Nærmynd af Ragnari Bjarnasyni Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2020 12:28 Vilmælendur Íslands í dag lýsa Ragnari sem góðum og yndislegum manni. mynd/stöð 2 Á föstudaginn var einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Ragnar Bjarnason eða Raggi Bjarna, borinn til grafar í kyrrþey. Ísland í dag bað samferðafólk hans að rifja upp sögur af þessum vinsæla skemmtikrafti og lýsa fyrir okkur hvernig vinur Raggi Bjarna var. „Hann var bara eins og ljósviti sem lýsti upp alla þjóðina. Það geislaði góðmennskan,“ segir Ómar Ragnarsson, vinur Ragga til margra ára. „Honum var svo umhugað um þína líðan og hvernig þér leið og hafði raunverulegan áhuga á þér,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld sem vann nokkuð mikið með Ragnari. „Ef maður myndi sletta dönsku þá var hann svona lige glad enda hafði hann gaman af því að leika danskan búfræðing í sumargleðinni og fór með alla dönsku frasana. Hann var mjög skemmtilegur maður og einlægur og var ekkert að gera vesen úr smáatriðum,“ segir söngkonan Þuríður Sigurðardóttir. „Hann var mikill mannþekkjari og enginn las salinn betur,“ segir stórvinur Ragnars Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður. Raggi Bjarna fæddist í Reykjavík árið 1934. Hann var af miklu tónlistarfólki kominn, var sonur hljómsveitarstjórans Bjarna Böðvarssonar og dægurlagasöngkonunnar Láru Magnúsdóttur. Því má segja má að tónlistaráhuginn hafi verið honum í blóð borinn, en ferill Ragnars hófst þó ekki við hljóðnemann, heldur fyrir aftan trommusettið í hljómsveit föður síns þegar Raggi var 13 ára. Mikil félagsvera Ferill hans spannaði því rúma sjö áratugi eða eins og Ólafur Ragnar Grímsson orðaði það: „Söngur þinn er jafnvel eldri en lýðveldið sjálft.“ Ragnar var hluti af Sumargleðinni sem lifði í fimmtán ár en þar komu Raggi Bjarna og Ómar Ragnarsson fram ásamt hinum ýmsu listamönnum. Má þar nefna Þorgeir Ástvaldsson, Diddú, Magnús Ólafsson, bræðurna Halla og Ladda, Bessa Bjarnason og Þuríði Sigurðardóttur sem segir Ragga hafa notið sín mjög að koma fram á sviði víða um land á þessum tíma. „Hann hafði bara svo gaman að því að skemmta fólki og vera með fólki. Hann var mjög mikil félagsvera og það fór ekkert á milli mála, hann skemmti sér oft best af öllum,“ segir Þuríður. Alls gaf Ragnar út níu plötur frá 2004 til 2014 og hélt tónleika víða um land. Þorgeir segir að endurkoman hafi í raun hafist í 70 ára afmæli Ragga. „Þetta var rosaleg skemmtun. Prógrammið fór allt úr böndunum en það var bara betra og stóðu tónleikar yfir í fjóra klukkutíma,“ segir Þorgeir. Allir viðmælendur Íslands í dag eru sammála um að Raggi hafi verið ljúfur og góður maður, vinur í raun en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Á föstudaginn var einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Ragnar Bjarnason eða Raggi Bjarna, borinn til grafar í kyrrþey. Ísland í dag bað samferðafólk hans að rifja upp sögur af þessum vinsæla skemmtikrafti og lýsa fyrir okkur hvernig vinur Raggi Bjarna var. „Hann var bara eins og ljósviti sem lýsti upp alla þjóðina. Það geislaði góðmennskan,“ segir Ómar Ragnarsson, vinur Ragga til margra ára. „Honum var svo umhugað um þína líðan og hvernig þér leið og hafði raunverulegan áhuga á þér,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld sem vann nokkuð mikið með Ragnari. „Ef maður myndi sletta dönsku þá var hann svona lige glad enda hafði hann gaman af því að leika danskan búfræðing í sumargleðinni og fór með alla dönsku frasana. Hann var mjög skemmtilegur maður og einlægur og var ekkert að gera vesen úr smáatriðum,“ segir söngkonan Þuríður Sigurðardóttir. „Hann var mikill mannþekkjari og enginn las salinn betur,“ segir stórvinur Ragnars Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður. Raggi Bjarna fæddist í Reykjavík árið 1934. Hann var af miklu tónlistarfólki kominn, var sonur hljómsveitarstjórans Bjarna Böðvarssonar og dægurlagasöngkonunnar Láru Magnúsdóttur. Því má segja má að tónlistaráhuginn hafi verið honum í blóð borinn, en ferill Ragnars hófst þó ekki við hljóðnemann, heldur fyrir aftan trommusettið í hljómsveit föður síns þegar Raggi var 13 ára. Mikil félagsvera Ferill hans spannaði því rúma sjö áratugi eða eins og Ólafur Ragnar Grímsson orðaði það: „Söngur þinn er jafnvel eldri en lýðveldið sjálft.“ Ragnar var hluti af Sumargleðinni sem lifði í fimmtán ár en þar komu Raggi Bjarna og Ómar Ragnarsson fram ásamt hinum ýmsu listamönnum. Má þar nefna Þorgeir Ástvaldsson, Diddú, Magnús Ólafsson, bræðurna Halla og Ladda, Bessa Bjarnason og Þuríði Sigurðardóttur sem segir Ragga hafa notið sín mjög að koma fram á sviði víða um land á þessum tíma. „Hann hafði bara svo gaman að því að skemmta fólki og vera með fólki. Hann var mjög mikil félagsvera og það fór ekkert á milli mála, hann skemmti sér oft best af öllum,“ segir Þuríður. Alls gaf Ragnar út níu plötur frá 2004 til 2014 og hélt tónleika víða um land. Þorgeir segir að endurkoman hafi í raun hafist í 70 ára afmæli Ragga. „Þetta var rosaleg skemmtun. Prógrammið fór allt úr böndunum en það var bara betra og stóðu tónleikar yfir í fjóra klukkutíma,“ segir Þorgeir. Allir viðmælendur Íslands í dag eru sammála um að Raggi hafi verið ljúfur og góður maður, vinur í raun en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira