Var lengi vel með mikla minnimáttarkennd vegna útlitsins Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2020 10:29 Þorgerður vill aldrei aftur að upplifa álíka hræðslu og þegar dóttir hennar veiktist alvarlega. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist hafa verið með lélega sjálfmynd á unglingsárum eins og svo margir. Þá séu veikindi dóttur hennar það erfiðasta sem hún hafi glímt við á ævinni og vilji ekki þurfa að endurtaka. Sindri Sindrason settist niður með alþingiskonunni einn morguninn á heimili hennar í Hafnarfirðinum og fóru þau yfir ýmis mál, þar á meðal morgunrútínuna. Klukkan var átta þegar Sindra bar að garði. „Mér finnst gott að vakna snemma og hef ekki þurft að sofa mikið í gegnum tíðina,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður býr með eiginmanni sínum Kristjáni Arasyni og segir hún að hann færi stundum eiginkonunni kaffi í rúmið. Þorgerður og Kristján eiga þrjú börn. Gunnar Ara, sem er í íþróttafræði í HR, Gísla Þorgeir handboltamann, og Katrínu Erlu sem er í FB. Þorgerður fór í lögfræði eftir MS og vegna þess að lögfræðin er praktísk. „Ég ætlaði í dýralækninn og ef ég væri að fara aftur í nám þá færi ég alltaf í dýralækninn. Ég var á náttúrufræðisviði í MS og ætlaði alltaf að fara þá leið.“ Hún var lengi vel í Sjálfstæðisflokknum og sat á þingi fyrir flokkinn í mörg ár en segist ekki sakna flokksins. Erum enn þá vinkonur „En ég viðurkenni það alveg að það eru ákveðnar manneskjur sem ég sakna og við erum ennþá vinkonur.“ Hún útilokar ekki að mynda einhvern tímann ríkisstjórn með flokknum og útilokar hún almennt enga flokka. Sindri spurði þingmanninn hvernig móðir hún væri. „Ég held ég geti stundum verið svolítið hörð en ég vona líka að ég sýni blíðuna inni á milli.“ Sjálf ólst Þorgerður upp með lítið sjálfstraust og var eins og margar unglingsstúlkur á þeim tíma óánægð með eigið útlit og hæð. Þá sá hún mjög illa og hefur Kristján eiginmaður hennar grínast með að hún hafi ekki verið með linsurnar þegar þau hittust fyrst. Mesta gleðin fylgir börnunum „Ég varð gleraugnaglámur og var með mikla minnimáttarkennd. Ég sá mjög illa og fór í aðgerð fyrir einhverjum tólf eða fjórtán árum. Sjálfsmyndin var ekkert rosalega sterk framan af.“ Hún hafi verið með þykk gleraugu sem stundum eru kennd við kókflöskubotna. Það sem gleður hana mest er að sjá ánægju hjá börnunum. Hins vegar sé ekkert erfiðara en að glíma við veikindi barna sinna og þá hræðslu sem fylgir þeim. Katrín dóttir þeirra hjóna greindist með heilaæxli árið 2008. „Að eiga barn og þú veist ekkert hvað gerist er erfiðasta reynslan af þeim öllum sem ég hef í farteskinu. Þegar hún veiktist á sínum tíma, er eitthvað sem ég vil ekki gera aftur,“ segir Þorgerður Katrín. „Maður er þakklátur og þetta var kraftaverk og íslenska heilbrigðiskerfið er frábært.“ Hún vill að við verðum á varðbergi og þora að taka skref fram á við. Skapa þurfi jöfn tækifæri fyrir alla, Íslendinga sem útlendinga hér á landi. Klippa: Ísland í dag - Þegar hún veiktist á sínum tíma er eitthvað sem ég vil ekki gera aftur Ísland í dag Alþingi Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist hafa verið með lélega sjálfmynd á unglingsárum eins og svo margir. Þá séu veikindi dóttur hennar það erfiðasta sem hún hafi glímt við á ævinni og vilji ekki þurfa að endurtaka. Sindri Sindrason settist niður með alþingiskonunni einn morguninn á heimili hennar í Hafnarfirðinum og fóru þau yfir ýmis mál, þar á meðal morgunrútínuna. Klukkan var átta þegar Sindra bar að garði. „Mér finnst gott að vakna snemma og hef ekki þurft að sofa mikið í gegnum tíðina,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður býr með eiginmanni sínum Kristjáni Arasyni og segir hún að hann færi stundum eiginkonunni kaffi í rúmið. Þorgerður og Kristján eiga þrjú börn. Gunnar Ara, sem er í íþróttafræði í HR, Gísla Þorgeir handboltamann, og Katrínu Erlu sem er í FB. Þorgerður fór í lögfræði eftir MS og vegna þess að lögfræðin er praktísk. „Ég ætlaði í dýralækninn og ef ég væri að fara aftur í nám þá færi ég alltaf í dýralækninn. Ég var á náttúrufræðisviði í MS og ætlaði alltaf að fara þá leið.“ Hún var lengi vel í Sjálfstæðisflokknum og sat á þingi fyrir flokkinn í mörg ár en segist ekki sakna flokksins. Erum enn þá vinkonur „En ég viðurkenni það alveg að það eru ákveðnar manneskjur sem ég sakna og við erum ennþá vinkonur.“ Hún útilokar ekki að mynda einhvern tímann ríkisstjórn með flokknum og útilokar hún almennt enga flokka. Sindri spurði þingmanninn hvernig móðir hún væri. „Ég held ég geti stundum verið svolítið hörð en ég vona líka að ég sýni blíðuna inni á milli.“ Sjálf ólst Þorgerður upp með lítið sjálfstraust og var eins og margar unglingsstúlkur á þeim tíma óánægð með eigið útlit og hæð. Þá sá hún mjög illa og hefur Kristján eiginmaður hennar grínast með að hún hafi ekki verið með linsurnar þegar þau hittust fyrst. Mesta gleðin fylgir börnunum „Ég varð gleraugnaglámur og var með mikla minnimáttarkennd. Ég sá mjög illa og fór í aðgerð fyrir einhverjum tólf eða fjórtán árum. Sjálfsmyndin var ekkert rosalega sterk framan af.“ Hún hafi verið með þykk gleraugu sem stundum eru kennd við kókflöskubotna. Það sem gleður hana mest er að sjá ánægju hjá börnunum. Hins vegar sé ekkert erfiðara en að glíma við veikindi barna sinna og þá hræðslu sem fylgir þeim. Katrín dóttir þeirra hjóna greindist með heilaæxli árið 2008. „Að eiga barn og þú veist ekkert hvað gerist er erfiðasta reynslan af þeim öllum sem ég hef í farteskinu. Þegar hún veiktist á sínum tíma, er eitthvað sem ég vil ekki gera aftur,“ segir Þorgerður Katrín. „Maður er þakklátur og þetta var kraftaverk og íslenska heilbrigðiskerfið er frábært.“ Hún vill að við verðum á varðbergi og þora að taka skref fram á við. Skapa þurfi jöfn tækifæri fyrir alla, Íslendinga sem útlendinga hér á landi. Klippa: Ísland í dag - Þegar hún veiktist á sínum tíma er eitthvað sem ég vil ekki gera aftur
Ísland í dag Alþingi Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira