Hæstiréttur stöðvar afhendingu Mueller-gagna Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2020 23:25 Robert Mueller, fyrrverandi sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. EPA/JIM LO SCALZO Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í dag í veg fyrir að þingmenn fengu aðgang að skýrslu Robert Mueller úr Rússarannsókninni svokölluðu og önnur undirliggjandi gögn. Dómstólinn samþykkti beiðni dómsmálaráðuneytisins að fresta afhendingu skjalanna, eins og lægra dómstig hafði skipað að ætti að gera. Ákvörðunartöku var frestað til 1. júní. Þá verður ákveðið hvort því verði frestað aftur eða hvort málaferli fara fram í haust. Sama hvort verður ákveðið eru litlar líkur á því að þingið komi höndum yfir skýrsluna fyrir kosningarnar í nóvember. Þingmenn Demókrataflokksins segjast vilja sjá gögnin varðandi það hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Í skýrslu Mueller tíundaði hann nokkur atvik þar sem halda má fram að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en William Barr, dómsmálaráðherra, sagði ekki tilefni til ákæru. Sú yfirlýsing Barr var og er verulega umdeild. Bandamenn forsetans hafa ítrekað haldið því fram að skýrslan hreinsi Trump sök en á sama tíma hefur Hvíta húsið lagt gífurlegt púður í að skýrslan og önnur gögn rannsóknarinnar yrði gerð opinber. Dómsmálaráðuneytið afhenti þingmönnum afrit af skýrslunni þar sem búið var að strika yfir stóra hluta hennar og hefur ekki viljað afhenda undirliggjandi gögn. Mueller var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins til að taka yfir rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með þeim. Það var gert eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknarinnar. Honum var einnig gert að rannsaka hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Alríkisdómstóll í Washington komst að þeirri niðurstöður í mars að dómsmálaráðuneytinu bæri að afhenda þinginu gögnin. Þrátt fyrir að Trump hafi verið ákærður af fulltrúadeildinni fyrir embættisbrot og svo sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, hefur fulltrúadeildin haldið rannsókn sinni áfram. Lögmenn fulltrúadeildarinnar segja rannsóknina mikilvæga og vísa meðal annars í að Hvíta húsið hafi mögulega beitt sér til að stytta fangelsisdóm Roger Stone og sömuleiðis til að fá dómsmálaráðuneytið til að fella niður ákæru gegn Michael Flynn, þrátt fyrir að hann hafi játað brot sitt tvisvar sinnum. Bandaríkin Rússarannsóknin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í dag í veg fyrir að þingmenn fengu aðgang að skýrslu Robert Mueller úr Rússarannsókninni svokölluðu og önnur undirliggjandi gögn. Dómstólinn samþykkti beiðni dómsmálaráðuneytisins að fresta afhendingu skjalanna, eins og lægra dómstig hafði skipað að ætti að gera. Ákvörðunartöku var frestað til 1. júní. Þá verður ákveðið hvort því verði frestað aftur eða hvort málaferli fara fram í haust. Sama hvort verður ákveðið eru litlar líkur á því að þingið komi höndum yfir skýrsluna fyrir kosningarnar í nóvember. Þingmenn Demókrataflokksins segjast vilja sjá gögnin varðandi það hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Í skýrslu Mueller tíundaði hann nokkur atvik þar sem halda má fram að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en William Barr, dómsmálaráðherra, sagði ekki tilefni til ákæru. Sú yfirlýsing Barr var og er verulega umdeild. Bandamenn forsetans hafa ítrekað haldið því fram að skýrslan hreinsi Trump sök en á sama tíma hefur Hvíta húsið lagt gífurlegt púður í að skýrslan og önnur gögn rannsóknarinnar yrði gerð opinber. Dómsmálaráðuneytið afhenti þingmönnum afrit af skýrslunni þar sem búið var að strika yfir stóra hluta hennar og hefur ekki viljað afhenda undirliggjandi gögn. Mueller var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins til að taka yfir rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með þeim. Það var gert eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknarinnar. Honum var einnig gert að rannsaka hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Alríkisdómstóll í Washington komst að þeirri niðurstöður í mars að dómsmálaráðuneytinu bæri að afhenda þinginu gögnin. Þrátt fyrir að Trump hafi verið ákærður af fulltrúadeildinni fyrir embættisbrot og svo sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, hefur fulltrúadeildin haldið rannsókn sinni áfram. Lögmenn fulltrúadeildarinnar segja rannsóknina mikilvæga og vísa meðal annars í að Hvíta húsið hafi mögulega beitt sér til að stytta fangelsisdóm Roger Stone og sömuleiðis til að fá dómsmálaráðuneytið til að fella niður ákæru gegn Michael Flynn, þrátt fyrir að hann hafi játað brot sitt tvisvar sinnum.
Bandaríkin Rússarannsóknin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira