Blikar bjartsýnir á að halda stærsta mótið Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 20:10 Símamótið er afar vinsælt en væntanlega fá stelpurnar ekki að koma saman í eins stórum og þéttum hópi og á þessari mynd. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Við stefnum ótrauð á það að halda mótið,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, um Símamótið sem Blikar halda árlega. Það er jafnan fjölmennasta krakkamót hvers fótboltasumars. Vegna aðgerða yfirvalda til að sporna við kórónuveirufaraldrinum hefur skapast óvissa um það hvort fjölmenn krakkamót í fótbolta geti farið fram í sumar. Í byrjun maí verða fyrstu skref tekin í því að aflétta samkomubanni en óljóst er hve lengi „tveggja metra reglan“ mun gilda og hve fjölmennar samkomur verða leyfðar í sumar. Eysteinn er þó bjartsýnn og segir Blika með lausnir í huga svo að hægt verði að fylgja öllum tilmælum: „Við þurfum að fara aðrar leiðir, hólfa þetta meira niður. Við erum heppin með það hér í Kópavogi að við höfum frábæra aðstöðu sem að bæjarfélagið hefur byggt upp og hugsum með okkur að fara líka með mótið að hluta til í Fagralundinn, þar sem við erum með stórt svæði, og jafnvel á fleiri svæði. Þannig hólfum við þetta niður til að verða við þessum tilmælum. Ég held að það ætti að vera hægt,“ sagði Eysteinn í Sportinu í dag. Breiðablik er með gríðarlega marga iðkendur í yngri flokkum og mun þurfa að skipta æfingahópum sínum upp og teikna upp ýmsar lausnir til að fara eftir tilmælum yfirvalda þegar æfingar verða leyfðar á nýjan leik 4. maí. Lið félagsins spila jafnan gríðarlega mikinn fjölda leikja á hverju sumri og Eysteinn segir ljóst að þeir gætu orðið færri á þessu tímabili: „Við erum náttúrulega með ótrúlega mikinn fjölda af leikjum og auðvitað hefur þetta áhrif. Auðvitað þarf hugsanlega eitthvað að fækka leikjum, það má vel vera. En aðstaðan er fyrir hendi og við erum með alveg ótrúlega marga velli, þannig að við ættum að geta komið þessu öllu fyrir. En sjálfsagt verður að fara með þetta eitthvað inn í haustið. Í meistaraflokkunum okkar erum við komin með heilsársvöll sem við vorum ekki með áður, og ættum alveg að geta ráðið við það.“ Klippa: Sportið í dag - Framkvæmdastjóri Breiðabliks um Símamótið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Kópavogur Breiðablik Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
„Við stefnum ótrauð á það að halda mótið,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, um Símamótið sem Blikar halda árlega. Það er jafnan fjölmennasta krakkamót hvers fótboltasumars. Vegna aðgerða yfirvalda til að sporna við kórónuveirufaraldrinum hefur skapast óvissa um það hvort fjölmenn krakkamót í fótbolta geti farið fram í sumar. Í byrjun maí verða fyrstu skref tekin í því að aflétta samkomubanni en óljóst er hve lengi „tveggja metra reglan“ mun gilda og hve fjölmennar samkomur verða leyfðar í sumar. Eysteinn er þó bjartsýnn og segir Blika með lausnir í huga svo að hægt verði að fylgja öllum tilmælum: „Við þurfum að fara aðrar leiðir, hólfa þetta meira niður. Við erum heppin með það hér í Kópavogi að við höfum frábæra aðstöðu sem að bæjarfélagið hefur byggt upp og hugsum með okkur að fara líka með mótið að hluta til í Fagralundinn, þar sem við erum með stórt svæði, og jafnvel á fleiri svæði. Þannig hólfum við þetta niður til að verða við þessum tilmælum. Ég held að það ætti að vera hægt,“ sagði Eysteinn í Sportinu í dag. Breiðablik er með gríðarlega marga iðkendur í yngri flokkum og mun þurfa að skipta æfingahópum sínum upp og teikna upp ýmsar lausnir til að fara eftir tilmælum yfirvalda þegar æfingar verða leyfðar á nýjan leik 4. maí. Lið félagsins spila jafnan gríðarlega mikinn fjölda leikja á hverju sumri og Eysteinn segir ljóst að þeir gætu orðið færri á þessu tímabili: „Við erum náttúrulega með ótrúlega mikinn fjölda af leikjum og auðvitað hefur þetta áhrif. Auðvitað þarf hugsanlega eitthvað að fækka leikjum, það má vel vera. En aðstaðan er fyrir hendi og við erum með alveg ótrúlega marga velli, þannig að við ættum að geta komið þessu öllu fyrir. En sjálfsagt verður að fara með þetta eitthvað inn í haustið. Í meistaraflokkunum okkar erum við komin með heilsársvöll sem við vorum ekki með áður, og ættum alveg að geta ráðið við það.“ Klippa: Sportið í dag - Framkvæmdastjóri Breiðabliks um Símamótið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Kópavogur Breiðablik Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00
Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45