Framlengja höft í Bretlandi og New York Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2020 16:27 Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá ákvörðun breskra stjórnvalda nú síðdegis. Peter Summers/Getty Images Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. Utanríkisráðherra Breta segir að þarlendar takmarkanir muni gilda í þrjár vikur til viðbótar en ríkisstjóri New York framlengdi útbreiðsluspornandi aðgerðir ríkisins um mánuð. Dominic Raab sagði þó að vísbendingar væru um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til í Bretlandi, ekki síst félagsforðun og samkomutakmarkanir, hafi borið árangur. Engu að síður væri það mat ráðgjafa ríkisstjórnarinnar að gögnin væru ófullnægjandi og oft misvísandi, ekki bætti heldur úr skák að á sumum sviðum þjóðlífsins færi smitum fjölgandi. „Okkur hefur ekki tekist að fækka nýsmitum eins og við höfðum vonað,“ sagði Dominic Raab. Allar breytingar sem gerðar yrðu á takmörkununum myndu auka líkurnar á aukinni útbreiðslu, rétt eins og fleiri dauðsföllum. Af þeim sökum teldu stjórnvöld á Bretlandi rétt að framlengja núverandi aðgerðir um þrjár vikur sem fyrr segir. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði að það væri í höndum sérfræðinga að ákveða hvenær hægt væri að aflétta höftum í ríkinu. Ákvörðunin mætti hvorki byggja á stjórnmálalegum hagsmunum eða tilfinningalegum rökum. „Gögn og vísindi. Við erum að tala um mannslíf hérna,“ segir Cuomo. Það væri mat umræddra sérfræðinga að réttast væri að framlengja núgildandi samkomuhamlanir í ríkinu, sem hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Þær munu því gilda til 15. maí hið minnsta. Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. Utanríkisráðherra Breta segir að þarlendar takmarkanir muni gilda í þrjár vikur til viðbótar en ríkisstjóri New York framlengdi útbreiðsluspornandi aðgerðir ríkisins um mánuð. Dominic Raab sagði þó að vísbendingar væru um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til í Bretlandi, ekki síst félagsforðun og samkomutakmarkanir, hafi borið árangur. Engu að síður væri það mat ráðgjafa ríkisstjórnarinnar að gögnin væru ófullnægjandi og oft misvísandi, ekki bætti heldur úr skák að á sumum sviðum þjóðlífsins færi smitum fjölgandi. „Okkur hefur ekki tekist að fækka nýsmitum eins og við höfðum vonað,“ sagði Dominic Raab. Allar breytingar sem gerðar yrðu á takmörkununum myndu auka líkurnar á aukinni útbreiðslu, rétt eins og fleiri dauðsföllum. Af þeim sökum teldu stjórnvöld á Bretlandi rétt að framlengja núverandi aðgerðir um þrjár vikur sem fyrr segir. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði að það væri í höndum sérfræðinga að ákveða hvenær hægt væri að aflétta höftum í ríkinu. Ákvörðunin mætti hvorki byggja á stjórnmálalegum hagsmunum eða tilfinningalegum rökum. „Gögn og vísindi. Við erum að tala um mannslíf hérna,“ segir Cuomo. Það væri mat umræddra sérfræðinga að réttast væri að framlengja núgildandi samkomuhamlanir í ríkinu, sem hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Þær munu því gilda til 15. maí hið minnsta.
Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira