Segja of snemmt að draga úr félagsforðun í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 10:10 Íbúar London njóta blíðunnar. EPA/ANDY RAIN Breskir vísindamenn sem ráðleggja yfirvöldum segja of snemmt að létta á félagsforðun í Bretlandi. Þeir segja dreifingu Covid-19 enn of mikla til að rétt sé að slaka á reglum og tilmælum og að undirbúningur varðandi rakningu smita sé ekki nógu langt kominn. Meðlimir ríkisstjórnar Boris Johnson segjast vonast til þess að rakningarkerfi Bretlands muni duga til að stöðva dreifingu nýju kórónuveirunnar. Á mánudaginn verða skólar opnaðir á nýjan leik í Bretlandi og allt að sex manns gert kleift að koma saman. Prófessorinn John Edmunds sagði það hafa verið pólitíska ákvörðun að draga úr félagsforðun og fella niður takmarkanir. Kollegi hans, Jeremy Farrar sagði að rakningarkerfi Bretlands þyrfti að vera í fullri notkun áður en umrædd skref verða tekin. Covid-19 spreading too fast to lift lockdown in England. Agree with John & clear science advice. TTI has to be in place, fully working, capable dealing any surge immediately, locally responsive, rapid results & infection rates have to be lower. And trusted https://t.co/ZmYKs4Go3W— Jeremy Farrar (@JeremyFarrar) May 29, 2020 Aðrir vísindamenn sem sitja í ráðgjafaráðinu Sage, sem ráðleggur yfirvöldum, hafa slegið á svipaða strengi. Í stuttu máli sagt, þá segja vísindamennirnir að smitum sé enn að fjölga í Bretlandi og að ríkið sé illa búið fyrir mikla aukningu. Í frétt BBC segir að smitum sé enn að fjölga mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir og þau gögn sem liggi fyrir gefi í skyn að smituðum fjölgi um átta þúsund á dag og það bara í Englandi. Heilt yfir hafa minnst 272. 607 smitast af veirunni í Bretlandi, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Bretland er eitt þeirra landa sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Miðlum ber þó ekki saman um hve margir hafa dáið þar. Johns Hopkins segir til að mynda að minnst 38.243 hafi dáið og er Bretland í öðru sæti á lista háskólans. Á undan Bretlandi eru Bandaríkin þar sem rúmlega hundrað þúsund manns hafa dáið og á eftir er Ítalía þar sem 33.229 hafa dáið. Samkvæmt talningu Reuters fréttaveitunnar hafa þó minnst 48 þúsund Bretar dáið vegna faraldursins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Breskir vísindamenn sem ráðleggja yfirvöldum segja of snemmt að létta á félagsforðun í Bretlandi. Þeir segja dreifingu Covid-19 enn of mikla til að rétt sé að slaka á reglum og tilmælum og að undirbúningur varðandi rakningu smita sé ekki nógu langt kominn. Meðlimir ríkisstjórnar Boris Johnson segjast vonast til þess að rakningarkerfi Bretlands muni duga til að stöðva dreifingu nýju kórónuveirunnar. Á mánudaginn verða skólar opnaðir á nýjan leik í Bretlandi og allt að sex manns gert kleift að koma saman. Prófessorinn John Edmunds sagði það hafa verið pólitíska ákvörðun að draga úr félagsforðun og fella niður takmarkanir. Kollegi hans, Jeremy Farrar sagði að rakningarkerfi Bretlands þyrfti að vera í fullri notkun áður en umrædd skref verða tekin. Covid-19 spreading too fast to lift lockdown in England. Agree with John & clear science advice. TTI has to be in place, fully working, capable dealing any surge immediately, locally responsive, rapid results & infection rates have to be lower. And trusted https://t.co/ZmYKs4Go3W— Jeremy Farrar (@JeremyFarrar) May 29, 2020 Aðrir vísindamenn sem sitja í ráðgjafaráðinu Sage, sem ráðleggur yfirvöldum, hafa slegið á svipaða strengi. Í stuttu máli sagt, þá segja vísindamennirnir að smitum sé enn að fjölga í Bretlandi og að ríkið sé illa búið fyrir mikla aukningu. Í frétt BBC segir að smitum sé enn að fjölga mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir og þau gögn sem liggi fyrir gefi í skyn að smituðum fjölgi um átta þúsund á dag og það bara í Englandi. Heilt yfir hafa minnst 272. 607 smitast af veirunni í Bretlandi, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Bretland er eitt þeirra landa sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Miðlum ber þó ekki saman um hve margir hafa dáið þar. Johns Hopkins segir til að mynda að minnst 38.243 hafi dáið og er Bretland í öðru sæti á lista háskólans. Á undan Bretlandi eru Bandaríkin þar sem rúmlega hundrað þúsund manns hafa dáið og á eftir er Ítalía þar sem 33.229 hafa dáið. Samkvæmt talningu Reuters fréttaveitunnar hafa þó minnst 48 þúsund Bretar dáið vegna faraldursins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira