Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2020 12:23 Ættingjar fólks sem fórst með malasísku flugvélinni virða fyrir sér 298 stóla sem komið var fyrir til að heiðra minningu fórnarlambanna í garði gegnt rússneska sendiráðinu í Haag í gær. Hollensk og áströlsk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að bera ábyrgð á því að vélinni var grandað. Því hafa Rússar hafnað alfarið. AP/Peter Dejong Þrír Rússar og einn Úkraínumaður eru ákærðir fyrir morð vegna aðildar þeirra að því að flugvél malasísks flugfélags var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Réttarhöld yfir þeim hófust í Hollandi í dag þaðan sem margir þeirra 298 sem fórust komu. Mennirnir þrír ganga enn lausir og verða ekki viðstaddir réttarhöldin sem fara fram við Schiphol-flugvöll. Þeir tengjast allir vopnuðum sveitum uppreisnarmanna í Austur-Úkraínu sem rússnesk stjórnvöld styðja. Rússar hafa ítrekað hafnað því að þeir hafi komið nálægt því að farþegaþota Malaysia Airlines á flugrás MH17 var skotin niður 17. júlí árið 2014. Rannsakendur fullyrða þó að þeir hafi sýnt fram á að flugskeyti sem grönduðu vélinni hafi komið frá Buk-eldflaugakerfi rússneskrar herstöðvar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar segja að eldflaugakerfið hafi verið flutt til Úkraínu frá rússneskri herstöð í Kursk áður en það var notað til að skjóta flugvélina niður. Því hafi svo verið skilað aftur til Rússlands. Tveir mannanna eru jafnframt sagðir tengjast rússnesku herleyniþjónustunni GRU. Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Hvorki Rússland né Úkraínu framselur ríkisborgara sína. Mönnunum fjórum var stefnt til að mæta fyrir dóminn en ekki er ljóst hvort stefnurnar hafi borist þeim. Einn þeirra verður þó með verjendur í dómsalnum. Aðskilnaðarsinni hliðhollur Rússum þreifar á braki malasísku flugvélarinnar í Austur-Úkraínu árið 2014. Talið er að rússneskt flugskeytakerfi hafi verið notað til að skjóta vélina niður.AP/Vadim Ghirda Viðbrögð Rússa hefðbundin Tvær vikur hafa verið áætlaðar fyrir fyrsta hluta réttarhaldanna þar sem dómarar leggja aðeins mat á hvort frekari rannsóknar sé þörf. AP-fréttastofan segir að niðurstöðu gæti ekki verið að vænta fyrr en eftir ár. Lítið er vitað um hverjir verða kallaðir til að bera vitni. Rannsóknin á afdrifum malasísku flugvélarinnar er sögð ein sú flóknasta í hollenskri réttarsögu. Meirihluti þeirra sem fórust var Hollendingar en fólk af tíu þjóðernum var um borð í vélinni. Fjölskyldur fólks sem fórst með vélinni komu fyrir 298 hvítum stólum fyrir utan rússneska sendiráðið í Haag í gær til að mótmæla því sem þær telja tilraunir stjórnvalda í Kreml til að þyrla upp ryki um það sem raunverulega grandaði flugvélinni. Viðbrögð Rússa við ásökununum hafi verið í anda svara þeirra við öðrum glæpum sem hafa verið hermdir upp á þá, þar á meðal taugaeitursárás í Salisbury á Englandi árið 2018. Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sakaði þannig hollensku rannsakendurna um að ganga út frá sekt Rússa og að standa í fjölmiðlaherferð sem eigi að fela tilraunir þeirra til að „hagræða staðreyndunum“. Þegar hollenskir saksóknarar báðu rússnesk yfirvöld um að handtaka Úkraínumann sem var grunaður um að stýra loftvörnum uppreisnarmanna í Austur-Úkraínu nærri þeim stað þaðan sem flugskeytum var skotið á malasísku vélina brugðust Rússar við með því að leyfa manninum vísvitandi að ferðast til Austur-Úkraínu. Vestrænir ráðamenn fagna aftur á móti réttarhöldunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Rússar verði að vera samvinnuþýðir og að þeir sem bera ábyrgð á morðunum geti ekki sloppið refsilaust. Tíu breskir ríkisborgarar fórust með vélinni. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti ánægju sinni með að réttarhöldin væru hafin og krafðist þess að Rússar hættu undirróðri sínum í Úkraínu. Sakborningarnar fjórir: Igor Girkin. Fyrrverandi ofursti í rússnesku leyniþjónustunni FSB. Saksóknarar segja að hann hafi fengið titilinn varnarmálaráðherra á meðal uppreisnarmanna í borginni Donetsk í Austur-Úkraínu. Sergei Dubinskíj. Hann er sagður hafa unnið fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU og verið næstráðandi Girkin. Hann hafi verið í reglulegum samskiptum við Rússa. Oleg Pulatov. Hann er sagður fyrrverandi hermaður hjá sérsveit GRU og aðstoðaryfirmaður leyniþjónustunnar í Donetsk. Leonid Khartsjenkó. Úkraínskur ríkisborgari sem stýrði hersveit í Austur-Evrópu. MH17 Holland Rússland Úkraína Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Þrír Rússar og einn Úkraínumaður eru ákærðir fyrir morð vegna aðildar þeirra að því að flugvél malasísks flugfélags var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Réttarhöld yfir þeim hófust í Hollandi í dag þaðan sem margir þeirra 298 sem fórust komu. Mennirnir þrír ganga enn lausir og verða ekki viðstaddir réttarhöldin sem fara fram við Schiphol-flugvöll. Þeir tengjast allir vopnuðum sveitum uppreisnarmanna í Austur-Úkraínu sem rússnesk stjórnvöld styðja. Rússar hafa ítrekað hafnað því að þeir hafi komið nálægt því að farþegaþota Malaysia Airlines á flugrás MH17 var skotin niður 17. júlí árið 2014. Rannsakendur fullyrða þó að þeir hafi sýnt fram á að flugskeyti sem grönduðu vélinni hafi komið frá Buk-eldflaugakerfi rússneskrar herstöðvar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar segja að eldflaugakerfið hafi verið flutt til Úkraínu frá rússneskri herstöð í Kursk áður en það var notað til að skjóta flugvélina niður. Því hafi svo verið skilað aftur til Rússlands. Tveir mannanna eru jafnframt sagðir tengjast rússnesku herleyniþjónustunni GRU. Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Hvorki Rússland né Úkraínu framselur ríkisborgara sína. Mönnunum fjórum var stefnt til að mæta fyrir dóminn en ekki er ljóst hvort stefnurnar hafi borist þeim. Einn þeirra verður þó með verjendur í dómsalnum. Aðskilnaðarsinni hliðhollur Rússum þreifar á braki malasísku flugvélarinnar í Austur-Úkraínu árið 2014. Talið er að rússneskt flugskeytakerfi hafi verið notað til að skjóta vélina niður.AP/Vadim Ghirda Viðbrögð Rússa hefðbundin Tvær vikur hafa verið áætlaðar fyrir fyrsta hluta réttarhaldanna þar sem dómarar leggja aðeins mat á hvort frekari rannsóknar sé þörf. AP-fréttastofan segir að niðurstöðu gæti ekki verið að vænta fyrr en eftir ár. Lítið er vitað um hverjir verða kallaðir til að bera vitni. Rannsóknin á afdrifum malasísku flugvélarinnar er sögð ein sú flóknasta í hollenskri réttarsögu. Meirihluti þeirra sem fórust var Hollendingar en fólk af tíu þjóðernum var um borð í vélinni. Fjölskyldur fólks sem fórst með vélinni komu fyrir 298 hvítum stólum fyrir utan rússneska sendiráðið í Haag í gær til að mótmæla því sem þær telja tilraunir stjórnvalda í Kreml til að þyrla upp ryki um það sem raunverulega grandaði flugvélinni. Viðbrögð Rússa við ásökununum hafi verið í anda svara þeirra við öðrum glæpum sem hafa verið hermdir upp á þá, þar á meðal taugaeitursárás í Salisbury á Englandi árið 2018. Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sakaði þannig hollensku rannsakendurna um að ganga út frá sekt Rússa og að standa í fjölmiðlaherferð sem eigi að fela tilraunir þeirra til að „hagræða staðreyndunum“. Þegar hollenskir saksóknarar báðu rússnesk yfirvöld um að handtaka Úkraínumann sem var grunaður um að stýra loftvörnum uppreisnarmanna í Austur-Úkraínu nærri þeim stað þaðan sem flugskeytum var skotið á malasísku vélina brugðust Rússar við með því að leyfa manninum vísvitandi að ferðast til Austur-Úkraínu. Vestrænir ráðamenn fagna aftur á móti réttarhöldunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Rússar verði að vera samvinnuþýðir og að þeir sem bera ábyrgð á morðunum geti ekki sloppið refsilaust. Tíu breskir ríkisborgarar fórust með vélinni. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti ánægju sinni með að réttarhöldin væru hafin og krafðist þess að Rússar hættu undirróðri sínum í Úkraínu. Sakborningarnar fjórir: Igor Girkin. Fyrrverandi ofursti í rússnesku leyniþjónustunni FSB. Saksóknarar segja að hann hafi fengið titilinn varnarmálaráðherra á meðal uppreisnarmanna í borginni Donetsk í Austur-Úkraínu. Sergei Dubinskíj. Hann er sagður hafa unnið fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU og verið næstráðandi Girkin. Hann hafi verið í reglulegum samskiptum við Rússa. Oleg Pulatov. Hann er sagður fyrrverandi hermaður hjá sérsveit GRU og aðstoðaryfirmaður leyniþjónustunnar í Donetsk. Leonid Khartsjenkó. Úkraínskur ríkisborgari sem stýrði hersveit í Austur-Evrópu.
MH17 Holland Rússland Úkraína Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira