„Óla Stefáns“ myndin af Iniesta á Barcelona síðunni vekur upp minningar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 17:00 Andres Iniesta fékk að fljúga eftir síðasta leik sinn með Barcelona fyrir nákvæmlega tveimur árum síðan. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Spænski knattspyrnumaðurinn Andrés Iniesta spilaði sinn síðasta leik með Barcelona á þessum degi fyrir tveimur árum síðan og Barcelona minntist þeirra tímamóta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Sérstaka athygli vekur mynd af Andrés Iniesta á miðjum Nývangi þar sem hann situr einn með símann sinn og völlurinn hefur alveg tæmst. Þessa mynd má sjá hér fyrir neðan. Þessi mynd minnir mikið á mynd sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og þá ljósmyndari Fréttablaðsins, tók af Ólafi Stefánssyni fyrir fjórtán árum. Myndin af Ólafi Stefánssyni var tekin eftir að Ciudad Real vann Meistaradeildina vorið 2006 en Ciudad Real vann þá 37-28 sigur á Portland San Antonio í seinni úrslitaleiknum og 62-47 samanlagt. Ólafur Stefánsson var markahæstur í liði Ciudad Real með sjö mörk og hafði einnig verið markahæstur í fyrri leiknum. Þetta var fyrsti Meistaradeildartitill Ólafs með Ciudad Real en þeir urðu alls þrír (líka 2008 og 2009). Ólafur vann Meistaradeildina líka með Magdeburg árið 2002. Myndin hans Vilhelms var valin ein af myndum ársins 2006 og hana má sjá hér fyrir neðan þar sem úrklippa úr Fréttablaðinu þar sem hún fékk að njóta sín. Úrklippa úr Fréttablaðinu 31. desember 2006 þar sem sjá má Ólaf Stefánsson á miðjum vellinum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2006. Allir áhorfendurnir eru farnir en hann er að tala í símann sinn út á miðjum velli.Skjámynd/Úrklippa úr Fréttablaðinu Andrés Iniesta vann alls 32 titla með Barcelona og spilaði 758 leiki fyrir félagið á tæpum átján árum. Hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum, spænsku deildina níu sinnum og spænska bikarinn sex sinnum. Þá varð hann einnig þrisvar heimsmeistari félagsliða. Í síðasta leik sínum fyrir Barcelona, 20. maí 2018, þá bar hann fyirliðabandið í 1-0 sigri á Real Sociedad. Iniesta fékk heiðursskiptingu á 82. mínútu. 84.168 mættu á völlinn en þegar allir áhorfendurnir voru farnir þá fór Andrés Iniesta aftur út á völl. Spænski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Sjá meira
Spænski knattspyrnumaðurinn Andrés Iniesta spilaði sinn síðasta leik með Barcelona á þessum degi fyrir tveimur árum síðan og Barcelona minntist þeirra tímamóta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Sérstaka athygli vekur mynd af Andrés Iniesta á miðjum Nývangi þar sem hann situr einn með símann sinn og völlurinn hefur alveg tæmst. Þessa mynd má sjá hér fyrir neðan. Þessi mynd minnir mikið á mynd sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og þá ljósmyndari Fréttablaðsins, tók af Ólafi Stefánssyni fyrir fjórtán árum. Myndin af Ólafi Stefánssyni var tekin eftir að Ciudad Real vann Meistaradeildina vorið 2006 en Ciudad Real vann þá 37-28 sigur á Portland San Antonio í seinni úrslitaleiknum og 62-47 samanlagt. Ólafur Stefánsson var markahæstur í liði Ciudad Real með sjö mörk og hafði einnig verið markahæstur í fyrri leiknum. Þetta var fyrsti Meistaradeildartitill Ólafs með Ciudad Real en þeir urðu alls þrír (líka 2008 og 2009). Ólafur vann Meistaradeildina líka með Magdeburg árið 2002. Myndin hans Vilhelms var valin ein af myndum ársins 2006 og hana má sjá hér fyrir neðan þar sem úrklippa úr Fréttablaðinu þar sem hún fékk að njóta sín. Úrklippa úr Fréttablaðinu 31. desember 2006 þar sem sjá má Ólaf Stefánsson á miðjum vellinum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2006. Allir áhorfendurnir eru farnir en hann er að tala í símann sinn út á miðjum velli.Skjámynd/Úrklippa úr Fréttablaðinu Andrés Iniesta vann alls 32 titla með Barcelona og spilaði 758 leiki fyrir félagið á tæpum átján árum. Hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum, spænsku deildina níu sinnum og spænska bikarinn sex sinnum. Þá varð hann einnig þrisvar heimsmeistari félagsliða. Í síðasta leik sínum fyrir Barcelona, 20. maí 2018, þá bar hann fyirliðabandið í 1-0 sigri á Real Sociedad. Iniesta fékk heiðursskiptingu á 82. mínútu. 84.168 mættu á völlinn en þegar allir áhorfendurnir voru farnir þá fór Andrés Iniesta aftur út á völl.
Spænski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Sjá meira