„Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin“ Sylvía Hall skrifar 23. maí 2020 19:11 Piers Morgan er verulega ósáttur við hegðun ráðgjafa forsætisráðherrans. Vísir/Getty Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð. Ráðgjafinn, Dominic Cummings, er sakaður um að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði 400 kílómetra leið til foreldra sinna. „Ef Boris rekur ekki Cummings í dag, þá mun ég lýsa því yfir að útgöngubanninu sé lokið og keyra til þess að hitta foreldra mína (í tveggja metra fjarlægð) í fyrsta skiptið í 12 vikur,“ skrifaði Piers á Twitter-síðu sína, greinilega ósáttur við stöðu mála. „Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin.“ If Boris doesn’t fire Cummings today, then I will deem the Lockdown over & drive down to see my parents (from a 2m distance) for the first time in 12 weeks. I’m not having one rule for these clowns & another for the rest of us. pic.twitter.com/EMGb9ETTVf— Piers Morgan (@piersmorgan) May 23, 2020 Kallað hefur verið eftir afsögn Cummings en breskir fjölmiðlar sátu fyrir honum fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag. Aðspurður sagðist honum vera sama um hvernig þetta liti út, þetta væri spurning um að gera það rétta í stöðunni. „Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Downingstræti 10 sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn hjá foreldrum sínum, þar sem hann hafði haft grun um að bæði hann sjálfur og eiginkona sín væru smituð af kórónuveirunni. „Fjölskylda hans hafði boðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni meðan þau sinntu honum.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. 23. maí 2020 15:29 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. 17. maí 2020 11:38 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð. Ráðgjafinn, Dominic Cummings, er sakaður um að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði 400 kílómetra leið til foreldra sinna. „Ef Boris rekur ekki Cummings í dag, þá mun ég lýsa því yfir að útgöngubanninu sé lokið og keyra til þess að hitta foreldra mína (í tveggja metra fjarlægð) í fyrsta skiptið í 12 vikur,“ skrifaði Piers á Twitter-síðu sína, greinilega ósáttur við stöðu mála. „Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin.“ If Boris doesn’t fire Cummings today, then I will deem the Lockdown over & drive down to see my parents (from a 2m distance) for the first time in 12 weeks. I’m not having one rule for these clowns & another for the rest of us. pic.twitter.com/EMGb9ETTVf— Piers Morgan (@piersmorgan) May 23, 2020 Kallað hefur verið eftir afsögn Cummings en breskir fjölmiðlar sátu fyrir honum fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag. Aðspurður sagðist honum vera sama um hvernig þetta liti út, þetta væri spurning um að gera það rétta í stöðunni. „Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Downingstræti 10 sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn hjá foreldrum sínum, þar sem hann hafði haft grun um að bæði hann sjálfur og eiginkona sín væru smituð af kórónuveirunni. „Fjölskylda hans hafði boðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni meðan þau sinntu honum.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. 23. maí 2020 15:29 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. 17. maí 2020 11:38 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. 23. maí 2020 15:29
Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41
Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. 17. maí 2020 11:38