Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2020 07:53 Frá mótmælum gærdagsins í Madríd. EPA/DANIEL PEREZ Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. Mótmælendur óku í gegnum höfuðborg Spánar, Madríd, og veifuðu spænska fánanum. Það var krafa þeirra að samfélagslegum takmörkunum í borginni yrði aflétt og að Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins úr flokki sósíalista, segði af sér embætti. Mótmælin, sem hvatt var til af öfgahægriflokknum Vox, byggja á því að takmarkanirnar sé til þess fallnar að fara illa með atvinnulíf og efnahag landsins. Santiago Abascal, leiðtogi flokksins, leiddi mótmælin í opinni rútu. Hann var með andlitsgrímu og sagði ríkisstjórnina „beinlínis ábyrga fyrir verstu viðbrögðum við faraldrinum í öllum heiminum.“ Tæplega ein milljón Spánverja missti vinnuna í mars, og hagspár gera ráð fyrir því að efnahagur Spánar dragist saman um allt að 12 prósent á þessu ári sökum faraldursins. Slakað var á helstu samfélagslegu takmörkunum í landinu um miðjan mars, en íbúar tveggja fjölmennustu borga Spánar, Madríd og Barcelona, hafa áfram mátt sæta harðari takmarkana, vegna fjölda kórónuveirutilfella innan þeirra. Á mánudag verður þó slakað á höftum þar, og fólki leyft að snæða utandyra og hittast í allt að tíu manna hópum. Í gær tilkynnti Sánchez um tvenns konar fyrirhugaðar tilslakanir á samfélagslegum takmörkunum. Annars vegar sagði hann að knattspyrnuyfirvöld hefðu fengið grænt ljós á að hefja spænsku deildarkeppnina frá 8. júní og hins vegar að Spánn yrði opnaður fyrir ferðamönnum í júlí. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spænski boltinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira
Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. Mótmælendur óku í gegnum höfuðborg Spánar, Madríd, og veifuðu spænska fánanum. Það var krafa þeirra að samfélagslegum takmörkunum í borginni yrði aflétt og að Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins úr flokki sósíalista, segði af sér embætti. Mótmælin, sem hvatt var til af öfgahægriflokknum Vox, byggja á því að takmarkanirnar sé til þess fallnar að fara illa með atvinnulíf og efnahag landsins. Santiago Abascal, leiðtogi flokksins, leiddi mótmælin í opinni rútu. Hann var með andlitsgrímu og sagði ríkisstjórnina „beinlínis ábyrga fyrir verstu viðbrögðum við faraldrinum í öllum heiminum.“ Tæplega ein milljón Spánverja missti vinnuna í mars, og hagspár gera ráð fyrir því að efnahagur Spánar dragist saman um allt að 12 prósent á þessu ári sökum faraldursins. Slakað var á helstu samfélagslegu takmörkunum í landinu um miðjan mars, en íbúar tveggja fjölmennustu borga Spánar, Madríd og Barcelona, hafa áfram mátt sæta harðari takmarkana, vegna fjölda kórónuveirutilfella innan þeirra. Á mánudag verður þó slakað á höftum þar, og fólki leyft að snæða utandyra og hittast í allt að tíu manna hópum. Í gær tilkynnti Sánchez um tvenns konar fyrirhugaðar tilslakanir á samfélagslegum takmörkunum. Annars vegar sagði hann að knattspyrnuyfirvöld hefðu fengið grænt ljós á að hefja spænsku deildarkeppnina frá 8. júní og hins vegar að Spánn yrði opnaður fyrir ferðamönnum í júlí.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spænski boltinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira