Fjöldi mála þokast áfram á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2020 19:30 Alþingi lauk annarri umræðu um fimm frumvörp og þriðju umræðu um eitt frumvarp í dag auk síðari umræðu um þrjár þingsályktunartillögur. Atkvæðagreiðslur fóru fram síðdegis með skipulagðri göngu þingmanna í gegnum þingsalinn til að gæta sóttvarna eins og gert hefur verið í atkvæðagreiðslum undanfarnar vikur. Meðal frumvarpa sem greidd voru atkvæði um að lokinni annarri umræðu var frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Guðjón S. Brjánsson þingmaður segir mikilvægt að líta ekki á neytendur ólöglegra vímuefna sem glæpamenn.Vísir/ Vilhelm Þingmenn nokkurra flokka lýstu stuðningi sínum við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu í dag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði frumvarpið marka tímamót. „Hér er eitt lítið skref stigið í átt til afglæpavæðingar. Að horft sé til þess að um heilbrigðismál sé að ræða en ekki afbrotamál þótt hugsanlega sé um ólögleg vímuefni að ræða,“ sagði Guðjón. Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Við erum að taka hér utanum mjög viðkvæman hóp og veikan hóp. Og ég segi já fyrir hönd þess hóps og líka fyrir hönd aðstandenda,“ sagði Halla Signý. Halldóra Mogensen vill að gert verði refsilaust að hafa á sér neysluskammta af öllum vímuefnum.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata hefur verið hvað ötulust þingmanna að þrýsta á hugafarsbreytingu meðal þingmanna í málefnum neytenda ólöglegra vímuefna. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem gengur lengra en frumvarp heilbrigðisráðherra sem hún styður þó eins og flestir þingmenn. „Mér sýnist að þetta ætli fram að ganga alla vega eftir aðra umræðu. Sem er mjög gott. Og ég kannski bara hvet ráðherra til áframhaldandi hughrekkis þegar kemur að því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna almennt.,“ sagði Halldóra við atkvæðagreiðsluna í dag. Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30 Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Alþingi lauk annarri umræðu um fimm frumvörp og þriðju umræðu um eitt frumvarp í dag auk síðari umræðu um þrjár þingsályktunartillögur. Atkvæðagreiðslur fóru fram síðdegis með skipulagðri göngu þingmanna í gegnum þingsalinn til að gæta sóttvarna eins og gert hefur verið í atkvæðagreiðslum undanfarnar vikur. Meðal frumvarpa sem greidd voru atkvæði um að lokinni annarri umræðu var frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Guðjón S. Brjánsson þingmaður segir mikilvægt að líta ekki á neytendur ólöglegra vímuefna sem glæpamenn.Vísir/ Vilhelm Þingmenn nokkurra flokka lýstu stuðningi sínum við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu í dag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði frumvarpið marka tímamót. „Hér er eitt lítið skref stigið í átt til afglæpavæðingar. Að horft sé til þess að um heilbrigðismál sé að ræða en ekki afbrotamál þótt hugsanlega sé um ólögleg vímuefni að ræða,“ sagði Guðjón. Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Við erum að taka hér utanum mjög viðkvæman hóp og veikan hóp. Og ég segi já fyrir hönd þess hóps og líka fyrir hönd aðstandenda,“ sagði Halla Signý. Halldóra Mogensen vill að gert verði refsilaust að hafa á sér neysluskammta af öllum vímuefnum.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata hefur verið hvað ötulust þingmanna að þrýsta á hugafarsbreytingu meðal þingmanna í málefnum neytenda ólöglegra vímuefna. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem gengur lengra en frumvarp heilbrigðisráðherra sem hún styður þó eins og flestir þingmenn. „Mér sýnist að þetta ætli fram að ganga alla vega eftir aðra umræðu. Sem er mjög gott. Og ég kannski bara hvet ráðherra til áframhaldandi hughrekkis þegar kemur að því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna almennt.,“ sagði Halldóra við atkvæðagreiðsluna í dag.
Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30 Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30
Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30
Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30