„Óla Stefáns“ myndin af Iniesta á Barcelona síðunni vekur upp minningar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 17:00 Andres Iniesta fékk að fljúga eftir síðasta leik sinn með Barcelona fyrir nákvæmlega tveimur árum síðan. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Spænski knattspyrnumaðurinn Andrés Iniesta spilaði sinn síðasta leik með Barcelona á þessum degi fyrir tveimur árum síðan og Barcelona minntist þeirra tímamóta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Sérstaka athygli vekur mynd af Andrés Iniesta á miðjum Nývangi þar sem hann situr einn með símann sinn og völlurinn hefur alveg tæmst. Þessa mynd má sjá hér fyrir neðan. Þessi mynd minnir mikið á mynd sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og þá ljósmyndari Fréttablaðsins, tók af Ólafi Stefánssyni fyrir fjórtán árum. Myndin af Ólafi Stefánssyni var tekin eftir að Ciudad Real vann Meistaradeildina vorið 2006 en Ciudad Real vann þá 37-28 sigur á Portland San Antonio í seinni úrslitaleiknum og 62-47 samanlagt. Ólafur Stefánsson var markahæstur í liði Ciudad Real með sjö mörk og hafði einnig verið markahæstur í fyrri leiknum. Þetta var fyrsti Meistaradeildartitill Ólafs með Ciudad Real en þeir urðu alls þrír (líka 2008 og 2009). Ólafur vann Meistaradeildina líka með Magdeburg árið 2002. Myndin hans Vilhelms var valin ein af myndum ársins 2006 og hana má sjá hér fyrir neðan þar sem úrklippa úr Fréttablaðinu þar sem hún fékk að njóta sín. Úrklippa úr Fréttablaðinu 31. desember 2006 þar sem sjá má Ólaf Stefánsson á miðjum vellinum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2006. Allir áhorfendurnir eru farnir en hann er að tala í símann sinn út á miðjum velli.Skjámynd/Úrklippa úr Fréttablaðinu Andrés Iniesta vann alls 32 titla með Barcelona og spilaði 758 leiki fyrir félagið á tæpum átján árum. Hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum, spænsku deildina níu sinnum og spænska bikarinn sex sinnum. Þá varð hann einnig þrisvar heimsmeistari félagsliða. Í síðasta leik sínum fyrir Barcelona, 20. maí 2018, þá bar hann fyirliðabandið í 1-0 sigri á Real Sociedad. Iniesta fékk heiðursskiptingu á 82. mínútu. 84.168 mættu á völlinn en þegar allir áhorfendurnir voru farnir þá fór Andrés Iniesta aftur út á völl. Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
Spænski knattspyrnumaðurinn Andrés Iniesta spilaði sinn síðasta leik með Barcelona á þessum degi fyrir tveimur árum síðan og Barcelona minntist þeirra tímamóta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Sérstaka athygli vekur mynd af Andrés Iniesta á miðjum Nývangi þar sem hann situr einn með símann sinn og völlurinn hefur alveg tæmst. Þessa mynd má sjá hér fyrir neðan. Þessi mynd minnir mikið á mynd sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og þá ljósmyndari Fréttablaðsins, tók af Ólafi Stefánssyni fyrir fjórtán árum. Myndin af Ólafi Stefánssyni var tekin eftir að Ciudad Real vann Meistaradeildina vorið 2006 en Ciudad Real vann þá 37-28 sigur á Portland San Antonio í seinni úrslitaleiknum og 62-47 samanlagt. Ólafur Stefánsson var markahæstur í liði Ciudad Real með sjö mörk og hafði einnig verið markahæstur í fyrri leiknum. Þetta var fyrsti Meistaradeildartitill Ólafs með Ciudad Real en þeir urðu alls þrír (líka 2008 og 2009). Ólafur vann Meistaradeildina líka með Magdeburg árið 2002. Myndin hans Vilhelms var valin ein af myndum ársins 2006 og hana má sjá hér fyrir neðan þar sem úrklippa úr Fréttablaðinu þar sem hún fékk að njóta sín. Úrklippa úr Fréttablaðinu 31. desember 2006 þar sem sjá má Ólaf Stefánsson á miðjum vellinum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2006. Allir áhorfendurnir eru farnir en hann er að tala í símann sinn út á miðjum velli.Skjámynd/Úrklippa úr Fréttablaðinu Andrés Iniesta vann alls 32 titla með Barcelona og spilaði 758 leiki fyrir félagið á tæpum átján árum. Hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum, spænsku deildina níu sinnum og spænska bikarinn sex sinnum. Þá varð hann einnig þrisvar heimsmeistari félagsliða. Í síðasta leik sínum fyrir Barcelona, 20. maí 2018, þá bar hann fyirliðabandið í 1-0 sigri á Real Sociedad. Iniesta fékk heiðursskiptingu á 82. mínútu. 84.168 mættu á völlinn en þegar allir áhorfendurnir voru farnir þá fór Andrés Iniesta aftur út á völl.
Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira