Hvernig ég lærði um gosið í Vestmannaeyjum Matthildur Björnsdóttir skrifar 13. mars 2020 11:00 Það er eins og það hafi verið í gær. Ég bjó í smáíbúð í kjallara í Skipasundi 80 sem Albert heitinn Guðmundsson alþingismaður átti efri hæðirnar af, og sem hafði leigt þau húsakynni fyrir skóladagheimilið sem var rétt nýstofnað. Trúlega það fyrsta á Íslandi. Ég var barnshafandi, komin langt á leið og þetta var nokkuð snemma um morgunn. Svo hringdi dyrabjallan. Það var hún Hólmfríður sem var stjórnandi skóladagheimilisins uppi. Hún sagði mér frá gosinu sem hafði byrjað í Vestmannaeyjum. Hólmfríður spurði mig svo hvort hún mætti koma með krakkana niður til að sjá útsendinguna sem yrði um það í sjónvarpinu, og það var löngu áður en sjónvarpið var vant að koma á. Auðvitað sagði ég já, og þau komu öll niður blessuð börnin, og voru algerir englar í litlu stofunni minni, þar sem þau sátu á gólfinu í stofunni og horfðu dolfallin á það sem var á skjánum. Ég var í raun sjokkeruð að heyra um gosið, af því að ég hafði komið til Vestmannaeyja nokkrum árum áður til að heimsækja fjölskylduvini og gengið á það fjall í einni af þeim heimsóknum og átti alls ekki von á þessu, frekar en að nokkur annar í landinu hefði talið að slíkt myndi gerast. Ég hafði líka verið á tveim þjóðhátíðum þar. Þessi börn sem sátu á gólfinu í stofunni okkar væru rúmlega fimmtug í dag um 53 eða 54 ára gömul eða svo, og ég velti fyrir mér hvort þessi atburður hafi festst þeim í minni? Hvort þau muni eftir að hafa farið inn í stofu í kjallaranum á skóladagheimilinu til að sjá gosið. Ég tel Hólmfríði hafa verið mjög forsjála og rétt hugsandi að vilja fræða börnin um þetta gos, þar sem landið hefur svo mörg elfjöll sem enginn veit hvenær gætu byrjað að gjósa. Matthildur Björnsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það er eins og það hafi verið í gær. Ég bjó í smáíbúð í kjallara í Skipasundi 80 sem Albert heitinn Guðmundsson alþingismaður átti efri hæðirnar af, og sem hafði leigt þau húsakynni fyrir skóladagheimilið sem var rétt nýstofnað. Trúlega það fyrsta á Íslandi. Ég var barnshafandi, komin langt á leið og þetta var nokkuð snemma um morgunn. Svo hringdi dyrabjallan. Það var hún Hólmfríður sem var stjórnandi skóladagheimilisins uppi. Hún sagði mér frá gosinu sem hafði byrjað í Vestmannaeyjum. Hólmfríður spurði mig svo hvort hún mætti koma með krakkana niður til að sjá útsendinguna sem yrði um það í sjónvarpinu, og það var löngu áður en sjónvarpið var vant að koma á. Auðvitað sagði ég já, og þau komu öll niður blessuð börnin, og voru algerir englar í litlu stofunni minni, þar sem þau sátu á gólfinu í stofunni og horfðu dolfallin á það sem var á skjánum. Ég var í raun sjokkeruð að heyra um gosið, af því að ég hafði komið til Vestmannaeyja nokkrum árum áður til að heimsækja fjölskylduvini og gengið á það fjall í einni af þeim heimsóknum og átti alls ekki von á þessu, frekar en að nokkur annar í landinu hefði talið að slíkt myndi gerast. Ég hafði líka verið á tveim þjóðhátíðum þar. Þessi börn sem sátu á gólfinu í stofunni okkar væru rúmlega fimmtug í dag um 53 eða 54 ára gömul eða svo, og ég velti fyrir mér hvort þessi atburður hafi festst þeim í minni? Hvort þau muni eftir að hafa farið inn í stofu í kjallaranum á skóladagheimilinu til að sjá gosið. Ég tel Hólmfríði hafa verið mjög forsjála og rétt hugsandi að vilja fræða börnin um þetta gos, þar sem landið hefur svo mörg elfjöll sem enginn veit hvenær gætu byrjað að gjósa. Matthildur Björnsdóttir
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar