Var í mjög litlum tengslum við smitaða einstaklinga áður en hann smitaðist af kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2020 17:17 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Einn þeirra tíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi eftir svokallað innanlandssmit var í mjög litlum tengslum við smitaða einstaklinga áður en hann smitaðist. Hann fór hins vegar inn á heimili þar sem hinir smituðu höfðu verið skömmu áður og er snertismit því langlíklegasta skýringin á því að viðkomandi smitaðist, það er að hann hafi snert fleti eða yfirborð á heimilinu sem voru sýktir af veirunni eftir að hinir smituðu komu þar inn. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Þetta sýnir okkur bara hversu bráðsmitandi þessi veira er,“ segir Víðir. Smitleiðir kórónuveirunnar eru tvær, annars vegar snertismit og hins vegar dropasmit en snertismitið er algengari smitleiðin. Þess vegna leggja yfirvöld svo mikla áherslu á að almenningur þvoi sér nú extra vel um hendur og noti handspritt. „Þetta er langalgengasta smitleiðin, það er að þú snertir eitthvað sem veiran er á og berð það síðan upp í andlitið á þér í nefið eða munninn,“ segir Víðir. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður út í það á upplýsingafundi í dag í samhengi við snertismitið hversu lengi veiran getur lifað á yfirborðsflötum. Hann sagði það vitað að veiran lifi í ákveðinn tíma á yfirborði hluta eins og allar veirur og bakteríur. Hversu lengi veirur lifa á yfirborðsflötum geti hins vegar verið breytilegt. „Það getur verið breytilegt eftir veirum og breytilegt eftir yfirborði hvort það er létt eða hrufótt eða hvort það er klæða eða tau eða eitthvað annað þvíumlíkt, breytilegt eftir hitastigi, eftir rakastigi. Þannig að þetta eru ansi víð mörk, það getur verið allt frá nokkrum klukkutímum upp í nokkra daga sem veiran getur lifað. Þannig að það er algjörlega ljóst að einhver sem hefur farið óvarlega og mengað hluti, ef fólk kemur við þá hluti eftir nokkra klukkutíma og kannski sama daginn þá getur það borið smitið í sig,“ sagði Þórólfur. Eftirfarandi segir á vef landlæknis um það hvernig kórónuveiran smitast manna á milli: Hvað er vitað um smit manna á milli? COVID-19 smitast á milli einstaklinga. Smitleið er snerti- og dropasmit, svipað og inflúensa. Það þýðir að veiran getur dreifst þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og annar einstaklingur andar að sér dropum/úða frá þeim veika eða hendur mengast af dropum og viðkomandi ber þær svo upp að andliti sínu. Fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma áður en einkenni koma fram en sumir fá lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Einn þeirra tíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi eftir svokallað innanlandssmit var í mjög litlum tengslum við smitaða einstaklinga áður en hann smitaðist. Hann fór hins vegar inn á heimili þar sem hinir smituðu höfðu verið skömmu áður og er snertismit því langlíklegasta skýringin á því að viðkomandi smitaðist, það er að hann hafi snert fleti eða yfirborð á heimilinu sem voru sýktir af veirunni eftir að hinir smituðu komu þar inn. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Þetta sýnir okkur bara hversu bráðsmitandi þessi veira er,“ segir Víðir. Smitleiðir kórónuveirunnar eru tvær, annars vegar snertismit og hins vegar dropasmit en snertismitið er algengari smitleiðin. Þess vegna leggja yfirvöld svo mikla áherslu á að almenningur þvoi sér nú extra vel um hendur og noti handspritt. „Þetta er langalgengasta smitleiðin, það er að þú snertir eitthvað sem veiran er á og berð það síðan upp í andlitið á þér í nefið eða munninn,“ segir Víðir. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður út í það á upplýsingafundi í dag í samhengi við snertismitið hversu lengi veiran getur lifað á yfirborðsflötum. Hann sagði það vitað að veiran lifi í ákveðinn tíma á yfirborði hluta eins og allar veirur og bakteríur. Hversu lengi veirur lifa á yfirborðsflötum geti hins vegar verið breytilegt. „Það getur verið breytilegt eftir veirum og breytilegt eftir yfirborði hvort það er létt eða hrufótt eða hvort það er klæða eða tau eða eitthvað annað þvíumlíkt, breytilegt eftir hitastigi, eftir rakastigi. Þannig að þetta eru ansi víð mörk, það getur verið allt frá nokkrum klukkutímum upp í nokkra daga sem veiran getur lifað. Þannig að það er algjörlega ljóst að einhver sem hefur farið óvarlega og mengað hluti, ef fólk kemur við þá hluti eftir nokkra klukkutíma og kannski sama daginn þá getur það borið smitið í sig,“ sagði Þórólfur. Eftirfarandi segir á vef landlæknis um það hvernig kórónuveiran smitast manna á milli: Hvað er vitað um smit manna á milli? COVID-19 smitast á milli einstaklinga. Smitleið er snerti- og dropasmit, svipað og inflúensa. Það þýðir að veiran getur dreifst þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og annar einstaklingur andar að sér dropum/úða frá þeim veika eða hendur mengast af dropum og viðkomandi ber þær svo upp að andliti sínu. Fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma áður en einkenni koma fram en sumir fá lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira