Helgi Björns ætlar að fylla Háskólabíó tvisvar í ágúst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2020 12:00 Helgi Björns í Garðpartýi Bylgjunnar á Menningarnótt. Vísir/Vilhelm Selst hefur upp á Sumarhátíð Helga Björns í Háskólabíó. Tónleikunum, sem fara áttu fram í vor, var frestað til 28. ágústu vegna kórónuveirunnar. Það kom ekki í veg fyrir að seldist upp á tónleikana og hefur verið ákveðið að blása til aukatónleika laugardagskvöldið 29. ágúst að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns, út ágúst. Þá kemur fram í minnisblaði hans til ráðherra að jafnframt þurfi að viðhalda leiðbeiningum til einstaklinga varðandi nándarmörk, tveggja metra regluna. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti.Háskólabíó Skipuleggjendur viðburða á Íslandi næstu vikur og mánuði klóra sér margir hverjir í kollinm þessa dagana varðandi framkvæmdir á þeim. Breytingar á samkomubanni taka gildi 4. maí og þá verður miðað við að ekki fleiri en fimmtíu safnist saman, en um leið virði tveggja metra regluna. Næstu tilslakana má vænta seint í maí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði gefa auga leið að fimmtíu manna veislur gætu ekki farið fram í fimmtíu fermetra íbúðum. Íslendingar væru þó lausnamiðaðir. Hann sagðist jafnframt vonast til þess að Íslendingar gætu farið að kyssast og knúsast aftur í júlí. Allt með fyrirvörum þó. Sýningum á Níu líf, söngleiknum um Bubba Morthens, var frestað að lokinni frumsýningarhelgi í mars. Ekki liggur fyrir hvenær sýningar halda áfram. Stjórnendur leikhúsa og kvikmyndahús sem fréttastofa hefur rætt við eru að velta málunum fyrir sér en engin plön eru komin varðandi breytingar strax 4. maí. Þegar horft er til lengri tíma velta stjórnendur meðal annars fyrir sér hversu hörð viðmiðin verða varðandi tveggja metra regluna. Stórar leikhússýningar standi varla undir sér ef aðeins má sitja í öðru hverju sæti svo dæmi sé tekið. Greinilegt er að Helgi Björns og félagar treysta á að fólk geti setið hlið við hlið á tónleikunum í Háskólabíó í lok ágúst. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti. Til samanburðar tekur Eldborg rúmlega 1600 manns í sæti. Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Selst hefur upp á Sumarhátíð Helga Björns í Háskólabíó. Tónleikunum, sem fara áttu fram í vor, var frestað til 28. ágústu vegna kórónuveirunnar. Það kom ekki í veg fyrir að seldist upp á tónleikana og hefur verið ákveðið að blása til aukatónleika laugardagskvöldið 29. ágúst að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns, út ágúst. Þá kemur fram í minnisblaði hans til ráðherra að jafnframt þurfi að viðhalda leiðbeiningum til einstaklinga varðandi nándarmörk, tveggja metra regluna. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti.Háskólabíó Skipuleggjendur viðburða á Íslandi næstu vikur og mánuði klóra sér margir hverjir í kollinm þessa dagana varðandi framkvæmdir á þeim. Breytingar á samkomubanni taka gildi 4. maí og þá verður miðað við að ekki fleiri en fimmtíu safnist saman, en um leið virði tveggja metra regluna. Næstu tilslakana má vænta seint í maí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði gefa auga leið að fimmtíu manna veislur gætu ekki farið fram í fimmtíu fermetra íbúðum. Íslendingar væru þó lausnamiðaðir. Hann sagðist jafnframt vonast til þess að Íslendingar gætu farið að kyssast og knúsast aftur í júlí. Allt með fyrirvörum þó. Sýningum á Níu líf, söngleiknum um Bubba Morthens, var frestað að lokinni frumsýningarhelgi í mars. Ekki liggur fyrir hvenær sýningar halda áfram. Stjórnendur leikhúsa og kvikmyndahús sem fréttastofa hefur rætt við eru að velta málunum fyrir sér en engin plön eru komin varðandi breytingar strax 4. maí. Þegar horft er til lengri tíma velta stjórnendur meðal annars fyrir sér hversu hörð viðmiðin verða varðandi tveggja metra regluna. Stórar leikhússýningar standi varla undir sér ef aðeins má sitja í öðru hverju sæti svo dæmi sé tekið. Greinilegt er að Helgi Björns og félagar treysta á að fólk geti setið hlið við hlið á tónleikunum í Háskólabíó í lok ágúst. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti. Til samanburðar tekur Eldborg rúmlega 1600 manns í sæti.
Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira