Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. maí 2020 08:00 Mjaldrasysturnar sýna börnum sérstaka athylgi. Vísir/Jóhann K. Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. Tæpt ár er síðan mjaldrasysturnar komu með miklum tilkostnaði til Íslands með löngu flugi frá Sjanghæ. Frá komunni hingað til lands hafa þær dvalið í sérútbúinni umönnunarlaug í Vestmannaeyjum, þar sem þær hafa undirbúið sig fyrir dvölina í sjókvínni í Klettsvík, sem tók lengri tíma en áætlað var. „Litlu Hvít og Litlu Grá gengur mjög vel. Þær aðlagast mjög vel lífinu hér í Vestmannaeyjum. Þær venjast vel svalari vatnshita. Hitinn hefur verið lækkaður úr 15 gráðum í átta. Þær éta vel og þær verða tilbúnar að flytja út í Klettsvík í júní,“ segir Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Rúmt verður um mjaldrana í Klettsvík Litla Grá og Litla hvít eru fyrstu mjaldrarnir sem komið er fyrir á griðasvæði en tegundin er talin í útrýmingarhættu. Þær voru áður sýningardýr í skemmtigarði í ellefu ár. Í Klettsvík fá systurnar 32.000 fermetra svæði til að synda um í. „Þær verða í sjókví í fyrstu til að tryggja að þær aðlagist opnu sjávarumhverfi og við getum fylgst með heilsu þeirra og fóðrað þær. Og svo með tímanum, hver veit? Það er fiskur þarna úti. Kannski fara þær að veiða fisk en við ætlum að hugsa um þær það sem þær eiga eftir ólifað og það gætu vel verið 30 ár í viðbót,“ segir Audrey. Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Vísir/Jóhann K. Elska að fá gesti í heimsókn Litla hvít og Litla grá elska athygli og iðulega þegar gesti ber að garði taka þær á mót þeim. „Þær eru mjög forvitnar. Þær eru hændar að umsjónarfólkinu og tilteknu fólki og þær sýna fólki mikinn áhuga við gluggann og koma og horfa á það og þær virðast sérstaklega heillast af börnum,“ segir Audrey. Mjaldrasysturnar Litla grá og Litla hvít elska að fá gesti í heimsókn í Gestastofu Sea Life Trust. Þar geta gestir kíkt á þær systur í gegnum gluggaVísir/Jóhann K. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. Tæpt ár er síðan mjaldrasysturnar komu með miklum tilkostnaði til Íslands með löngu flugi frá Sjanghæ. Frá komunni hingað til lands hafa þær dvalið í sérútbúinni umönnunarlaug í Vestmannaeyjum, þar sem þær hafa undirbúið sig fyrir dvölina í sjókvínni í Klettsvík, sem tók lengri tíma en áætlað var. „Litlu Hvít og Litlu Grá gengur mjög vel. Þær aðlagast mjög vel lífinu hér í Vestmannaeyjum. Þær venjast vel svalari vatnshita. Hitinn hefur verið lækkaður úr 15 gráðum í átta. Þær éta vel og þær verða tilbúnar að flytja út í Klettsvík í júní,“ segir Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Rúmt verður um mjaldrana í Klettsvík Litla Grá og Litla hvít eru fyrstu mjaldrarnir sem komið er fyrir á griðasvæði en tegundin er talin í útrýmingarhættu. Þær voru áður sýningardýr í skemmtigarði í ellefu ár. Í Klettsvík fá systurnar 32.000 fermetra svæði til að synda um í. „Þær verða í sjókví í fyrstu til að tryggja að þær aðlagist opnu sjávarumhverfi og við getum fylgst með heilsu þeirra og fóðrað þær. Og svo með tímanum, hver veit? Það er fiskur þarna úti. Kannski fara þær að veiða fisk en við ætlum að hugsa um þær það sem þær eiga eftir ólifað og það gætu vel verið 30 ár í viðbót,“ segir Audrey. Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Vísir/Jóhann K. Elska að fá gesti í heimsókn Litla hvít og Litla grá elska athygli og iðulega þegar gesti ber að garði taka þær á mót þeim. „Þær eru mjög forvitnar. Þær eru hændar að umsjónarfólkinu og tilteknu fólki og þær sýna fólki mikinn áhuga við gluggann og koma og horfa á það og þær virðast sérstaklega heillast af börnum,“ segir Audrey. Mjaldrasysturnar Litla grá og Litla hvít elska að fá gesti í heimsókn í Gestastofu Sea Life Trust. Þar geta gestir kíkt á þær systur í gegnum gluggaVísir/Jóhann K.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira