Komust yfir persónuupplýsingar níu milljón viðskiptavina EasyJet Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2020 11:49 EasyJet vélar á Brandenborgarflugvelli í Berlín. Getty Stjórnendur lágfargjaldaflugfélagsins Easyjet viðurkenndu í dag að upplýsingum um níu milljónir viðskiptavina þess hefði verið stolið í „háþróuðu“ tölvuinnbroti. Af þeim komust þrjótarnir í greiðslukortaupplýsingar fleiri en tvö þúsund viðskiptavina. Persónuvernd Bretlands hefur verið tilkynnt um Bretlandið en Easyjet segir að rannsókn standi yfir á því. Töluvpóstföngum og ferðaáætlunum milljóna var stolið í innbrotinu og áttuðu stjórnendur Easyjet sig fyrst á því í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir sem urðu fyrir því að greiðslukortaupplýsingum þeirra var stolið fengu ekki að vita af því fyrr en í apríl. Fyrirtækið segir að það hafi tekið það tíma til að átta sig á umfangi innbrotsins og hverjir hefðu orðið fyrir áhrifum af því. „Við gátum aðeins upplýst fólk þegar rannsóknin var komin nægilega langt til þess að við gætum greint hvaða einstaklingar hefðu orðið fyrir áhrifum, síðan hverjir lentu í því og svo hvaða upplýsingar var farið inn í,“ segir Easyjet. Viðskiptavinirnir sem áttu upplýsingarnar sem var stolið hafa nú verið varaðir við svikatölvupóstum. Easyjet segir að ekkert bendi til þess að persónuupplýsingum fólks hafi verið stolið. Engu að síður ráðleggi það viðskiptavinum að grípa til varúðarráðstafana. „Við ráðleggjum viðskiptavinum að gæta sín á samskiptum sem eiga að koma frá Easyjet eða Easyjet Holidays,“ segir fyrirtækið. Bretland Fréttir af flugi Tölvuárásir Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stjórnendur lágfargjaldaflugfélagsins Easyjet viðurkenndu í dag að upplýsingum um níu milljónir viðskiptavina þess hefði verið stolið í „háþróuðu“ tölvuinnbroti. Af þeim komust þrjótarnir í greiðslukortaupplýsingar fleiri en tvö þúsund viðskiptavina. Persónuvernd Bretlands hefur verið tilkynnt um Bretlandið en Easyjet segir að rannsókn standi yfir á því. Töluvpóstföngum og ferðaáætlunum milljóna var stolið í innbrotinu og áttuðu stjórnendur Easyjet sig fyrst á því í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir sem urðu fyrir því að greiðslukortaupplýsingum þeirra var stolið fengu ekki að vita af því fyrr en í apríl. Fyrirtækið segir að það hafi tekið það tíma til að átta sig á umfangi innbrotsins og hverjir hefðu orðið fyrir áhrifum af því. „Við gátum aðeins upplýst fólk þegar rannsóknin var komin nægilega langt til þess að við gætum greint hvaða einstaklingar hefðu orðið fyrir áhrifum, síðan hverjir lentu í því og svo hvaða upplýsingar var farið inn í,“ segir Easyjet. Viðskiptavinirnir sem áttu upplýsingarnar sem var stolið hafa nú verið varaðir við svikatölvupóstum. Easyjet segir að ekkert bendi til þess að persónuupplýsingum fólks hafi verið stolið. Engu að síður ráðleggi það viðskiptavinum að grípa til varúðarráðstafana. „Við ráðleggjum viðskiptavinum að gæta sín á samskiptum sem eiga að koma frá Easyjet eða Easyjet Holidays,“ segir fyrirtækið.
Bretland Fréttir af flugi Tölvuárásir Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira