Bandaríkin hætta að styðja WHO Andri Eysteinsson skrifar 29. maí 2020 21:05 Trump hélt blaðamannafund í Hvíta húsinu í dag. Getty/Win McNamee Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin myndu hætta samstarfi og stuðningi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO. Þetta kom fram í máli forsetans í Rósagarði Hvíta hússins en þar sagði forsetinn að þeir fjármunir sem hefðu farið til WHO verði nýttir til stuðnings annara heilbrigðisstofnanna. Sky greinir frá. Trump hefur undanfarnar vikur og mánuði gagnrýnt stofnunina og sagt hana ganga erinda kínverskra stjórnvalda auk þess sem að hafa brugðist illa við faraldri kórónuveirunnar. Forsetinn sagði á fundinum að kínverskir embættismenn hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldum sínum til stofnunarinnar og hafi beitt þrýstingi gegn stofnuninni til þess að fá WHO til að afvegaleiða umheiminn þegar veiran var uppgötvuð. Trump kennir Kínverjum um útbreiðslu Covid-19 sýkingarinnar og sagði kínversk stjórnvöld bera ábyrgð á yfir 100.000 dauðsföllum af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og milljónir um allan heiminn. Trump gagnrýndi þó ekki eingöngu Kínverja vegna veirunnar sem hann kallar enn Wuhan-veiruna heldur fjallaði hann einnig um nýja öryggislöggjöf Kínverja vegna Hong Kong sem hefur valdið miklum usla í borgríkinu undanfarið. Forsetinn sagði Hong Kong ekki teljast sjálfstjórnarríki lengur og sagði Bandaríkin ekki munu sinna borginni sérstaklega vegna þessa. Bandaríkin eru helsti bakhjarl alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hefur ríkið veitt 450 milljónum dala árlega til WHO. Talið var líklegt að forsetinn myndi svara spurningum um andlát Minneapolis-búans George Floyd eftir erindi sitt á fundinum en forseti leyfði engar spurningar eftir að hafa lokið máli sínu. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin myndu hætta samstarfi og stuðningi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO. Þetta kom fram í máli forsetans í Rósagarði Hvíta hússins en þar sagði forsetinn að þeir fjármunir sem hefðu farið til WHO verði nýttir til stuðnings annara heilbrigðisstofnanna. Sky greinir frá. Trump hefur undanfarnar vikur og mánuði gagnrýnt stofnunina og sagt hana ganga erinda kínverskra stjórnvalda auk þess sem að hafa brugðist illa við faraldri kórónuveirunnar. Forsetinn sagði á fundinum að kínverskir embættismenn hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldum sínum til stofnunarinnar og hafi beitt þrýstingi gegn stofnuninni til þess að fá WHO til að afvegaleiða umheiminn þegar veiran var uppgötvuð. Trump kennir Kínverjum um útbreiðslu Covid-19 sýkingarinnar og sagði kínversk stjórnvöld bera ábyrgð á yfir 100.000 dauðsföllum af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og milljónir um allan heiminn. Trump gagnrýndi þó ekki eingöngu Kínverja vegna veirunnar sem hann kallar enn Wuhan-veiruna heldur fjallaði hann einnig um nýja öryggislöggjöf Kínverja vegna Hong Kong sem hefur valdið miklum usla í borgríkinu undanfarið. Forsetinn sagði Hong Kong ekki teljast sjálfstjórnarríki lengur og sagði Bandaríkin ekki munu sinna borginni sérstaklega vegna þessa. Bandaríkin eru helsti bakhjarl alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hefur ríkið veitt 450 milljónum dala árlega til WHO. Talið var líklegt að forsetinn myndi svara spurningum um andlát Minneapolis-búans George Floyd eftir erindi sitt á fundinum en forseti leyfði engar spurningar eftir að hafa lokið máli sínu.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira