Agla María hyggst klára námið og vanda valið fyrir atvinnumennsku Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 23:00 Agla María Albertsdóttir sækir að Hallberu Guðnýju Gísladóttur í leik Breiðabliks og Vals í fyrra. Liðin mættust í kvöld þar sem Hallbera tryggði Val 2-1 sigur í æfingaleik. VÍSIR/DANÍEL „Ég er mjög spennt. Loksins er maður byrjaður að spila á æfingum og það er bara fínt að fara að keyra þetta í gang,“ segir Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta. Hún segir ljóst að Breiðablik ætli sér Íslands- og bikarmeistaratitil í sumar. Agla María ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag, fyrir æfingaleik Blika við Íslandsmeistara Vals. Þar hafði Valur betur í kvöld, 2-1, með sigurmarki Hallberu Guðnýjar Gísladóttur beint úr hornspyrnu. Agla María segir Blikakonur í góðu ástandi eftir þá undarlegu tíma sem verið hafa í íþróttalífinu, tilbúnar að hefja Íslandsmótið. Hún er ekki á því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verði endilega tveggja hesta hlaup Breiðabliks og Vals eins og í fyrra, þegar hvorugt liðið tapaði leik: „Ég held að það verði fleiri lið. Selfoss er búið að fá góða leikmenn og var með gott lið fyrir, og KR er búið að fá fullt af góðum leikmönnum, svo að ég held að það verði nokkur lið þarna sem geti stolið stigum hvert af öðru,“ sagði Agla María. Þrátt fyrir mjög gott tímabil máttu Blikar sætta sig við silfur í Pepsi Max-deildinni í fyrra, og tap gegn Fylki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Við ætlum að fara alla leið í báðum keppnum. Ekki endurtaka sumarið frá því í fyrra. Það var mjög svekkjandi og mun ekki endurtaka sig,“ sagði Agla María. Ítalía, England eða Svíþjóð? Agla María er aðeins tvítug en hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar síðustu ár og leikið 30 A-landsleiki. Hún kveðst ætla að bíða með að fara út í atvinnumennsku í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar, og ætlar að vanda valið: „Ég er í skóla hérna heima, búin með tvö ár í viðskiptafræði og ætla að klára þriðja árið og sjá svo til eftir það. Þetta fer bara eftir því hvað kemur upp á borðið. Maður nennir ekki að fara í hvað sem er. Það verður að vera spennandi,“ sagði Agla María, og bætti við: „Ítalska deildin er spennandi, sænska deildin er sterk, og enska deildin, en þetta fer eftir því hvort að maður er að fara í gott lið í þessum deildum eða ekki. Ég vil ekki fara í einhverja fallbaráttu. Mér finnst skipta aðalmáli að fara í gott lið sem hefur staðið sig vel árinu áður.“ Klippa: Sportið í dag - Agla María um tímabilið framundan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportið í dag Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
„Ég er mjög spennt. Loksins er maður byrjaður að spila á æfingum og það er bara fínt að fara að keyra þetta í gang,“ segir Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta. Hún segir ljóst að Breiðablik ætli sér Íslands- og bikarmeistaratitil í sumar. Agla María ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag, fyrir æfingaleik Blika við Íslandsmeistara Vals. Þar hafði Valur betur í kvöld, 2-1, með sigurmarki Hallberu Guðnýjar Gísladóttur beint úr hornspyrnu. Agla María segir Blikakonur í góðu ástandi eftir þá undarlegu tíma sem verið hafa í íþróttalífinu, tilbúnar að hefja Íslandsmótið. Hún er ekki á því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verði endilega tveggja hesta hlaup Breiðabliks og Vals eins og í fyrra, þegar hvorugt liðið tapaði leik: „Ég held að það verði fleiri lið. Selfoss er búið að fá góða leikmenn og var með gott lið fyrir, og KR er búið að fá fullt af góðum leikmönnum, svo að ég held að það verði nokkur lið þarna sem geti stolið stigum hvert af öðru,“ sagði Agla María. Þrátt fyrir mjög gott tímabil máttu Blikar sætta sig við silfur í Pepsi Max-deildinni í fyrra, og tap gegn Fylki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Við ætlum að fara alla leið í báðum keppnum. Ekki endurtaka sumarið frá því í fyrra. Það var mjög svekkjandi og mun ekki endurtaka sig,“ sagði Agla María. Ítalía, England eða Svíþjóð? Agla María er aðeins tvítug en hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar síðustu ár og leikið 30 A-landsleiki. Hún kveðst ætla að bíða með að fara út í atvinnumennsku í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar, og ætlar að vanda valið: „Ég er í skóla hérna heima, búin með tvö ár í viðskiptafræði og ætla að klára þriðja árið og sjá svo til eftir það. Þetta fer bara eftir því hvað kemur upp á borðið. Maður nennir ekki að fara í hvað sem er. Það verður að vera spennandi,“ sagði Agla María, og bætti við: „Ítalska deildin er spennandi, sænska deildin er sterk, og enska deildin, en þetta fer eftir því hvort að maður er að fara í gott lið í þessum deildum eða ekki. Ég vil ekki fara í einhverja fallbaráttu. Mér finnst skipta aðalmáli að fara í gott lið sem hefur staðið sig vel árinu áður.“ Klippa: Sportið í dag - Agla María um tímabilið framundan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportið í dag Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira