Agla María hyggst klára námið og vanda valið fyrir atvinnumennsku Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 23:00 Agla María Albertsdóttir sækir að Hallberu Guðnýju Gísladóttur í leik Breiðabliks og Vals í fyrra. Liðin mættust í kvöld þar sem Hallbera tryggði Val 2-1 sigur í æfingaleik. VÍSIR/DANÍEL „Ég er mjög spennt. Loksins er maður byrjaður að spila á æfingum og það er bara fínt að fara að keyra þetta í gang,“ segir Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta. Hún segir ljóst að Breiðablik ætli sér Íslands- og bikarmeistaratitil í sumar. Agla María ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag, fyrir æfingaleik Blika við Íslandsmeistara Vals. Þar hafði Valur betur í kvöld, 2-1, með sigurmarki Hallberu Guðnýjar Gísladóttur beint úr hornspyrnu. Agla María segir Blikakonur í góðu ástandi eftir þá undarlegu tíma sem verið hafa í íþróttalífinu, tilbúnar að hefja Íslandsmótið. Hún er ekki á því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verði endilega tveggja hesta hlaup Breiðabliks og Vals eins og í fyrra, þegar hvorugt liðið tapaði leik: „Ég held að það verði fleiri lið. Selfoss er búið að fá góða leikmenn og var með gott lið fyrir, og KR er búið að fá fullt af góðum leikmönnum, svo að ég held að það verði nokkur lið þarna sem geti stolið stigum hvert af öðru,“ sagði Agla María. Þrátt fyrir mjög gott tímabil máttu Blikar sætta sig við silfur í Pepsi Max-deildinni í fyrra, og tap gegn Fylki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Við ætlum að fara alla leið í báðum keppnum. Ekki endurtaka sumarið frá því í fyrra. Það var mjög svekkjandi og mun ekki endurtaka sig,“ sagði Agla María. Ítalía, England eða Svíþjóð? Agla María er aðeins tvítug en hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar síðustu ár og leikið 30 A-landsleiki. Hún kveðst ætla að bíða með að fara út í atvinnumennsku í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar, og ætlar að vanda valið: „Ég er í skóla hérna heima, búin með tvö ár í viðskiptafræði og ætla að klára þriðja árið og sjá svo til eftir það. Þetta fer bara eftir því hvað kemur upp á borðið. Maður nennir ekki að fara í hvað sem er. Það verður að vera spennandi,“ sagði Agla María, og bætti við: „Ítalska deildin er spennandi, sænska deildin er sterk, og enska deildin, en þetta fer eftir því hvort að maður er að fara í gott lið í þessum deildum eða ekki. Ég vil ekki fara í einhverja fallbaráttu. Mér finnst skipta aðalmáli að fara í gott lið sem hefur staðið sig vel árinu áður.“ Klippa: Sportið í dag - Agla María um tímabilið framundan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportið í dag Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
„Ég er mjög spennt. Loksins er maður byrjaður að spila á æfingum og það er bara fínt að fara að keyra þetta í gang,“ segir Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta. Hún segir ljóst að Breiðablik ætli sér Íslands- og bikarmeistaratitil í sumar. Agla María ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag, fyrir æfingaleik Blika við Íslandsmeistara Vals. Þar hafði Valur betur í kvöld, 2-1, með sigurmarki Hallberu Guðnýjar Gísladóttur beint úr hornspyrnu. Agla María segir Blikakonur í góðu ástandi eftir þá undarlegu tíma sem verið hafa í íþróttalífinu, tilbúnar að hefja Íslandsmótið. Hún er ekki á því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verði endilega tveggja hesta hlaup Breiðabliks og Vals eins og í fyrra, þegar hvorugt liðið tapaði leik: „Ég held að það verði fleiri lið. Selfoss er búið að fá góða leikmenn og var með gott lið fyrir, og KR er búið að fá fullt af góðum leikmönnum, svo að ég held að það verði nokkur lið þarna sem geti stolið stigum hvert af öðru,“ sagði Agla María. Þrátt fyrir mjög gott tímabil máttu Blikar sætta sig við silfur í Pepsi Max-deildinni í fyrra, og tap gegn Fylki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Við ætlum að fara alla leið í báðum keppnum. Ekki endurtaka sumarið frá því í fyrra. Það var mjög svekkjandi og mun ekki endurtaka sig,“ sagði Agla María. Ítalía, England eða Svíþjóð? Agla María er aðeins tvítug en hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar síðustu ár og leikið 30 A-landsleiki. Hún kveðst ætla að bíða með að fara út í atvinnumennsku í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar, og ætlar að vanda valið: „Ég er í skóla hérna heima, búin með tvö ár í viðskiptafræði og ætla að klára þriðja árið og sjá svo til eftir það. Þetta fer bara eftir því hvað kemur upp á borðið. Maður nennir ekki að fara í hvað sem er. Það verður að vera spennandi,“ sagði Agla María, og bætti við: „Ítalska deildin er spennandi, sænska deildin er sterk, og enska deildin, en þetta fer eftir því hvort að maður er að fara í gott lið í þessum deildum eða ekki. Ég vil ekki fara í einhverja fallbaráttu. Mér finnst skipta aðalmáli að fara í gott lið sem hefur staðið sig vel árinu áður.“ Klippa: Sportið í dag - Agla María um tímabilið framundan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportið í dag Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira