Venesúelamenn hafa lifibrauð af Runescape Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. maí 2020 09:00 Runescape er enn vinsæll fjölspilunarleikur þrátt fyrir að vera kominn til ára sinna. Mynd/Spineweilder Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. Stór hluti þessara spilara býr í Venesúela. Ríki sem var áður á meðal þeirra auðugustu í Suður-Ameríku en tekst nú á við sögulega djúpa efnahagslægð. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. En hvers vegna eru landsmenn þá í stórum stíl að verja tíma sínum í Runescape? Sanka að sér gulli Runescape er ekki einungis afþreyingarefni í Venesúela. Samkvæmt samantekt The Economist um málið er þetta aðalatvinna fjölmargra. Venesúelamenn vinna nú margir við að sanka að sér gulli, gjaldmiðli leiksins, og selja það svo öðrum. Fær gullgrafari getur aflað um fimm þúsund króna á mánuði, sem er ekkert slor enda lágmarkslaun í landinu ekki nema um þúsund krónur. Tölvuleikjamiðillinn Polygon tók nokkra gullgrafara tali á dögunum. Einn þeirra er Martinez. Hann hafði sagt upp bókhaldarastarfi sínu þegar verðbólgan var orðin svo mikil að launin dugðu ekki til að lifa af. Hann frétti af Runescape frá nágranna sínum. Alls náði Martinez að safna 450 bandaríkjadölum með því að selja gull í tölvuleiknum fornfræga. Peningana nýtti hann til þess að flýja til Perú. Þar hélt hann svo áfram að spila þar til hann átti efni á því að flytja móður sína og kærustu tl sín. Þennan skjá þekkja trúlega fjölmargir Íslendingar.Mynd/Spineweilder Raska spiluninni Aðrir spilarar Runescape eru auðvitað misánægðir með það hversu margir Venesúelamenn selja nú gull í leiknum. Þeir eru sagðir einoka mikilvæg svæði í leiknum og jú, brjóta reglurnar. Jagex, fyrirtækið á bakvið Runescape, sagði í svari við fyrirspurn Polygon að það væri stranglega bannað að selja gull í leiknum. Hins vegar hefði fyrirtækið samúð með Venesúelamönnum. Óánægja annarra spilara hefur orðið til þess að þeir hafa sumir gripið á það ráð að drepa markvisst persónur Venesúelamanna í leiknum, líkt og National Interest greindi frá. Aðrir hafa þó meiri samúð með gullkaupmönnunum. Í innleggi á Reddit sagði einn spilari að það að drepa Venesúelamenn í leiknum, og þannig láta þá tapa öllu gulli sínu, væri í raun eins og að drepa þá í raunheimum. Leikjavísir Venesúela Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. Stór hluti þessara spilara býr í Venesúela. Ríki sem var áður á meðal þeirra auðugustu í Suður-Ameríku en tekst nú á við sögulega djúpa efnahagslægð. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. En hvers vegna eru landsmenn þá í stórum stíl að verja tíma sínum í Runescape? Sanka að sér gulli Runescape er ekki einungis afþreyingarefni í Venesúela. Samkvæmt samantekt The Economist um málið er þetta aðalatvinna fjölmargra. Venesúelamenn vinna nú margir við að sanka að sér gulli, gjaldmiðli leiksins, og selja það svo öðrum. Fær gullgrafari getur aflað um fimm þúsund króna á mánuði, sem er ekkert slor enda lágmarkslaun í landinu ekki nema um þúsund krónur. Tölvuleikjamiðillinn Polygon tók nokkra gullgrafara tali á dögunum. Einn þeirra er Martinez. Hann hafði sagt upp bókhaldarastarfi sínu þegar verðbólgan var orðin svo mikil að launin dugðu ekki til að lifa af. Hann frétti af Runescape frá nágranna sínum. Alls náði Martinez að safna 450 bandaríkjadölum með því að selja gull í tölvuleiknum fornfræga. Peningana nýtti hann til þess að flýja til Perú. Þar hélt hann svo áfram að spila þar til hann átti efni á því að flytja móður sína og kærustu tl sín. Þennan skjá þekkja trúlega fjölmargir Íslendingar.Mynd/Spineweilder Raska spiluninni Aðrir spilarar Runescape eru auðvitað misánægðir með það hversu margir Venesúelamenn selja nú gull í leiknum. Þeir eru sagðir einoka mikilvæg svæði í leiknum og jú, brjóta reglurnar. Jagex, fyrirtækið á bakvið Runescape, sagði í svari við fyrirspurn Polygon að það væri stranglega bannað að selja gull í leiknum. Hins vegar hefði fyrirtækið samúð með Venesúelamönnum. Óánægja annarra spilara hefur orðið til þess að þeir hafa sumir gripið á það ráð að drepa markvisst persónur Venesúelamanna í leiknum, líkt og National Interest greindi frá. Aðrir hafa þó meiri samúð með gullkaupmönnunum. Í innleggi á Reddit sagði einn spilari að það að drepa Venesúelamenn í leiknum, og þannig láta þá tapa öllu gulli sínu, væri í raun eins og að drepa þá í raunheimum.
Leikjavísir Venesúela Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira