences with you and if somebody can learn from them, it will make me feel better. * . 11 . , . ( ) . . , , . , , . , , , , , - . #mentalhealth #mentalhelse #rehab #addiction # # A post shared by ALEXANDER RYBAK (@rybakofficial) on Jun 3, 2020 at 6:56am PDT Hann kveðst hafa farið í meðferð í janúar og sé nú smám saman að komast aftur til fyrra horfs. „Pillurnar gerðu mig máttlausan og hræddan síðustu ár. Þær höfðu ekki bara áhrif á heilann í mér heldur líka vöðvana og magann. Þær eyðilögðu sambönd mín við fólk og, sem meira er, þær eyðilögðu næstum lífsvilja minn,“ skrifar Rybak. Eins og áður segir er Rybak Íslendingum líklega flestum kunnur fyrir að hafa sigrað Eurovision árið 2009 með laginu Fairytale – og þannig haft sigurinn af Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, sem hafnaði í öðru sæti með laginu Is it True? Miðað við færslu söngvarans má gera ráð fyrir að glíman við lyfjafíknina hafi byrjað um það leyti sem hann sigraði Eurovision. Rybak tók svo aftur þátt í keppninni árið 2018 og lenti þá í 15. sæti. Eurovision Noregur Fíkn Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Norski tónlistarmaðurinn Alexander Rybak, sem sigraði Eurovision árið 2009 með laginu Fairytale, greindi í dag frá áratugaglímu sinni við lyfjafíkn. Rybak, sem fór í meðferð í byrjun árs, segir fíknisjúkdóminn hafa nær eyðilagt líf sitt. „Ég hef lifað með leyndarmáli. Ég hef verið háður svefn- og þunglyndislyfjum í ellefu ár. Það var meinlaust til að byrja með en að lokum eyðilagði það næstum líf mitt,“ skrifar Rybak í færslu á Instagram í dag, þar sem hann greinir í fyrsta sinn frá baráttu sinni við fíknina. View this post on Instagram I ve been living with a secret. For 11 years I have been addicted to sleep medications and antidepressants. It started out harmless, but in the end it almost ruined my life. This January I started rehab (with good help from my doctors) and little by little I m starting to feel like myself again. During the past years the pills made me weak and scared. It affected not only my brain but also my muscles and stomach. It destroyed my relationships to people, but most importantly it almost destroyed my will to live. I know there are many out there who are struggling with the same problems, so over the next weeks I will be sharing my experiences with you and if somebody can learn from them, it will make me feel better. * . 11 . , . ( ) . . , , . , , . , , , , , - . #mentalhealth #mentalhelse #rehab #addiction # # A post shared by ALEXANDER RYBAK (@rybakofficial) on Jun 3, 2020 at 6:56am PDT Hann kveðst hafa farið í meðferð í janúar og sé nú smám saman að komast aftur til fyrra horfs. „Pillurnar gerðu mig máttlausan og hræddan síðustu ár. Þær höfðu ekki bara áhrif á heilann í mér heldur líka vöðvana og magann. Þær eyðilögðu sambönd mín við fólk og, sem meira er, þær eyðilögðu næstum lífsvilja minn,“ skrifar Rybak. Eins og áður segir er Rybak Íslendingum líklega flestum kunnur fyrir að hafa sigrað Eurovision árið 2009 með laginu Fairytale – og þannig haft sigurinn af Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, sem hafnaði í öðru sæti með laginu Is it True? Miðað við færslu söngvarans má gera ráð fyrir að glíman við lyfjafíknina hafi byrjað um það leyti sem hann sigraði Eurovision. Rybak tók svo aftur þátt í keppninni árið 2018 og lenti þá í 15. sæti.
Eurovision Noregur Fíkn Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira