Michael Owen: Nú geta hin liðin í Meistaradeildinni andað léttar þegar besta lið Evrópu er úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 23:30 Michael Owen í leikmannagöngunum á Anfield en hann hjálpaði félaginu að vinna nokkra af þessum titlum. Getty/LFC Foundation/ Michael Owen, fyrrum leikmaður og Evrópumeistari með Liverpool, hrósaði liðinu mikið fyrir leikinn á móti Atletico Madrid í gærkvöldi þrátt fyrir að liðið hafi dottið út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool liðið var í stórsókn allan leikinn á Anfield í gær og komst í 2-0 sem hefði dugað liðinu til að vinna sér sæti í átta liða úrslitunum. Atletico Madrid skoraði hins vegar þrjú mörk í framlengingunni, vann leikinn 3-2 og sló ríkjandi Evrópumeistara úr leik. Þetta var leikur tveggja markavarða. Jan Oblak var í heimsklassa formi í marki Atletico Madrid og hélt sínu liði á floti en Adrian gerði risamistök sem breyttu öll til hins verra fyrir Liverpool. Some will agree with Michael Owen; others will think he's talking a load of codswallop https://t.co/BiLjj4HJHG #LFC #LIVATL #UCL— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 12, 2020 Michael Owen ræddi við BT Sport eftir leikinn. „Það er engin spurning um það að öll stóru liðin í Evrópu hafa landað eftir eftir þessi úrslit og að Liverpool sé úr leik. Ég er í engum vafa um að Liverpool sé besta liðið í Evrópu á þessari stundu,“ sagði Michael Owen. „Já, þeir unnu þetta tveggja leikja einvígi en Liverpool er samt sem áður besta liðið í Evrópu og liðið var stórkostlegt í 90 mínútur,“ sagði Owen. Michael Owen er líka á því að úrslitin hefðu verið allt önnur ef Alisson hefði staðið í marki Liverpool liðsins í þessum leik. „Ef Alisson spilar þá vinnur Liverpool. Eins og Rio [Ferdinand] sagði þá var voru markverðirnir munurinn á þessum tveimur liðum,“ sagði Owen. Michael Owen er uppalinn hjá Liverpool og lék með félaginu frá 1996 til 2004. Hann skoraði 158 mörk í 297 leikjum með Liverpool og vann sex titla með félaginu. Hann fór frá Liverpool til Real Madrid en var aldrei litinn sömu augum í Liverpool borg eftir að hann valdi fyrst að fara frekar til Newcastle þegar hann kom aftur heima til Englands og enn frekar eftir að hann samdi við Manchester United árið 2009. Liverpool hefur aldrei unnið ensku úrvalsdeildina en Michael Owen vann hana með Manchester United vorið 2011. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira
Michael Owen, fyrrum leikmaður og Evrópumeistari með Liverpool, hrósaði liðinu mikið fyrir leikinn á móti Atletico Madrid í gærkvöldi þrátt fyrir að liðið hafi dottið út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool liðið var í stórsókn allan leikinn á Anfield í gær og komst í 2-0 sem hefði dugað liðinu til að vinna sér sæti í átta liða úrslitunum. Atletico Madrid skoraði hins vegar þrjú mörk í framlengingunni, vann leikinn 3-2 og sló ríkjandi Evrópumeistara úr leik. Þetta var leikur tveggja markavarða. Jan Oblak var í heimsklassa formi í marki Atletico Madrid og hélt sínu liði á floti en Adrian gerði risamistök sem breyttu öll til hins verra fyrir Liverpool. Some will agree with Michael Owen; others will think he's talking a load of codswallop https://t.co/BiLjj4HJHG #LFC #LIVATL #UCL— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 12, 2020 Michael Owen ræddi við BT Sport eftir leikinn. „Það er engin spurning um það að öll stóru liðin í Evrópu hafa landað eftir eftir þessi úrslit og að Liverpool sé úr leik. Ég er í engum vafa um að Liverpool sé besta liðið í Evrópu á þessari stundu,“ sagði Michael Owen. „Já, þeir unnu þetta tveggja leikja einvígi en Liverpool er samt sem áður besta liðið í Evrópu og liðið var stórkostlegt í 90 mínútur,“ sagði Owen. Michael Owen er líka á því að úrslitin hefðu verið allt önnur ef Alisson hefði staðið í marki Liverpool liðsins í þessum leik. „Ef Alisson spilar þá vinnur Liverpool. Eins og Rio [Ferdinand] sagði þá var voru markverðirnir munurinn á þessum tveimur liðum,“ sagði Owen. Michael Owen er uppalinn hjá Liverpool og lék með félaginu frá 1996 til 2004. Hann skoraði 158 mörk í 297 leikjum með Liverpool og vann sex titla með félaginu. Hann fór frá Liverpool til Real Madrid en var aldrei litinn sömu augum í Liverpool borg eftir að hann valdi fyrst að fara frekar til Newcastle þegar hann kom aftur heima til Englands og enn frekar eftir að hann samdi við Manchester United árið 2009. Liverpool hefur aldrei unnið ensku úrvalsdeildina en Michael Owen vann hana með Manchester United vorið 2011.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira